Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1927, Side 12

Ægir - 01.01.1927, Side 12
4 ÆG I R Umdæmi: Saltað Kryddað Brætt tn. tn. mál ísafjarðar . . . . . . 10,791 354 5,354 Siglufjarðar . . 72,945 33,958 40,441 Akureyrar . . . . . . . 20,193 4,002 29,624 Seyðisfjarðar . . , .. 10,618 Samtals 1926: , . . 114,547 38.314 75,419 — 1925: . ,. 215,011 39,099 146,422 Auk þess fiskuðu Norðmenn hér við land og fluttu til Noregs 90004 tn. 1926, en 163000 tn. árið áður. Skipafjöldinn, sem síldveiðarnar stund- aði, bæði af íslendinga og Norðmanna hálfu, var mjög líkur bæði árin. Auk þess er mestur hluti af bræðslusíldinni fiskaður af norskum skipum. Samningsbundið verð var hjá þeim skipum, sem seldu afla sinn fyrir- fram, mun hafa verið 15—16 krónur málið til söltunar og 10—12 til bræðslu, og hafa því flest þau skip, sem voru bundin samn- ingum liðið mikið tap þegar að veiðin brást, aftur á móti munu flest þau skip, sem ekki voru samningum bundin hafa sloppið þolanlega, því verðið á síldinni ferskri hækkaði mjög þegar leið á sumarið, og séð varð fyrir að veiðin mundi verða lítil og var um tíma komið upp í 48 krónur fyr- ir tunnu af síldinni ferskri. Þetta verð var auðvitað í samræmi við verðið á síldinni saltaðri, sem var i byrjun vertíðar kring um 23 kr. fiskpökkuð tunna, en komst hæst í september upp í 60 kr., en lækkaði svo aft- ur, því eftirspurnin minkaði mjög snögg- lega, enda varð feitsíldarveiðin í Noregi með meira móti, og mun það hafa verkað eitthvað á sölu ísl. síldarinnar. Af feitsíld var saltað í Noregi í ár ca. 127 þús. tunnur, en ca. 101 þús. árið áður. Auk þess var síld- arverðið komið svo hátt, að búast má við, að það hafi dregið til muna úr notkuninni, ennfremur var selt til Svíþjóðar nokkuð af gamalli síld frá árinu áður, sem hafði legið óseld hér heima, og líklega verið orðin lé- leg vara, og hefir þetta alt hjálpast að, að lækka verðið á þessa árs framleiðslu, sem rnun nú vera komin niður í 35 kr. tunnan. Hve mikið íslendingar hafa getað selt af síldinni meðan hún stóð í háu verði, er ó- inögulegt að segja, því nokkuð af henni mun hafa verið selt fyrir fram fyrir lágt verð, en tiltölulega voru ekki miklar birgðir eftir óseldar hjá landsmönnum þegar verðið féll. Síldarbræðslustöðvarnar störfuðu allar á þessu ári, nema stöðin á Hesteyri við ísa- fjarðardjúp var ekki starfrækt, en í þess stað var bygð ný stöð á Siglufirði svo að tala þeirra, sem störfuðu í sumar var sú sama og í fyrra, eða alls 7 stöðvar. Togaraveiði og ísfiskssala. Eins og áður er tekið fram, var saltfisk- veiði togaranna í ár mikið minni en í fyrra. Aðallega stafar þetta af þvi, að þeim var haldið úti mikið styttri tírna, en það staf- ar af mjög lágu fiskverði og fjárhagsörðug- leikum yfirleitt, sömuleiðis hjálpaði kola- verkfallið í Englandi til, en það stóð yfir mikinn hluta sumarsins en þaðan fá tog- ararnir öll þau kol sem þeir brúka. Frá Englandi var því ómögulegt að fá kol, en kol þau, sem flutt voru frá Belgíu voru lítt hæf handa togurum og auk þess svo dýr (um 100 kr. smál.), að ekki gat komið til mála að útgerðin gæti látið skipin fiska með svo dýrum kolum. (Áður var verðið kr. 50 eða minna). Flestallir togararnir hættu því veiðum í júníbyrjun og lágu eftir það fram á haust, nema tveir, sem fóru á saltfiskveiðar um tíma vestur fyrir land, og einstöku skip, sem stunduðu ísfiskveiðar, þegar leið á haustið. Skipafjöldinn var líkur bæði árin; 1926 gengu 43 togarar frá Reykjavík og Hafnarfirði og öfluðu samtals 79724 skpd. af fiski. Starfstími allra þessara skipa var

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.