Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Page 20

Eimreiðin - 01.01.1974, Page 20
EIMREIÐIN ekki sjálfur dregið þá út í hringiðuna, hefði þeir verið því fegnastir, að engin breyting hefði verið gerð í þessu efni. En það voru ákvarðanir forsetans, sem gerðu aðstöðu þeirra alls- endis óviðunandi. Annars vegar voru þeir livattir til að loka augunum fyrir stöðugri eflingu ólöglegra, hálfhernaðarlegra samtaka undir stjórn gæðinga forsetans eða annarra, sem voru enn æstari byltingarmenn. Hins vegar var þess krafizt, að þeir störfuðu í ríkisstjórn til að gæta „laga og reglu“ og fullvissa þjóðina um, að forsetinn færi að öllu samkvæmt réttum þing- ræðisreglum. Þar við bættist, að þeim var ógnað með tilraun- um manna í nánasta samverkamannahring forsetans til að grafa undan valdi þeirra innan hersins, eins og ljóst varð í sambandi við samsærið í flotanum, sem uppvist varð i júli 1973, að ógleymdri hinni opinberu áskorun vinar og samfor- ingja Allendes í Sósialistaflokknum, Carlos Altamiranos sena- tors, sem hét á flotann að geia uppreisn aðeins þrem dögum áður en efnt var til valdaránsins. Vart er hægt að hugsa sér öruggari aðferð til að hrinda af stað uppreisn meðal ábyrgra herforingja, og þegar litið er um öxl, vekur það raunar furðu, að liún skyldi ekki hafa verið gerð fyrr — eins og örugglega hefði orðið í öðrum Suður- Amerikulöndum. Þeir, sem kenna síðan uppreisnina vélahrögð- um „ráðastéttarinnar“, hafa því engan skilning á herforingj- um yfirleitt eða herforingjum Chile sérstaklega. Því fer líka viðs fjarri, að hin svonefndu „forstjóraverkföll“, sem voru undanfari valdaránsins, liafi í rauninni verið það. Vörubílstjórar þeir, sem lömuðu helming eða rúmlega helming allra flutninga í Chile með mánaðarlöngu verkfalli i septem- ber—október 1972 og síðan enn lengra verkfalli í júlí—septem- ber 1973, voru flestir sjálfseignarbílstjórar. Þeir beittu þeim ákveðnu efnaliagslegu og félagslegu verndaraðgerðum, sem eru sérkenni hinna svonefndu lægri miðstétta i Evrópu eða Norð- ur-Ameríku, því að þeir áttuðu sig á því, að þeim var ógnað með óðaverðbólgu og þeim ásetningi stjórnarinnar, sem þeir töldu vera, að eyðileggja lífsskilyrði þeirra með ríkiseftirliti eða eignarhaldi á atvinnuvegi þeirra. Ásamt smákaupmönnun- um, sem studdu þá, — að ógleymdum húsmæðrunum, sem voru orðnar þreyttar á sífelldum biðröðum og fóru liina frægu „skaftpottagöngu" í Santiago, sem var eitt hið áhrifamesta af fyrstu ummerkjum uppreisnarinnar, — mætti kalla þá Pouja- disía Chile. En hvernig sem menn reyna að beita hugarflugi sínu, er með engu móti h.ægt að kalla þá „forstjóra“ eða „yfir- ráðastétt“ eða segja, að þeir liafi notið einhvers konar „for- 20

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.