Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1927, Síða 11

Ægir - 01.01.1927, Síða 11
Æ G I R 3 sumar, enda var yfirleitt fiskgengd þar mikil á grunnmiðum, eins og áður er tekið fram. Auk þessa voru gerðir út á þessu ári frá Vesturlandi 4 botnvörpungar. Norðurland. Afli byrjaði þar með fyrsta móti, eink- ími á fiskimiðuniim i kring um Grímsey og sóttu þangað um tíma margir bátar frá Eyjafirði og eins frá Ilúsavík. Tilraun þessi með þorskanet, sem byrjað var þar á árið áður og. getið er um í ársyfirliti mínu síð- astliðið ár („Ægi“ 12. tbl. 1925) var hald- ið áfram á þessu ári, en báru miklu minni árangur. Annars er þorskveiði Norðlend- inga frekar í afturför og stóð stutt, því allur fjöldi báta þar hætti þar snemma, og byrjuðu í síldveiðum, enda var i sumar meiri eftirspurn eftir síld en þorski, og síld- arverðið fór þar stöðugt hækkandi, en þorskverðið lækkandi. Alls aflaðist í Norð- lendingafjórðungi á þessu ári 15546 skpd., en árið áður 19719 skpd. Austurland. Þar byrjar vetrarvertíðin eins og á Suð- urlandi rétt eftir áramót. Bátar frá hinum norðlægari Austfjörðum, flytja sig til Djúpavogs og Hornafjarðar til þess að geta tekið á móti fiskgöngunni, þegar hún færist norður með landinu. í febrúarmánuði byrjaði að fiskast frá Hornafirði, en aðallega byrjaði ekki aflinn þar fyr en loðnan kom þangað inn á fjörð- inn og náðist alment til beitu, um og eftir 7. mars. Fylgdi henni fiskgengd mikil og Var þar þá mjög mikill afli um tíma, en fiskurinn gekk fljótt norður með og 24. niars er fiskur kominn fyrir alla Austfirði, alla leið norður fyrir Borgarfjörð. Erá Hornafirði gengu 29 bátar þegar þeir voru þar flestir og öfluðu þeir alls ca. 4 þús. skpd. Þegar vertíð lýkur, hætta flestir stærri mótorbátar á Austurlandi veiðum, þangað til kemur fram á haust, en að sumrinu eru veiðar þar aðallega stundaðar af árabátum og sinærri mótorbátum. Afli á árabáta var góður um tíma af sumrinu á Norðfirði og fleiri fjörðum. Þorskanetaveiði var stunduð af einum línubát á vertíðinni fyrir Austurlandi og aflaði hann í marsmánuði ca. 130 skpd. Alls nam aflinn á Austfjörðum á árinu ca. 32547 skpd., en 29302 árið áður, en af því eru um 6300 skpd. keypt af útlendum skipum, en ca. 2400 árið áður. Áður fyr veiddist að jafnaði árlega mikið af síld á Austfjörðum, en nú hefir hún brugðist þar um mörg ár. Það er fyrst nú í sumar, að hún loks gerir vart við sig aft- ur svo nokkru nemur og mun hafa komið þar talsvert af henni inn á firðina, en stóð þar tiltölulega stuttan tíma. Síldin gekk þar inn á firðina seinni hluta júlímánaðar og aflaðist töluvert í ágústmán- uði og fyrri hluta september en þá hvarf hún aftur. Alls veiddist þar til söltunar, nærri því eingöngu í kastnætur og dálítið í lagnet, 10618 tunnur. Sildveiðin í ár hefir bætt hag margra útgerðarmanna fyrir aust- an, því mest af þessari síld mun hafa verið seld allgóðu verði. Síldveiðin á árinu var mjög lítil. Það virðist svo sem fyrsta síldargangan hafi verið gengin fram hjá Norðurlandi, þegar veiðin almennt byrj- aði, og fyrstu skipin sem fóru út til veið- anna fiskuðu allvel i 2—3 daga, en síldin var mögur og illa hæf til söltunar og því meir seld síldarbræðslustöðvum, en allan á- gústmánuð og það sem eftir var sumarsins, fiskaðist mjög illa í snyrpinót, aftur á móti fiskuðu reknetaskipin þolanlega. Samtals var sildveiði íslendinga:

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.