Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 63

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 63
Ö2 svo aö oröi um þetta í Manntali á ís- landi 1910, bls. VI.: „Minni gamalla manna á íslandi var ákaflega bágljor- iö á fyrri öldum. Þeir mundu yfir- leitt aldrei neitt frá neinu ári, nema því síðasta. Síöasti veturinn var æfin- lega haröasti og versti veturinn sem þeir muna. Öll önnur harðindi eru hálfgleymd eöa fallin í hálfgert dá i minni manna.“ — Mjer finst rnikiö liæft i þessu. Austfjarðaannáll segir, aö vetur- inn 1279 væri svo harður, að sjóinn kringum alt ísland lagði, svo fara mátti meö eykjum margar milur sjávar á helluís. Slíkan frosta- og haröindavetur mundi þá eriginn, því „fætur frusu undan fullfeitum sauö- um og hrossum." Látum þetta hafa fult gildi. Ellefu árum siöar (1291) kom svo mikill snjóa- og frostavetur, að eng- inn mundi þvilíkan. Er þó eigi getið um venju fremur frosinn sjó. Tuttugu og tveimur vetrum síðar (1313) kom svo harður vetur, að enginn miindi þvílíkan. „Þá frusu fætur undan sauðum og hrossum fullfeitum". Nú var veturinn 1279 gleymdur. Svo kom harður vetur 1348, að „elstu menn mundu engan þvilikan“. Þeir menn, sem voru 15 vetra 1279, hafa þá (1348) verið 84 ára. Vafa- lnust allmargir þá á landinu svo gamlir menn. Slæmur hefur þessi síöasti vetur hlotið að vera, úr þvi aö hinir þrír voru betri. „Lengi getur vont versnaö". — En lýsingin á veör- áttufarinu bendir þó alls eigi á það. Ef jafnsatt er sagt um þá alla, hefur fyrsti veturinn (1279) verið þeirra harðastur. Höldum enn áfram. Þrír vetrar komu í röð allir jafnharðir (1371, 72 og 73) og mundu engir menn aðra þrjá vetur þeim jafnharöa. Tveim- ur árum síðar (1375) kom svo harö- ur vetur, að enginn mundi þvílíkan. „Þá var allur jDeningur að þrotum kominn á þorra!“ Næsti vetur (1376) var svo harður, að enginn mundi því- líkan! Og veturinni377 var svo harð- ur, að „allur fjenaður var að þrot- um kominn á þorra!“ — Hvorki þarf djúpt eða langt að grafa til þess að finna hjer öfgarnar. 3. S j ö á r a harðindi. í bón- aibrjefi frá Alþingi 1631 móti „kaujD- höndlunartextanum“, segja lögrjettu- menn, að gengið hafi yfir ísland sjö ára harðindi frá 1624—1631. — En hvernig voru þessi sjö ár? Þaö má fá vissu um þau. Veturinn 1624 var mjög haröur frá veturnóttum til jóla. Á þessum harð- indakafla segir Björn á Skarðsá, aö „fjelli nær allur útigangspeningur, sem ekki hafði hey.“— Bændur þoldu ekki 9 vikna skorpu eftir marga góða undangengna vetra (1618, 19, 20, 22 og 23) og meðal sumur. Eftir nýjár 1624 kom sá blíðuvetur, að fuglar urþu eggjum á góu og sóley var út- Sprungin i Skagafirði fyrir sumar- mál. Vorið var gott og grasár sæmi- legt, en víða slæm nýting á heyjum. Veturinn 1625 var all|)ungur, vor- ið kalt en grasvöxtur þó bærilegur. Þennan vetur „fjell allur peningur manna, sem ekki hafði hey.“ — Vet- urinn áður fjell nálega alt, en hve mikið gat þann vetur fallið ? Hví voru bændur heylausir, eftir allgott sumar, úr því útigangspeningur fjell svo þennan 9 vikna vetur? Veturinn 1626 var meðalvetur aö

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.