Smásögur handa ungmennum - 01.02.1910, Blaðsíða 4

Smásögur handa ungmennum - 01.02.1910, Blaðsíða 4
röddu; alt er að verða myrkt fyrir augum mjer, en Ijósið frá hæðum skín þó í gegnum þetta myrkur.c Alt í einu kom skyndileg breyt- ing á Martein, og Davíð fór til skipstjórans, og bað hann að koma til sjúklingsins. »Frelsari minn er að kalla mig upp til sín, skipstjóri,* sagði Marteinn, »Hann gjörir allan veginn bjartan með — sínu — —«. Svo komn fáein veikluleg andvörp, og á næsta var Marteinn kominn á fnnd Frelsara síns og Drottins. * * * Þetta skeði fyrir meir en 30 árum síðan, og nú er Davíð orðinn eigandi að litlu segl- skipi, vel efnaður maður, og mjög gæfusam- ur. Guðs orð eT reglan fyrir allri breytni hans, og Ijósið á vegum hans. Stór Ijósmynd af vitanum í fæðingarþorpi hans, hangir í far- rými hans, og hann hefir yndi af að segja skipshöfn sinni frá því, sem afi hans sagði honum um hann, og frá hinum síðustu orðum Marteins, er hann talaði um það, hversu ná- lægð Frelsarans varpaði björtu ljósi á leið hans yfir höfin dimmu. Nýlega sagði hann við einn af vinum sín- um: »Jeg hefi sjerstaklega miklar mætur á hverjum þeim ritningarstað, er tekur það fram, að Drottinn sje Ijós, en bezt af öllu er þó þetta: »að Drottinn er mitt ljós og mitt frelsi; hvern á jeg að hræðast?« Það er svo undravert, að vjer, aumir syndarar, megum með djörfung segja það um hinn heilaga og rjettláta Guð.« »Það er satt,« svaraði vinur hans, »en vjer dirfumst að segja það, af því að Hans elsku- legur Sonur endurleysti oss með sínu dýr- mæta blóði.« »Já, svo er víst, «sagði Davíð, »endurlausn vor er bæði fyrst og síðast Hans verk.« Petta rit er gefið út ókeypis, og að mestu leyti á kostnað »Children's Special Service Mis- siom (trúboð tilað stofna barnaguðsþjónustur), í London. Svo framarlega sem sannast getur, eru söguriiar bygðar á sönnum viðburðum. Eintök fást ókeypis til útbýtingar, hjá útgef- andannm, Arthur Gook, trúboða, Akureyri. Sallie kryplingur. Tvær litlar stúlkur, berfættar, tötrum búnar og óþrifalegar, stóðu eitt sinn að kvöldi dags útifyrir myndasölubúð einni, og horfðu hug- fangnar inn um gluggann. Önnur þeirra var mjög vansköpuð. Hún var alþekkt um alt nágrennið undir nafninu: „Sallie kryplingur.'1 Olíumálverk af lítilli stúlku, sem var að lesa brjef með miklum ánægjusvip, virðist vera upp- áhaldsmyndin hennar. Eftir að hún hafði virt hana fyrir sjer um stund með nákvæmri eftir- tekt, sagði hún við lagssystur sína: „Lítur hún ekki út fyrir að vera hamingjusöm, Polly? jeg vildi óska, að einhver sendi mjer brjef eða skilaboð, sem gjörðu mig jafn hamingjusama, en enginn hefir nokkurntíma gjört það.“ Heldri maður einn gekk hjá þeim í sömu svifurn, og heyrði hvað^Sallie litla sagði. Hann nam þá staðar og mælti: „Viltu koma með mjer? jeg hefi boðskap að flytja þjer frá ástríkum vin, sem elskar þig mjög innilega." „Ekki til mín, herra minn, yður hlýtur að skjátlast, en við skulum samt koma," sagði Sallie, mjög undrunarfull, og bjóst lil að fylgja honum. Hún og vinstúlka hennar hröðuðu sjer nú sem þær gátu á eftir heldri manninum, en þóttust þó altaf vissar um, að þetta hlyti að vera misskilningur. Bráðlega komu þau inn í vel lýsta skólastofu, þar sem hann talaði fyrir 300 tötralega klæddum“börnum Ijóst og einfalt út af þessum orðum: „Mannsíns Sonur er kominn til að leita að hinu týnda, og frelsa það." Sallie hlustaði á hvert orð með athygli; hún fann, að þetta var einmitt boðskapur til hennar, og hún meðtók hann í trú. Fám dögum síðar gat hún sagt með inni- legri gleði: „Hann leitaði mín og fann mig.“ Hefir þú nokkurntíma, kæri lesari, meðtekið í trú eitthvert af hinum náðarríku skilaboðum, sem hinn ástríki Faðir á himnum sendir öllum mönnum, — vegfarendunum á þessari jörðu? Ef þú hefir ekki gjört það, hefi jeg í dag hinn santa boðskap til þín frá Guði, sem Sallie fjekk: „Mannsins Sonur er kominn til þess að leita að hinu týnda og frelsa það.“ (Lúk. 19. 10.) Prentsmiðja Odds Björnssonar, Akureyri, 1910,

x

Smásögur handa ungmennum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smásögur handa ungmennum
https://timarit.is/publication/552

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.