Ægir - 01.11.1955, Page 10
280
ÆGIR
Fiskaflíim 30. sept. 1955 (Þyngd aflans í skýrslunni er alls staðar miðuð við
Nr. Fisktegundir ísaður fiskur Til frystingar kg Til herzlu kg Til niðursuðu kg Til söltunar kg
Eigin afli fiskisk. útfl. af þeim, kg Keyptur fiskur í útfl.- skip, kg
1 Skarkoli 651 87.756 —
2 Þykkvalúra 221 — 7.670 — — —
3 Langlúra 78 — 600 — — —
4 Stórkjafta — — 490 — —
5 Sandkoli — — 37 — — —
6 Lúða 9.433 — 53.656 — —
7 Skata 491 — — —
8 Þorskur 722.719 — 1.762.531 211.515 — 369.364
9 Ýsa 63.407 — 378.508 — 45.224
10 Langa 14.074 — 413 500 — 440
11 Steinbítur 9.514 — 57.158 — —
12 Karfi 857.170 — 13.027.442 — —
13 Ufsi 279.328 — 449.484 19.610 — 157.842
14 Keila 9.065 — — 1.320 — 6.325
15 Sild 172.750 — — — — 6.546.045
16 Ósundurliðað .. .. 695 — — —
Samt. sept. 1955 . .. 2.139.596 — 15.825.745 232.945 45.224 7.080.016
Samt. jan/sept 1955 2.868.044 29.109 138.447.217 55.198.284 266.414 128.649.547
Samt. jan/sept 1954 2.822.886 — 147.684.188 47.504.096 264.890 98.596.183
Samt. jan/sept 1953 1.654.007 — 74.781.965 74.756.785 170.365 109.862.215
af því að ekki er nauðsynlegt og ekki er
með sanngirni hægt að vænta þess, að
ríkisstjórn biðji aðrar þjóðir leyfis til að
notfæra sér réttindi, sem henni ber að al-
þjóðalögum, í máli, sem varðar sjálfa lífs-
afkomu þjóðarinnar. Brezkir togaraeig-
endur höfðu áður notið sérréttinda í skjóli
sérstaks samnings, sem nú hefur verið
felldur úr gildi. Þeir eiga ekki kröfu á
neinum frekari sérréttindum.
Afstaða Bretlands er á hinn bóginn,
eins og ríkisstjórn þess hefur hvað eftir
annað viðurkennt, sú, að enda þótt ís-
lendingar hafi rétt til að hagnýta sér
grunnlínukerfið, hefði átt að semja um
val grrmnlínupunktanna við Bretland (og
þá væntanlega öll önnur lönd, svo að sam-
kvæmni sé gætt). Því er ennfremur hald-
ið fram, að takmörkin hefði átt að setja
þrjár mílur frá grunnlínum. Augljóst er,
að Bretland hefði ekki fallizt á þær ráð-
stafanir, sem gerðar voru. Eina rökrétta
ályktunin var því óumflýjanlega sú, að til
þess var, og er vísast enn, ætlast að ís-
lenzka ríkisstjórnin afsali sér hluta af rétt-
indum sínum og gefi þannig brezkum tog-
araeigendum rétt til að talca það, sem þeim
ber ekki réttur til. Þetta er hinn raunveru-
legi kjarni málsins.
íslenzka ríkisstjórnin getur ekki kveð-
ið of sterkt að orði, þegar hún segir í fullri
hreinskilni, að hún sé ekki reiðubúin að
líta á formúlu, sem mælir svo fyrir, að ann-
ar aðilinn skuli „gefa“ og hinn „taka“,
sem rétta lausn á þessari deilu. Þessi krafa
verður enn ósanngjarnari í Ijósi þeirrar
staðreyndar, að brezkir togaraeigendur
hafa greinilega hagnazt á þeim ráðstöfun-
um, sem gerðar voru, vegna stóraukins
afla á íslenzkum fiskimiðum.
Friðunarráðstafanirnar, sem ollu lönd-
Framhald á bls. 288.