Sólöld - 01.01.1919, Síða 7

Sólöld - 01.01.1919, Síða 7
SÓLÖLD. 5 Korphaugum borgarinnar; rúmstæðið vai' úr ótelgd- uin röftum, en sængurfötin voru ólireinir tötrar og fáein hálmstrá. — Miðaldra munlcur sat við rúm- stokkinn og þuldi latneskar bænir. “Heldurðu að mín síðasta stund sé nú komiii?” sagði nirfillinn með veikri rödd. “Mannlegt líf er skammvint, ” sagði munkur- inn; “og æfidagar vorir eru áttatíu ár, þegar bezt lætur. En nú hefir þú níu um áttrætt.” “þá er þetta dauðinn !!” sagði nirfillinn. “Og þess vegna ber oss að vaka og bið.ja,” ragði munkurinn. “Eg geymi leyndarmál,” ragði nirfillinn ; “og það hefir læst sig um sál mína, eins og krabbamein- ið um iifrina, og- hvílir á mér eins og mara.” “Eg á dálitla gullfúlgu, sem nemur hartnær liundrað þúsundum dala,” sagöi nirfillinn, kjökr- andi; “og' eg hefi grafið alt þettá fé á afviknum :;1að. En til þess, að geta dregið þetta lítiiræði : aman, hefi eg alla æfi bórið þungar áhyggjur, ncitað mér um öll lífsþægindi, og lagt á mig ýmsar þraut-ir og meinlæti. — Og' nú veit eg ekki, hvað eg á að gera við þetta. ” “Oerum oss vini af þeim rangláta Mammon,” ; agði munkurinn. Og það var guðræknis-hreimur í röddinni. “En nú er ekl\i lengur tími til þcss,” sagði hinn deyjandi nirfill. “Og öll nánustu skvldmenni mín cru löngu dáin-” “þá er klaustrið og kirkjan,” sagði munkur- inn. “1 klaustrinu á sér stað all-mikil munaðarsýki, cn kirkjan er alt of glysgjörn,” sagði nirfillinn; “og vil eg ekki að þessir fáu gullpeningar mínir rcnni þangað.” “En fátæka liöfum vér jafnan hjá oss,” sag'ði munkurinn viðkvæmnislega; “og' það er syndsam- legt, að grafa pund sitt í jörðu.” “ Eg skal segja þér, hvað eg vil,” sagði nirfill- inn og reis upp við olnboga með miklum þrautuin; “eg vil gefa peninga mína þeim manni, sem getur sagt mér, livaða gagn eg hefi haft af því, að safna þeim saman.” “Eg skal ségja ?cr það,” sagði munkurinn. “þú liefir lœrt að þekkja, hvað jarðneskir munir eru léttvægir og lítils yérðir.” “Drottinn minn!” sagði nirfillinn, “sú þekking hefir sannarlega orðið mér næsta dýrkeypt!” “Og' á eg þá alt þitt gnll?” sagði munkurinn lilíðlega. “þú átt það alt saman, ” sagði nirfillinn og Iineig aftur á koddann. “Og hvar er f jársjóðurinn falinn'?” sagði munk- urinn og' laut ofan að hinum deyjandi manni. En svarið kom aldrei. — Nirfillinn var örendur. “Svona er mín hunda-heppni æ og æfinlega!” sagði munkurinn við sjálfan sig og nagaði hnúana. Eimreiðin. J. Mag-nús Bjarnason. Ýmislegt Fyrsli gufubátur fór upp Hudsonsflóann 1807. Pyrsti gufuketill í þessu landi var notaður 1820. Steinolía var fyrst notuð fyrir Ijós 1826. Fyrsti gufubátur úr járni var bygður 1830. Stál penninn var búinn til 1830. Gull fanst í Oaliforníu 1848. Ivristin trú var innleidd í Japan 1549. Pyrsta fréttablað í Canada byrjaði 1702. Pyrsta fréttablað í Bandaríkjunum var prentað í Boston 25. september 1790. Pyrsta bindindis félag í þessu landi var stofnað i Saratoga county, N.Y-, marz 1808. TIL SÓLALDAR. Aftur eg er orðin barn, þá opna Sólöld lít eg'. Hi'ifin yfir elli hjarn ungdóms gleði nýt eg'. Pjölguð lífs þá finn eg' not— fjör og- lærdóms þráin; gegnum tímans geisla brot, guða á sólar skjáinn. Ylinn þann sem æskan fól, inst í hugans ranni glæðir skilnings græðisól —glóð hjá irinra manni. læs eg marga línu þar, ljós, sem fróðleiks geymir; —VTnaðs stundir ylríkar, oft, þá hugann dreymir. É i i I § Ppp það lyl’tii' unglings sál efni slík að kanna. sem að kenna kærleiks mál, kveilvja þroskun sanna. Yndó. i % I 1

x

Sólöld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólöld
https://timarit.is/publication/538

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.