Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1927, Síða 23

Ægir - 01.01.1927, Síða 23
Æ G I R 15 Skal nú getið um liið helsta, sem félagið hefir haft á prjónunum undanfarið. Félagið gekst fyrir því á fyrri árum sín- um, að reist var fiskisafn í Bodey, mynd- aríegt hús. Fiskasafn þetta er á vegum fé- lagsstjórnarinnar, og leggur fél. safninu 1500 kr. styrk árið 1924—25. Þá hefir félag þetta ávalt veitt smá-upp- hæðir til byggingar íshúsa á þessum slóð- um. Á fjárhagsáætl. 1925—26 er gert ráð fyrir 10 þúsund kr. í þessu skyni. í Noregi eru íshúsin eigi að jafnaði gróðafyrirtæki, að því er virðist, eins og hér. Ríkissjóður hefir veitt meiri og minni upphæðir til ís- húsbygginga, auk þess sem fiskifélögin miðla lil þeirra. Sá ég í blöðunum norsku í vor óánægjuraddir yfir því, að núverandi stjórn hafði eigi tekið upphæð í þessu skyni í fjárlagafrv. sitt. íshús þessi munu og að miklu reist með það fyrir augum að geyma nýjan fisk, sem seldur er innan lands. Félagið hefir og veitt smá upphæð til eftirlits með sendingum á nýjum fiski. Til samvinnufræðslu hefir félagið veitt 4000 kr. (1924—25). Hefir það haft sam- vinnu við Búnaðarfélag Noregs (Selskab for Norges Vel) í þessu efni og' fengið nokkuð af fjárhæð þessari aftur hjá því félagi og notið aðstoðar samvinnufræðara félagsins. Var haldinn fundur í Bodey haustið 1924 af ýmsum áhugasömum mönnum og þar kosin nefnd til þess að ihuga framkvæmd- ir í þessu efni. Nefnd þessi samdi uppkast að lögum fyrir „samkaupafélag fiskimanna í Norðurlandi, og sömuleiðis lagauppkasl fyrir smærri félög innan veiðistöðvanna, er setlast mun til að standi í sambandi við ofangreint samband. „Því miður komst fé- lag þetta eigi á laggirnar í sumar“, segir í siðustu skýrslu, „en það eru góðai' horfur á því, að það komist á stofn að einhverju á næsta ári“. Fyrirlesari Fiskifél. Norður- lands. Hagb. Henriksen, kveðst hafa verið í þessum störfnm í 95 daga og haldið 27 fvrirlestra í eyjuin og bygðahverfum á Helgalandi. Var jafnframt unnið að því, að fá fiskimenn á þessum slóðum til þess að gerast stofnendur samkaups-félagsins sem áður getur. Hafði verði gert ráð fyrir, að 3—400 myndu vilja gerast stofnendur á þessu svæði, en eigi urðu þeir svo margir", segir fyrirlesarinn. —- Upplýsingastarfsemi stöðug, greiðir hest fyrir þessu máli“, segir hann enn fremur í skýrslu sinni. Formað- ur félagsins, R. Sannes, kvað og tilætlun stjórnarinnar, að halda samvinnustarfinu áfram með festu og gætni. Efna ekki til stórrar kaupsýsluverslunar fyrst í stað, en hyrja smátt og feta sig smám saman á- fram. Fiskifélag þetla heldur og uppi leiðbein- ingastarfsemi í þurfiskverkun. Er það Hagln Henriksen, annar þeirra manna, sem hing- að kom til lands árið 1921, sem hefir haft starf þetta með höndum þarna í fylkinu, og sami maður og hafði á hendi samvinnu- fræðsluna. Hann hefir dvalið í verstöðv- unum í Lófót á vertiðinni, komið á fisk- móttökustaðina og í fiskkaupaskipin, litið eftir og leiðheint með slæging og söltun fiskjarins. Sömuleiðis hefir hann ferðast á vorin milli þurkunarplássanna. Saltfisk- urinn er að mjög litlu leyti þurkaður ná- lægt aðalveiðistöðvunum í Noregi, heldur er hann fluttur viðsvegar á þurkunarsvæði meðfram ströndinni. Félagið hefir og haft samskonar eftirlitsmann á Finnmörk og mun hann hafa hagað störfum sínum á sama hátt og getið hefir verið. Enn fremur hefir á félagsfundum verið gerðar ýmsar samþyktir um fiskveiðamál, svo sem bann gegn snyrpinótaveiðum á fjörðum, út og frá fylkinu. í Noregi er víða barist fyrir að friða vissa firði fyrir snyrpi- nótaveiðum. Félagið hefir og ávalt beitt sér fyrir aukning og bygging vita á þessum slóðum. Loks hefir félagið unnið að því, ásamt

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.