Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1927, Side 25

Ægir - 01.01.1927, Side 25
Æ G I R 17 stétlin og þjóðin yfirleitt er, lætur þar eigi staðar numið. Mönnum er yfileitt farið að skiljast það, að glundroðinn og skipulags- leysið er átumein efnalegrar velmegunar, jafnt sjávarmanna sem sveita. Árið 1900 var stofnað fiskimálastjóra- embættið (Fiskeridirektörens Kontor) í Björgvin. Var það að miklu að hvötum fiskifélaganna, einkum Norðurlandsfélags- ins, að emliætti þetta var sett á stofn. Fiski- mönnum þótti ófullnægjandi að eiga öll fiskimájefni undir stjórnarskrifstofunum í Osló, þar sem engin trygging var fyrir sér- þekking í þessum málum. Undir fiskimálastjóra eru þessir starfs- menn og stofnanir: Tveir erindrekar með fiskiveiðaþekk- ingu, skrifstofustjóri, lögfræðisráðunautur og fjöldi skrifstofufólks. Skrifstofan hefir • með höndum samning allra fiskiskýrslna, iitfiutningsskýrslur sjávarafurða og vatna, og birtir skýrslur þessar í vikublaðinu „Fiskets Gang“ sem gefið er út af fiski- málastjóranum. Hafrannsóknardeildin stendur og undir fiskimálastjóra. Þar starfa tveir vísinda- ráðunautar ásamt tveim aðstoðarmönnum. Tvö hafrannsóknaskip E/S. Michael Sars og bifskipið Johan Hjort eru sömu- leiðis undir stjórn hans. Sömuleiðis rann- sóknarstöð fyrir fiskiafurðir (efnafræðis- stofa) og ég hygg klakstöðin við Arendal. Þá eru fiskveiðaumsjónarmennirnir (Inspektörer ved saltvandfiskerierne) starfsmenn fiskiinálastjórans. Þeir eru fimm og hafa sitt svæði eða landshluta. Nær syðsta umsjónarmannsumdæmið að Líð- andisnesi, með aðsetri í Arendal; annað tekur yfir Rogaland, Hörðaland, Sogn og firði, umsjónarm. situr í Haugasundi; hið þriðja nær yfir Mæri og Þrændalög, heimili umsjónarm. á Fjörtoft hjá Álasundi, fjórða umdæmið nær yfir Norðurlands og Troms- eyjar-fylki, umsjónarin. búsettur nálægl Svolveri, og hið fimta yfir Finnmörk, heim- ili umsjónarmanns í Varðey. Eg átti tal við einn umsjónarmanninn, Knudt Otterlei, þann sem áður er nefndur, og fræddi hann mig nokkuð um starfssvið þessara fiskveiðaeftirlitsmanna. Þeir eru í stuttu máli leiðbeinendur og eftirlitsmenn um alt er að fiskveiðum lýtur og gefa fiskmálaskrifstofunni þær upplýsingar er hún æskir eftir, og munu haga störfum sinum eftir því sem best þykir henta í hvert skifti og á hverjum stað. Verkefni þeirra skildist mér nokkuð yfirgripsmikið og ekki fastákveðið. Virtist mér starfssvið þeirra í mörgum efnum svipað og okkar erindreka Fiskifélags íslands. Þó hafa þeir ekki á höndum söfnun aflaskýrslna. Á vetravertíðinni eru og eftirlitsstjórar (opsynschefer) á fiskveiðasvæðunum. Einn á svæðinu kring um Haugasund um síld- veiðitímann; annar í Sogni og fjörðum, þriðji á Mæri og Raumsdal og fjórði í Ló- fót. Undir þeim eru aftur eftirlitsþjónar (opsynsbetjent) í hverri verstöð. Eftirlits- stjórarnir mega teljast nokkurskonar lög- reglustjórar liver í sínu umdæmi. Þeir birta prentaða skýrslu að vertíð lokinni. Eg náði í skýrslu eftirlitsstjórans á Mæri, er var settur, P. Rönneslad erindreki fiskimála- stjóra. Þar sé ég að í veiðistöðvpnum á þessum slóðum eru umfangsmiklar fisk- veiðasamþyktir, um hvenær og hvar megi leggja veiðarfæri i sjó, hvenær bátar megi fara til fiskjar að morgni, m. fl. Eftirlits- stjórarnir hafa á hendi söfnun aflaskýrsln- anna ásamt undireftirlitsmönnum, er safna í verstöðvunum og síma eftirlitsstjórum. — Sagði mér P. Rönnestad erindreki, að starf þetta væri umfangsmikið og mjög ónæðissamt. Sífelt bærust kvartanir og kær- ur yfir brotum á fiskveiðasamþyktunum, sem eftirlitsstjóra bæri að jafna eða vísa til dómstóla, ef ekki fengist jafnað með

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.