Ægir - 01.01.1924, Blaðsíða 23
ÆGIR
17
veiðist bæði við Atlantshafs- og Iíyrra-
bafsstrendur. Þá er sildin þar næst; 1918
var verðmæti síldarinnar 4,719,561 doll.
Síldveiðar eru reknar bæði austan slrand-
ar og vestan og einnig á vötnunum miklu,
enda þótt þar sé um aðra tegund að
ræða. 5. í röðinni eru humraveiðarnar,
sem að eins eru stundaðar við austur-
ströndina.
Útflutningur.
1918 voru hér um hil s/3 hlutar af
fiskafurðum Canada seldir úr landi; enda
er bæði saltfiskur og niðursoðinn fiskur
frá Canada þegar orðinn þektur um all-
an heim. í ófriðinum mikla, gafst fisk-
útflytjendum vorum ágætt tækifæri til
þess að tryggja sér erlenda markaði, er-
bæði Norðurlönd og Stóra-Bretland voru
útilokuð frá þeim. Þær fiskafurðir, sem
vér fiytjum aðallega út eru þessar: Nið-
ursoðinn lax, saltaður þorskur, söltuð
síld, makríll, alewife, ýsa, lýr (pollock)
og heilagfiski.
Hin síðari árin hefir fiskniðursuðuiðn-
aði vorum fleygt stórum fram, og nýjar
tegundir af fiskniðursuðuvörum koma
árlega fram á markaðinn og ávinna sér
hylli almennings.
Markaðir.
Aðalmarkaðir vorir, eru sem stendur
Bretland, Frakkland, Miðjarðaihafslönd-
in, Bandaríki N.-Am., Mið- og Suður-
Ameríka og Iíina. Talsverð hreyfing er
nú vor á meðal að reyna að ávinna oss
nýja markaði á suðurhvelinu (aur anti-
podes). Þess vegna hefir verið settur
kæli-útbúnaður í mörg af skiþum Can-
adian Government Merchant Marine, Ltd.
til þess að flytja út ískældan fisk og aðr-
ar þessháttar vörur, er kælirýmis þarfn-
ast og mun þetta hafa örfandi áhrif á
viðskifti vor við mörg erlend ríki.
þrátt fyrir það, að hinir erlendu mark-
aðir vorir hafi mesta þýðingu fyrir oss,
sökum þess hve víðtækir þeir eru, er þó
innanlandsmarkaður vor fyllilega þess
verður að honum sé gaumur gefinn.
Canadamenn eru engar fiskætur og er
það einkennilegt, þegar litið er á það, að
Canada telst meðal hinna meiriháttar
fiskframleiðandi landa. Pað hefir verið
gizkað á, að fiskneyzla vor 1919 hafi verið
sem svarar 20 pd. á mann í öllu land-
inu. Á Brellandseyjum er fiskneyzlan
sögð vera ca. 57 pd. á mann á ári, og í
Þýzkalandi hefir hún komist upp í 75
pd. á mann. Þó er ýmislegt því til fyrir-
stöðu að innanlands eftirspurn geti auk-
ist að mun fyrst um sinn. 1 fyrsta lagi
er langur járnbrautarflutningur frá fiski-
verunum til neyzlustöðvanna upp i landi.
í öðru lagi, erum vér fátækir af flutn-
ingavögnum á járnbrautunum og i þriðja
lagi vantar oss algerlega viðunandi ný-
týzku fisksölubúðir. Yfir höfuð er enn þá
ólag á söluaðferðum vorum. Þurfum vér
að veita þeirri hlið málsins nákvæma at-
hygli og almenningi fræðslu í þessum
efnum, til þess að ná betri árangri.
Vér Canadamenn færum oss eigi fylli-
lega í nyt fiskauðæfi vor. Vér höfum
greiðan aðgang að takmorkalausum birgð-
um af ódýrum og næringarmiklum mat-
vælum, og það ætti jafnt að vera i þágu
allrar þjóðarinnar og einstaklinga að
nota þau meir en gert er. Vér ættum að
taks oss einkunnarorðin:
Pund af fiski á mann á viku.
Þetta er afar hófleg krafa, þegar tekið
er tillit til hvatningarorða Breta, sem þó
eru komnir vel fram úr því að eta pund
á viku á mann; — en þeir segja: Etið
fisk einu sinni á dag!