Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 71

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Page 71
7o slafaöi mest af því hve sumariö áöur var graslítiö og ill nýting á heyjum. Sá vetur er mjög annálaöur. En hann var einkum framan af hretviðrasam- ur og í mesta lagi má hann kallast þungur. Hin viröulegu þingvitni 1696 útmála veturinn þannig: „Þau harö- indi og óáran hafa á næstliðnum vetri upp á falliö, sem ekki vitast dæmi til innan næstu 100 ára eða lengur(H), einkanlega með stórfeldum missi sauðfjárins og hestanna" og svo frv. 3. H a f í s i n n o g vork'uld- i n n. Sagt er frá hafís meira og minna við land 36 sinnum á 17. öld- inni. En óefað er þetta vantalið. Veðr- áttufarið bendir á það meðal annars. Oft getur hafís legið nærri landi og haft stór-ill áhrif á veðráttuna, þótt hann sjáist ekki. Síðan tíðar skipa- ferðir kornust á kringum landið og fiskiveiðar tiðkuðust á þilskipum, vita menn meira um hafís en áður lijer við land. Svo virðist, sem mikill hafis hafi komið að landi 20 sinnum á þeirri öld. Þar af 6 sinnum komist að miklu leytu kringum alt land (t6o5, 15, 39, 83, 94 og 95). Það eru eigi ávalt hörðustu vetrarnir, þegar rnestur er hafísinn; hann er líka mest- ur á vorin og eru þá venjulega vor- kuldar og vorhretin mest. Getið er um hafís 44 sinnum á 18. öldinni, og virðist hafa verið mikill við landið 21 sinni. Iiann komst 5 sinnum kringum mest alt land (1745, 66, 84, 87 og 91). Á 19. öldinni hefur hann komið að landi, svo teljandi sje, 55 sinn., þar af 22 sinn. mjög mikill. Oftar hefur verið dálítill ishroði á hrakningi, um stuttan tíma, eigi langt frá landi. Og 5 sinnum held jeg hann hafi komist að miklu leyti kringum land (1801, 1807, 35, 66 og 82), en þaö er frá Látraröst noröur og austur og suður um land stundum til Grinda- víkur eða þá að Reykjanesröst. Ilann komst talsvert inn á Breiða- og Faxaflóa yfir rastirnar 1695. En slíkt eru ódæmi, og óvíst að svo hafi verið nema þá lítið. Kuldavorin hafa verið 45 á 17. öld- inni, en aftur á móti bara þá 14 blíð- viðris vor. Hin mega teljast í meðal- lagi. Sum þessi vor voru mjög hörð með vetrar veöráttu fram eftir, t. d 1601, 33, 48, 74 og 96. Á 18. öldinni eru kuldavorin 51, en blíðviðrisvorin 20.Mjög hörðvoru þau 1714, 22, 28, 52, 54 og 56. Á 19. öld- inni tel jeg kuldavorin 53, eða tveim- ur færri en hafísárin. Góðu og blíðu vorin hafa verið 19. Hörðustu voru: 1807, 11, 17, 22, 27, 55, 59, 66, 69, 82 og 92. — Stundum eru allgóð vor þótt hafís sje við land, en sjaldgæfara cr það. Góð eru stundum vorin á suð- urlandi, þótt köld sjeu þau nyrðra, en mjög hörðu og illviðrasömu vorin ná venjulega meira eða minna yfir alt land, en hörðust eru þau á Austur- og Norðurlandi. Sú mun reyndin, að svo telst til að á ís- landi sje annaðhvert vor kalt, og ná- lega fjórða hvert ár mikill is við landið. 4. Graslitlu og grasgóðu s u m r i n. Graslítil sumur yfirleitt voru 22 á 17. öldinni. En 19 voru þau grasgóð. Á 18. öldinni var gras- vöxtur litill 24 sinnum en góðu gras- árin voru 18. Á 19. öldinni tel jeg graslitlu sumrin 22 og góð grasár 16. Frábær voru þau 1846 og 7. Gras- minstu árin á 19. öldinni voru 1802,

x

Ritsafn Lögrjettu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.