Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 64

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 64
vcðráttu til, þótt kalt væri voriö. Nú áttu menn að geta safnað heyjum, þar eö fátt var á fóðrum. Þungur vetur var.sá næsti, kallaöur „Frostaharð- indavetur", en bærilegt sumar á eftir. Næsti vetur (1628) var framan af frostharður, en engin jarðbönn. Hann mátti að eins stirður heita framan af. Vorið og sumarið eftir fremur kulda- samt og því grasbrestur víða. Næsti vetur (1629) var góður, og vorið sæmilegt en grasár tæplega i meðal- lagi og slæm nýting á heyjum víða. Á eftir kom ]>ungur snjóavetur, frem- ur stuttur. Hann kölluðu menn „Jök- ulvetur“ (1630). Svo var meðalvetur 1631 og engin vorharðindi. — Svona voru þessi annáluðu 7 ár. — Eftir Jökulveturinn gátu íslendingar flutt út rúml. 53^2 þ ú s u n d pd. af tólg, en nú geta menn eigi flutt út 30 ]>ús. pd. — Þetta ár fluttu þeir líka út 1100 tunnur af saltkjöti. Og það ár, ])ótt haröindi væru, drukku íslending- ar nálega 3 m i 1 j ó n i r p 0 11 a af áfengum drykkjum, og fluttu út nál. t í u ]> ú s. skippund af fiski, nálega alt harðfiski. Brjef lögrjettumanna hefur vilt seinni tíðar menn. Eftir ]>eirra tíma talshætti, er það rjett, sem lögrjettu- menn segja, að harðindi væru í land- inu, þótt tiltölulega fæstir liðu mikla neyð. Þá var oft þau árin fiskilítið í veiðistöðum og var ])ví tilfinnanleg- ttr manneldisskortur hjá mörgum i landinu, ])ví að fiskur var oft aðal- fæða landsmanna. Þegar menn fyr á öldum tala um harðindi, ])á eiga þeir engu síður við manneldisskort en fóð- urskört og harða veðráttu. Þessu má ekki gleyma. Oft tala menn um harð- indi „bæöi til lands og sjávar“. — Sumarið 1692 var kallað gott, en því er við bætt, að þó hafi eigi harðinda- laust verið, því að skortur á mann- eldi hafi víða verið. 4. P í n i n g u r o g f i m m á r a h a r ð i n d i n. Fyrsti vetur 17. aldar var harður og alment kallaður „Lurk- ur“. Eigi kom hann á fyr en um miðj- an desember, en batnaöi eigi að fullu fyr en nokkru eftir sumarmál. Vorið var hart og síðgróið og grasbrestur ]>að ár. Var ])vi síst að furða, þótt ])á yrði fellir, en minna er látiö af honum en við rnætti búast. Næsti vetur var fremur góður fram undir sumarmál, en vorið kalt. Margir hafa fyr og síðar haldið, að þessi vetur hafi harður veriö. En nafnið kemur af ])ví, að fyrra árs harðindin píndu menn. Þar við bætt- ist fiskleysi og vesöld af fæðuskorti meðal fátæklinga. Næsti vetur var rjett í meðallagi, sumstaðar stirður, en vorhart: Harðindin lijeldust á- fram, fiskskortur meðal manna. Einn- ig var veturinn 1604 rjettkallaður meðalvetur að veðráttu til. En samt var hann kallaður „Eymdarvetur" og árið „Eymdarár“. Hjer kemur sama fram. Eymd manna sökum einhliða cg litillar fæðu. Af þessu kviknaöi hin illræmda , blóðsótt, fylgifiskur harðinda eða manneldisskorts. Marg- ir dóu þá, þótt eigi væri beinlinis úr hungri. Næsti vetur, sá síðasti i þessum harðindakafla, sem talinn hefur verið einhver sá versti í sögum, var harður (1605). Þá rak líka hafís nálega að öllu landi. „Fjell þann vetur allur útigangspeningur, sem ekki hafði hey og hús.“ Mikill liluti búpenings var settur á „guð og gaddinn“ og honum víða

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.