Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Síða 86

Ritsafn Lögrjettu - 01.01.1915, Síða 86
85 Ef eg nú gef þá skýringu, aö „smærri" löndin leggi járnbrautir af því aS þau eru „smá“ — þá hef jeg útlistað fyrsta liðinn í „járnbrautar þörf“ þeirra nákvæmlega eins vel og B. Kr. fyrsta liðinn í „járnbrautar- þörf“ „stærri“ landanna; en jeg bið ekki um geymslu fyrir skýringuna í ‘Alþingistíðindunum! Annars væri fróðlegt að vita, hvort það er meining B. Kr. , að Island sje svo 1 í t i ð, að það þ u r f i e k k i járnbrautir — geti ekki talist með „stóru“ löndunum i því sambandi. Hingað til hefur bæði hann og aðrir járnbrauta-andstæðingar haldið hinu gagnstæða fram — að ísland sje svo s t ó r t, í samanburði við fólksfjöld- ann, að það geti ekki komið sjer up.p járnbrautum. 2. Og svo 1 i g g j a þau flest i sam- liengi við önnur lönd, það er ástæða nr. 2 fyrir þ a u til að leggja járn- brautir. En liver skollinn gengur þá að þeim, sem 1 i g g j a e k k i í sam- hengi við önnur lönd? Eins og t. d. Borgundarhólmur, Langaland, írland, Bretland og býsna mörg fleiri. Lík- lega er þó ástæða nr. 2 hjá þ e i m ekki sú, að þau 1 i g g j a e k k i í samhengi við önnur lönd? 3. Og svo hafa þau hernaðarskyldu. Já, það er nú svo. Annars held jeg að í mars 1915, þegar B. Kr. reit svar sitt, hafi þurlendi jarðarinnar verið skift í 5 heimsálfur. Og að í þremur þeirra hafi ekki verið n e i 11 1 a n d, sem hafði herskyldu — sem sje ekk ert land í Vesturálfu, Suðurálfu og Eyjaálfu —, í fjórðu álfunni e i 11 land (Japan), en í þeirri fimtu, Norð- urálfunni, að eins eitt ríki, sem ekki hafði herskyldu, Stónabretland, en einmitt þar eru járnbrautirnar til orðnar. Hver er þá ástæða nr. 3 hjá þeim mikla meiri hluta landanna, sem ekki hefur hernaðarskyldu? 4. Öll þau lönd, sem e k k i hafa námur, keppast líka við að hafa járn- brautir, og þau lönd, sem hafa nám- ur, leggja járnbrautir jafnt um námu- laus hjeruð sín eins og um námu- svæðin. 5. Flest lönd Norðurálfunnar mega nú heita skóglaus, þ. e. þau eru snauð af nytjaskógum, nema Noregur, Sví- þjóð og nokkrir hlutar af Rússlandi og Þýskalandi. Og járnbrautir eru lagðar engu síður um skógsnauðu löndin en um skógauðgu löndin, og þá ekki vegna skóganna. Og víða í hinum álfunum er nú ástandið þann- ig, að skógarnir (frumskógar hita- beltisins) eru hinn versti þrándur i götu fyrir yrkingu og byggingu lands- ins, eins og hvert barn veit, sem lært hefur landafræði, og h i n d r a þeir þar jafnt járnbrautarlagningar sem aðrar framfarir. 6. og 8. lið (akuryrkju og iðnað) læt jeg biða. 7. Þörfin á hröðum póstflutningum er nákvæmlega sú sama á íslandi og annarstaðar. En það verður ekki svo mikið vart við þá þörf hjer, einungis vegna þess, að margar aðrar þarfir kalla svo miklu ákafar að. Þetta smá- ræði — að geta fengið daglegar póstgöngur um mikinn liluta landsins, það er varla nefnt af fylgis- mönnum járnbrautarinnar, vegna þess, að þó öðrum þjóðum þyki sú ástæða stórvægileg, þá er hún hjá okkur smávægileg í samanburði við allar hinar ástæðurnar, s^m. hjer hrópa á járnbrautir. 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ritsafn Lögrjettu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritsafn Lögrjettu
https://timarit.is/publication/534

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.