Jólaharpa - 01.01.1910, Blaðsíða 12
1
JflöNGBÆKUR eru dýrar og er það eðlilegt, því nótnaprentun er miklu dýrari en á almennu
lesmáli, enda þarf pappír og frágangur allur að vera vandaður. Um ódýrar söngbækur spyrja
þó margir. Nýlega hefir mér gefist kostur á að kynnast mjög ódýrum og jafnframt ágætum
söngkenslubókum og það eru:
Tongers Taschen album
(Tongers vasabækur)
sem P. i Tonger bóksali í Köln í Þýskalandi gefur út. Bækur þessar eru ágætlega valdar til
kenslu og æfinga í söng og hljóðfæraslætti t. d. við piano, orgel, harmonium, fiðlu, gítar, horn
o. fl. hljóðfæri. Sumar eru bækurnar aðeins fyrir söng. Yfir 50 bindi eru komin út af bókum
þessum og kostar hver þeirra í bandi aðeins 1 krónu, og eru þó sumar yfir 300 bls. — Fyrir
Harmonium, sem algeng eru nú orðin hér á landi eru þrjár bækur í safni þessu: Harmonium
skóli eftir Heinrich Bungart og tvö sönglaga hefti eftir sama höfund. Skóla þennan hef eg nokkuð
kynt mér og þori eg hiklaust að mæla með honum sem ágætum æfingaskóla og er meira í
honum en þeim, sem hér er notaður eftir Staph og verðmunur afarmikill. Pá eru og í safni
þessu bækur fyrir þá, sem æfa sig á piano einnig eftir Heinr. Bungart, sem sjálfur er áerætur
pianoleikari (Klavier virtuos). — Pá eru söngbækur fyrir karlakór (2 bindi) og fyrir blandaðan
kór (159 lög). Katólsk kirkjusöngsbók (140 lög). Lúthersk kirkjusöngbók (170 lög). Gitarsskóli
eftir Carulli. Praktiskur söngskóli eftir A. Kriiger. Dans-album, marsar og m. fl. — Ennfremur
vil eg benda söngmönnum á annað safn, sem sami bóksali gefur út; það heitir
Tongers Chorschatz;
safn þetta er þrjú bindi og kostar hvert 2 krónur í góðu bandi í fyrsta bindinu eru 110
karlakórslög, í öðru 200 sömuleíðis og í þriðja 100 aríur og lög, alt fyrir karlakór.
Peir sem stunda sönglistina hér á landi, ættu að kynnast meira þýzkum söngbókum
en hingað til hefur verið venja. Þjóðverjar eru framúrskarandi í söngmentun og nú leggja hér
margir stund á að læra þýsku, sem fyrir nokkrum árum var næstum ókunn öðrum en lærðum
mönnum.
Sá sem vill verða góður söngfræðingur má ekki festa augað v ð einn punkt, hann
verður að horfa yfir alt, og kynna sér alt sem hann getur.
Reykjavík 30. nóv. 1910
OÓxvas ^otvsson.
Skýringar á skammstöfunum í burðar og ártíðaskránni.
Stafirnir d og / fyrir framan ártölin inerkja dáinn ogfœddur. Aðrar helztu skammstafanir eru:
Ág. — ágætur (virtuos); b. = belgiskur; d. = danskur; e. = enskur; f. = finskur; fiðl.
= fiðluleikari; fr. = franskur; h. == hollenzkur; ít. = ítalskur; k-t. = kirkjulagatónskáld; n. = norskur;
org. = organisti; pian. = pianoleikari; = pr. = prestur; r. == rússneskur; rith. = rithöfundur (söngrita);
sfr. = söngfræðingur; sk. = söngkona; sm. = söngmaður; sp. = spánskur; s.stj. = söngstjóri; sv. =
svenskur; sviss. = svissneskur; t. eða tónsk. = tónskáld; ung. = ungverskur; þ. = þýzkur.