Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1953, Side 19

Ægir - 01.01.1953, Side 19
Æ G I R 13 inn 1909, að Óslcar hafi verið einhver sá mesti fjör- kálfur, sem hann hafði kynnzt um sína daga „og lét sér aldrei bregða, hvað sem að höndum bar“. Sextán ára fór Óskar til Danmerkur og réðst þar til garðyrkjustarfa með ráði Einars Helgasonar garð- yrkjuráðunauts Búnaðarfé- lags Islands. Sætti Óslcar hörðum aga hjá bónda þeirn á Amager, sem hann vann fyrst hjá við garðyrkju- störfin. Kvaðst hann hafa lært hjá bónda þessum stundvísi og að vakna snemma á morgnana. En þetta voru eiginleikar, sem síðan fylgdu Óskari. Einn vetur var Óskar á lýðskóla í Danmörku, áður en hann hvarf aftur til ís- lands. Sneri hann heim, er honum hafði borizt frétt um, að faðir hans hefði drukknað á Viðeyjarsundi. Árin 1913—1914 stundaði Ósltar garðyrkjustörf að Reykjum í Mosfellssveit. ^agði hann svo sjálfur: „Ég hafði ekki vermihús eins og nú, en vermireiti við hvera- hita. Ég hlóð upp baklcana á hveralækjunum og setti járnplötur yfir þá, setti inold ofan á plöturnar og umgerðir og gluggakarma ofan á það. Þetta urðu vermi- reitir, þar ræktaði ég margt; kál, agúrkur °g ni. a. tómata, og munu það vera fyrstu tómatarnir, sem ræktaðir hafa verið á Is- landi.“ Vorið 1915 réðst Óskar sem plægingarmað- U1 hl Búnaðarsambands Kjalarnessþings. Stundaði hann þau störf með miklum dugnaði. Við þessi jarðyrkjustörf kynntist hann m. a. Þórði lækni Sveinssyni á Kleppi, ÓSKAR HALLDÓRSSON og urðu þeir aldavinir upp frá því. Þetta sama sumar var hann einnig hrossakaup- maður, hélt marga hrossamarkaði víðs veg- ar um Suðurland og seldi nokkur hundruð hrossa til útlanda. Óskar sagði svo, að hann hafi aldrei kunnað við sig við landbúnaðarstörfin, „komst sannast að segja óvart inn i land- húnaðinn, því að ég var sendur í sveit að Hvanneyri vorið sem ég fermdist sem bald- inn Reykjavíkurdrengur“.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.