Sólöld - 01.01.1919, Blaðsíða 4
SÓLÖLD.
2
ieg aí5 læra; vera altaf glaðleg og broshýr eins og
sólin, til þess að þið getið með réttu verið kölluð
sólskin á heimilinu; að vera altaf góð við allar
skepnur, toga aldrei í rófuna á kettinum og lyfta
honum aldrei upp þannig að taka í skinnið eða hárið
á bakinu á honum; að liárreita aldrei hundinn né
toga í eyrum á honum; að henda aldrei steini í bless-
aða litlu, fallegu, saklausu fuglana; hrekkja aldrei
kýrnar eða hestana, segja aldrei neit.t Ijótt, stríða
aldrei systkinum ykkar né neinum öðrum börnum;
skrökva aldrei livert upp á annað, og margt fleira
sagði eg ykkur sem þið áttuð að muni. Hafið þið
ekki gleymt neinu af þessu ? pið þurfið ekki að
svara því hátt, eg heyri hvað fólk hugsar, og eg heyri
þess vegna þegar þið svarið þessu í huga ykkar.
Hafið þið nokkurn tíma tekið eftir því að það
er eins og einhver andi eigi heima í ykkur sjálfunr
sem segir ykkur og lætur ykkur finna iivort þið
hafið gert rétt eða rangt. Já eg veit að þið hafið
tekið eftir því börnin mín. Spyrjið ykkur sjálf að
því livort þið hafið altaf munað eftir öllu senx eg
sagði ykkur í fyrra og aldrei svikist urn neitt af því,
og ef ykkur finst eða heyrist, t.d., að einhver hvísli
að ykkur að þið hafið meitt köttinn eða barið liund-
inn eða strítt henni systur ykkar, þá eigið þið að lofa
því með sjálfunx ykkur á jólunum að gera það aldrei
oftar; lofa því að geta sagt mér þegar eg kem á
xxæstu jólum að þið hafið ekkert gert ljótt.
Jæja, börnin mín góð; þá er bezt aö fara að
leysa frá pokanum, og flýta mér að afhenda ykkur
gjafirnar, eg þarf að fara svo víða og finna svo
marga. Nú liggur svo illa á mörgum börnum í
öllum löndum. Ósköp mörg börn hafa mist feður
sína í stríðinu, eða af veikindum, og sum hafa mist
mæður sína úr spönsku veikinni, og eg þarf að reyna
að hugga þau sem flest um þessi jól - Eg þarf að
fara til Belgíu, til Frakklands, til ítalíu til Eng-
lands, t.ii pýzkalands, til Noregs og Svíþjóðar, til
Austurríkis og Tyrklands og til Islands og allra
landa. Eg geri engan greinarmun á þjóðum, mér
þykir jafnvænt um öll börn hvaða þjóðar sem þau
e'ru; hvort sem þau eru hvít, gul cða svört. Eg á
enga óvini, pýzku börnin, eru t.d., alveg eins miklir
vinir mínii- og eixsku börnin.
Jæja, það er bezt að iiætt.a þessu x-ausi. Hérna
er saunxavél handa þér Magga mín, og sleði haixda
þér Árni litli, og hljóðpípa handa þér Tóta litla, og
bók haixda þér Mundi. Og verið þið nú blessuö og
sælEf eg gleymi að koma einhversstaðar þá reyixið
þið að gleðja börnin þar, því öll börn eiga að vera
glöð á jólunum. Verið þið blessuð og sæl.
(fleðileg jól.
Til fróðleiks
Mesta virki heimsins frá herstjórnarlegxx sjón-
armiði er hið fræga Gibraltar virki er Englendinar
eiga. pað er bygt á kletti er skagar vit í sjóinn- pað
er um þrjár mílur á lengd og % míla á bi-eidd.
Norður hliðin á klettinunx er nærri lóðrétt, en aust.ur
hliðin er íull af ógurlegum þverhnýptum gjám.
Vestur liliðin er ekki eins brött og austur hliðin og
frá rótum þess t.il sjávar er spilda af landi nærri
lágrétt, þar sem bærinn Gibraltar stendur. Virkið
er álítið óvinnandi. Vanalegt várnarlið þar á frið-
art.ímum er um 7,000 manns.
Stærsti héllir er hinn feiknastóri hellir í Ed-
monson county, Kentucky. Hann er kallaðui-
Mammoth Cave og er nálægt Green river, um sex
mílur frá Cave City, og tuttugu og átta mílur frá
Bowling Green. Hellirinn samanstendur af ótal-
mörgum afhellum, sem eru í röð lxver á eftii' öðrum.
En þeir ei-u mismunandi að stærð. í gegnum suma
hellana rennur neðan jarðar á, sem kölluð er Echo
rivei-. Blindir fiskar fihnast í vatni hennar.
Ijengstu jarðgöng eru þau er kölluð eru St.
Gathard á járnbrautinni milli Lucerne og Milan.
pau eru 26y2 fet, á breidd, 1 8fet 10 þuml á hæð og
9y2 mílur á lengd.
Stærstu tré í heimi eru hin feiknastóru tré í
Californíu. í Tulare fylki var tré í lundi með
fram veginum mælt,, og var það 276 fet á hæð 108
fet í ummál að neðaix og 7 fet í þvermál 12 fet. frá
jörðu- Sum tré þar eru 376 fet á liæð og 34 fet, í
þvernxál. Tré er fallið hafa sýna merki til að
vera um 2,0000 til 2,500 ára gömul.
Stærsta bókhlaða í lxeimi er Biblitheque Nation-
al í París, stofnað af Lúðvík XIV. par eru 6,400,-
000 bækur, 300,000 bæklingar, 173,000 handrit, 300,-
000 landkort og sjókort, 150,000 peningar og med-
alíur. Myndasafnið er yfir 1,300,000.
Stærsta eyðimork í heimi er nefnd Sahara. Er
það stór hluti af Norður Afriku, og liggur frá At-
Jansliafinu að vestan til Níl fljótsins að austan.
Eyðimörkin er um 3,000 mílur á léngd og 900 mílur
á breidd að meðaltali. Flatarmál um 2,000,000 fer-
hyrningsmílur. Á sumrum er hitin afskaplegui- á
daginn en oft mjög kalt, á nóttumxi.
SÁNKTI KLAUS.