Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 77

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Side 77
76 þúsundatali og hrundi niöur unn- vörpum á götum og gatnamótum. ÞaS ár var hver rúgtunna seld á 200 k r ó n u r í Stokkhólmi og fengu færri en vildu. Þá lögSust í eySi 857 býli á Finnlandi í einu hjeraSi. En 3 harSindaárin fjellu þar i landi úr harSrjetti 160 þús. manna. ÁSur voru landsbúar um miljón. Svo hafa oft mikil frost veriS í Ev- rópu, aS stórárnar Dóná og Rín hafa veriS undir is vikum saman t. d. 1407. ÞaS ár var gengiS á ís úr Noregi til Danmerkur. 1465 var Rinarfljót lagt hestheldum ís i 3 mánuSi og allar ár á Frakklandi voru þá íslagSar. í annaS skifti (1460) lá ís á Dóná í 2 mánuSi fulla. Og mörgum sinnurn koma stórfrost 20—25 stig C. og snjór mikill um þessi góSu lönd, oft á hverri öld. Þetta eru nú örfá dæmi af mörg- um, um harSviSrin og harSindin i NorSurálfunni. Og flestir hafa víst heyrt minst á hungurdauSann mikla, sem svo oft kemur á Indlandi, Kína og Rússlandi, þegar þurkar hafa lengi gengiS svo uppskeran bregst. Þá falla þúsundir og miljönir manna úr hungri.

x

Ritsafn Lögrjettu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.