Sólöld - 01.01.1919, Side 6
4
SÓLÖLD.
og lilýða, því ekki skil eg. ”
Ilún sveif heim til jarðar á hálfu augnabliki,
skfeið þar inn í moldarkofann sinn, og fann þar að
lokum takmörkin, sem hún hafði leitað að, og hvíld-
ina, sem hún þráði.
SOLOLD
(Barnablað Vcraldar)
Gefin út af Voröld Publishing Co., Ltd.
Kemur út tvisvar á mánuði. Kostar
$1.00 um árið-
Ritstjóri: Sig'. Júl. Jóhannesson.
Ráðsmaður: J. G. Hjaltalín.
þrjú æfintýri
i.
Sál æskumannsins og engillinn.
Sál æskumannsins var eirðariaus. Hún æcidi
með hraða hugsunarinnar um alheimsrúmið, frá sól-
kerfi til sólkerfis frá óskapnaði til óskapnaðar.
pjiím af varðengium drottins tók eftir þessari
ungu sál, þar sem hann stóð á verði á landamærum
Ijósvakans og tllveruleysis. Tlann flaug í veg fyrir
hana og mælti:
“Að hverju leitar þú?”
“Eg er að leita að takmörkum tíma og rúms,”
svaraði sálin og stuiidi af mæði.
“Og hefir þú enn ekki fundið þau ?” sagði ong-
illinn.
“Nei, eg finn þau hvergi,” sagði sálin mæðu-
lega. “Eg hefi, meira að segja, týnt lengd og breidd,
hæð og dýpt, og öllum áttum í þessum feikilega hinr
ingeimi. —Og eg er orðin örmagna af þreytu.”
“Og þá hefir þú farið hart.”
“Já, eg hefi farið nokkuð hart,” sagði sálin-
“Eg fór, til dæmis, alla vetrarbrautina á enda á
cinum þúsundasta hluta eins augnabliks. ”
“Ekki er kyn, þó þú sért orðin þreytt,” sagði
cngillinn í meðaumkvunar-róm; “enda hefir þú leit-
að dálítið of langt.”
“Getur þú þá sagt mér, hvar eg get fundið tak-
mörk rúms og tíma.pg fengið hvíld?” sagði sálin og
tylti sér niður á ar í litlum ljósgeisla.
“Já, það get eg,” sagði engillinn blíðlega; “því
vita skaltu, að þú sjálf ert miðdepill allrar tilver-
unnar—miðpunktur hins mikla alheims-rúms — og
upphaf og endir tímans. Og þess vegna eru tak-
mörk tíma og rúms hið innra há sjálfri -þér. par,
og livergi annarsstaðar muntu finna þau og fá
hvíld. Farðu því heim aftur til jarðarinnar og
hvíldu þig — Og vcrtu nú sæl. ”
Og hann hreyfði ofurlítið vænginn um leið og
hann sagði síðuslu orðin.
“Vertu sæll,” sagði sálin. “Eg verð að trúa
II.
Dansmærin.
Einu sinni var dansmær, sem var svo fagurlega
limuð og mjúkleg í öllum lireyfingum, að hún þótti
bera langt af öðrum yngismeyjum. Hún fór um alt
landið og dansaði á öllum helztu leiksviðum. Og
að síðustu dansaði hún í sjálfri konungshöllinni- Og
eftir því, sem hún steig dansinn íéngur í hvert skift-
ið því elskulegra varð útlit hennar, og því meiri varð
yndisþokkinn, sem af henni lagði.
“Ó, hvað hún á gott, að þurfa ekkert að gera
nema að dan: a !” sagði cin liirðmærin.
“Og' að fá lof hjá öllu tignu fólki og' jafnvcl
sjálfum konnnginum,” sag’ði öhnur.
“Og að fá stóra hauga af gulli og gimsteinum,”
sagði hin þriðja.
“Ef eg væri í liennar sporum, þá væri eg sælli
en nokkur önnur manneskja í heiminum,” sagði
hin fjórða.
“En livað gerir hana svona fallega, þegar hún
dansar?” sagði kóngsdóttirin.
Engin af hirðmeyjunum gat svarað því.
Og éihhvérju sinni kallaði kóngsdóttirín hina
fi'íðu dansméy fyrir sig.
“Góða mín!” sagði kóngsdóttirin blíðlega,
“segðu mér nú í trúnaði af hverju ]mð kemur, að
litblærinn á andliti þínu verður jafnan svo fagur,
þegar þú tekur til að dansa, og verður því yndislegri
sem þú dansar lengur. ”
“Eg skal gjarna segja þér það, elskulega kóngs-
dóttir,” sagði hin fríða dansmær og hvíslaði í evra
hennar, svo'hirðmeyjarnar gætu ekki heyrt leyndar-
málið. “pað kemur af hinum sáru líkþornum, sent
eg hefi á fótunuin.
“Svona er hún sinásálarleg, ” hugsuðu hirðmeyj-
arnar og bí'unnu áf fórvitni; “hún ann okkur ekki
þess, að við fáum að vita um töfra-duftið, sem hún
ber á andlit sitl og gerir liana svona fallega, þegar
hún dansar. ”
En kóngsdóttirin geymdi leyndrmál dansmeyj-
arinnar til æfiloka.
III.
Nirfillinn og munkurinn.
Nirfillinn lá fyrir dauðanum. Heimkynnið
lians var hrörlegur inoldarkofi, sem stoð skamt frá