Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 54

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 54
Xtótgróin. Þýdd smásaga. Höf. Karla Rönne. Fjöritiu ár voru liöin síöan gamla frú Rasmusen giftist, og allan þann tima liaföi hún verið á sama staö. Hún var eins og gróin við blettinn. Þetta var hún aö hugsa um, er hún gekk kringum bæinn i síðasta sinn og lfit þar eftir öllu. Hún nam staöar við blómlegt trje, sem þar stóö, lagöi höndina á stofninn og sagði viö sjálfa sig: „Viö settum það niöur fyrsta ár- ið, sem við bjuggum hjerna; þá var það ekki nema svo sem eitt fet á hæö. Við höfum vaxiö hjer saman. Það er erfitt aö flytja gömul trje.“ En þetta, sem til stóð, varö nú svo að vera; það vissi hún vel. Maöurinn hennár var dáinn, og hún varð nú að fara, því ekki gat hún rekið búskapinn ein. Sonur henn- ar bjó reyndar skamt þaðan, en hann var nú fastur við nýja heimilið, sem var föðurleifð konu hans. Dóttur átti hún líka, sem Agða hjet og átti nú heima í Stokkhólmi. Hún var gift ríkum kaupmanni þar, svo að ekki gat heldur komið til mála, að þau tækju við bústað foreldra hennar. Gamla konan hlaut því að skilja við heim- ilið og fara til annarshvors af börn- unum sínum. Agða hennar var aldrei lengi að hugsa sig um, og hún rjeði fljótlega fram úr þessu. „Móðir mín fer auð- vitað til okkar,“ sagði hún. „Engum stendur nær en dótturinni að sjá um foreldra sína á gamals aldri.“ Þessi ummæli snertu frú Rasmus- sen illa. Hún var heilsugóð kona og iðjusöm, nálægt 60 ára gömul, og baföi ekki hugsað sjer að nokkur þyrfti að „sjá um sig“, að minsta kosti ekki næstu -tiu árin. Tengdadóttirin settist hjá henni, tók hönd hennar milli lófa sjer, klapp- aði henni og sagði: „Það er rjett, sem Agða segir; dóttirin hefur rjett til þessa. En jeg vona að þú vitir það, að við Árviður vildum fegin að þú færir til okkar.“ Agða sá um útbúnað til flutnings- ins og gekk að því með mestu rögg- semi, eins og öllu, sem hún hafði af- skifti af. „Það verður best að selja L

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.