Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 22

Eimreiðin - 01.01.1974, Síða 22
EIMREIÐIN Cliile fyrir þremur í'jórðu hlutum erlends gjaldeyris landsins, var þetta verkfall þjóðinni að líkindum miklu dýrkeyptara en vörubílstjóraverkfallið, því að hægt var að vinna upp tjónið af þvi innanlands. Sendimaður einn frá V.-Evrópuríki sagði raunar við mig í Santiago, að þær tekjur, sem tapazt hefðu við tveggja mánaða verkfall í E1 Teniente, hefðu meira en nægt til að endurgreiða alla skuld Chile við ríkisstjórn lians, — skuld, sem Allende var þá einmitt að reyna að fá greiðslufrest á ann- að árið í röð. Það er rétt, að koparnámumennirnir voru blómi verkalýðs- ins í Cliile og þeir hafa vafalaust óskað, að svo yrði áfram. Að því leyti má ef til vill kalla þá „forréttinda“stétt, eins og verka- menn í kolanámum eða bílaverksmiðjum Bretlands, þótt ég dragi í efa, að Verkamannaflokkurinn brezki eða New States- man liafi átt við það, þegar þeir aðilar tileinkuðu sér kenning- una um „forréttindin“. Ég hygg á hinn hóginn, að það liafi verið áhrifameiri ástæða fyrir ókyrrðinni meðal námamanna, að þótt þeir gegndu mikilvægasta starfinu af öllum stritvinnu- mönnum landsins, urðu þeir enn verr fyrir harðinu á hnign- andi efnahag undir handleiðslu Allendes en aðrir verkamenn. Þeir gátu ekki aukið tekjur sínar — eins og landbúnaðar- eða iðnverkamenn — með því að selja afrakstur vinnu sinnar á svörtum markaði. Landbúnaðarverkamaður, sem gat liaft heim með sér kartöflupoka, nokkra kjúklinga eða nautskrof, gat aflað sér góðra tekna á svarta markaðnum, enda þótt laun lians væru óbreytt opinberlega og dýrtíðin ykisl hröðum skref- um. Iðnverkamaður, sem átti rétt á að kaupa hluta af fram- leiðslu verksmiðju sinnar á föstu, opinberu verði, gat selt þann varning á sex- til tíföldu verði (og gerði það), um leið og hann var kominn út fyrir verksmiðjuhliðið. En það hefðu vart ver- ið margir um boðið, þótt námamenn hefðu getað stolið híl- hlassi af kopargrýti.* Þannig voru koparnámumenn þvingaðir til sömu afstöðu og vörubílstjórar, kaupmenn og að kalla allir launþegar landsins *Þetta var jafnvel ekki útilokað undir lokin, slíkur var glundroðinn orðinn í efnahagslífinu. Þegar ég fór síðast frá Chile, um viku fyrir valda- ránið, ók ég yfir Andesfjöll til Argentínu, og þegar ég ók að tollskýlinu Chilemegin efst í fjallaskarðinu, kom ég að embættismönnum, sem voru að taka stóran, amerískan bíl í sundur og leggja á snæviþakta jörðina umhverfis hann eina smálest af koparstöngum, sem höfðu verið faldar í krókum og kimum í bílgrindinni. Koparmagn þetta hefði verið 2000 doll- ara virði í Argentínu — en það var mikill auður á mælikvarða Chile, enda jafngilti það þá fjórum milljónum escudos á svörtum markaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.