Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1927, Qupperneq 26

Ægir - 01.01.1927, Qupperneq 26
18 Æ G I R sætt eða seklargreiðslu í stað. í áðurnefnilri skýrslu sé ég að 37 skipráðendur hafa ver- ið sektaðir á vetrarvertíðinni 1925, en frem- ur lágar hafa sektirnar verið, því þær hafa einungis numið 610 k. als. Sumir eru sekt- aðir fyrir að hafa dregið veiðarfæri að næt- urlagi, aðrir fyrir að haf farið til fiskjar á helgidegi, nokkrir fyrir ógreinileg merki á bátum. Allmargar kærurnar tókst og eftir- litsmönnum að jafna. — Þá væri oft erfitt að ná saman fiskskýrslunum úr veiðistöðv- unum sem gert er vikulega. Skýrslusöfn- unin hei'ir eigi verið lögboðin fyr en nú. Fiskimat og síldarmat stendur og undir fiskimálastjóra. — Yfirfiskimatsmenn eru fjórir og eru þeir húsettir í Björgvin, Ála- sundi, Kristjánssundi og Bódey. Síldarmats- menn eru taldir ellefu. Fiskimálastjórinn fær til umráða af fjár- lögum stórþingsins upphæð þá, sem veitt er til fiskveiðamálefna og gengur til starfs- manna og stofnana þeirra, sem taldar eru, auk ýmislegs annars, sem hér er ekki greint. Hafa verið veittar hin siðari árin 1%—1% miljón kr. í þessu skyni, en nú var búist við að upphæð þessi ju-ði færð niður í 1 miljón 300 þús. kr. Fiskiráð skipað 19 fulltrúum, ráðstafar fé þessu og heldur það fund einu sinni á ári í Björgvin, eða annarstaðar þar sem fiskimájastjóri ákveður. Þessir 19 fiski- ráðsfulltrúar eru kosnir einn úr hverju fylki, sem að sjó liggur, en Finmörk, Norð- lands- og Mæra-fylki sendir tvo fulltrúa hvert; auk þess hafa og Þrándheimsbær og Björgvin sinn fulltrúann hvor. Fiskiráðið tekur og ýms fiskiveiðamálefni til umræðu og ályktunar. Það virðist í fljótu bragði vera nokkuð hliðstætt Fiskiþingi okkar, en annars hefi ég ekki tök á því, sem stendur, að greina hver er ihlutanaréttur þess í þess- um málum. Af framanskráðu cr það ljóst, að valds- svið fiskimálastjórans er býsna umfangs- mikið. Hann hefir yfir að ráða nokkurs- konar stjórnardeild, fiskimálefnadeikl, með fjölda af starfsmönnum og stofnunum, sem skýrt hefir verið frá, og er þó vafalaust margt ótalið, sem mér er ekki kunnugt um. — Finst mér eðlilegast að saina yrði stefnt að hér á landi í að draga sérmál fiskveið- anna — og landbúnaðar undan stjórnar- skrifstofunum og fela þau Fiskifélagi (og Búnaðarfélagi). AÍþingi hefir eftir sem áð- ur fjárveitinguna í höndum sér, í einu lagi — og — lagasmíðið. Það ætti að nægja. — Að öðru leyti er það ekki ætlun min í þess- ari grein, að draga ályktanir af því, sem hér hefir verið tínt til um norsku fiskifé- lögin og tilhögun fiskveiðamálefnanna, þar í landi né heimfæra það upp á íslenska stað- hætti, heldur að gefa yfirlit um hvernig þessum málum er fyrir komið hjá frænd- þjóð okkar og það hefi ég reynt að gera eftir því sem mér var unt, af fáum skýrsl- um, sem ég hefi g'etið, og oftast af stuttu viðtali við menn víðsvegar, eins og oft verður að sætta sig við á ferðalögum. ísafiiði 17. desember 1920. Kristján Jónsson, frá Garðstöðum. ísfiskssala í desember. 14. dcs £ 1038 U. — £ 1314 14. — £ 992 Hannes ráðh. . . 15. — £ 927 Sami f. Skallagr. 15. — £ 293 16. — £ 800 Sami f. Skallagr. 16. — £ 280 21. — £ 500 Snorri goði .... 27. — £ 1364 27. — £ 860 Gulltoppur .... 28. — £ 859 Tryggvi gl. ... 30. £ 681 Ólafur 30. £ 670 Vant. hjá sama 14. sept £ 40 £ 10.618 Aður birt frá siðara misseri .... £ 57.118 Samtals ísfiskssala fyrra misseri 1926 £ 37.736 £ 83.337 Samtals á árinu £ 151.073 Farin var 131 ferð, er Jivi meðalsala i ferð rúmlega 1153 £. Gengi á £ var kr. 22.15 alt árið.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.