Ægir - 01.11.1955, Síða 14
284
ÆGIR
Herferð <£ecgn háhyrningnum
Svo sem lesendum Ægis mun kunnugt
af fréttum, hefur netjatjón reknetjabáta
í Faxaflóa af völdum háhyrnings oft verið
mikið á þessu hausti. Hefur jafnvel legið
við borð, að menn gæfust upp við veiðarn-
ar af þessum sökum.
Reynt hefur verið að halda háhyrningn-
um frá reknetjasvæðinu með skothríð, og
hefur hvort tveggja verið gert, að sérstak-
ir bátar hafa verið vopnaðir í því skyni og
reknetjabátarnir hafa einnig haft byssur
um borð. Þá hafa varðskipin einnig veitt
aðstoð sína.
Er það álit sjómanna, að af þessari
gæzlu hafi orðið mikið gagn, en ekki hefur
verið unnt að koma í veg fyrir miklar
skemmdir af völdum háhyrningsins.
Raddir hafa verið uppi um það, að til-
raun yrði gerð til að granda hvölum þess-
um með flugvélasprengjum, en skoðanir
verið skiptar um það mál.
Það var samt afráðið, eftir að varnar-
liðið á Keflavíkurflugvelli hafði tjáð sig
reiðubúið til þess að láta í té flugvél og
sprengjur, að gera tilraun til að herja á
háhyrninginn með sprengjukasti. Hinn 14.
okt. s.l. var farið í fyrsta leiðangurinn.
Var þá flogin yfir 500 mílna vegalengd
umhverfis Reykjanesskaga, djúpt og
grunnt, án þess vart yrði háhyrnings, enda
voru veðurskilyrði ekki sem heppilegust.
Að morgni hins 17. okt. s.l. var farinn
annar leiðangur og nú í ákjósanlegu veðri.
Sáust þá allmargar háhyrningsvöður og
tókst að granda allmiklum fjölda þeirra
með sprengjukasti. Brá svo við, að næstu
daga á eftir varð ekki vart háhyrninga á
veiðisvæðinu. Aðfaranótt 26. okt. s.l. fóru
bátarnir til veiða eftir nokkurt hlé, sem
hafði orðið vegna veðurs, og varð þá aftur
vart háhyrnings og nokkurt tjón varð á
netjum. Að morgni þe^s dags fór flugvél-
in enn í leiðangur og tókst, við góð veður-
skilyrði, að granda miklum fjölda háhyrn-
inga. Reynsla, sem af þessum aðgerðum
er fengin, virðist benda í þá átt, að unnt
ætti að vera að halda háhyrningnum í
skefjum á þennan hátt, og er það von
manna, að með þessu sé fundið ráð til að
koma í veg fyrir hið gífurlega tjón, sem
hlotizt hefur af völdum háhyrningsins
undanfarnar reknetjavertíðir.
Af hálfu Fiskifélagsins hefur Agnar
Guðmundsson skipstjóri stjórnað flugleið-
angrum þessum.
FiskveiiHasjóður tslamls 50 áru.
Hinn 10. nóv. 1905 voru staðfest lögin
um Fiskveiðasjóð Islands. Það er því nú
um þetta leyti liðin rétt hálf öld frá því
Fiskveiðasjóðurinn varð til. Nokkur drátt-
ur varð hins vegar á því, að sjóðurinn
gæti tekið til starfa, og var það ekki fvrr
en árið 1907.
I tilefni af 40 ára starfsafmæli Fisk-
veiðasjóðsins árið 1947 birtist í Ægi, frá
hendi þáverandi ritstjóra, Lúðvíks Krist-
jánssonar, ýtarleg grein um sjóðinn, þar
sem á skýran og skemmtilegan hátt er
rakinn aðdragandi lagasetningarinnar og
þróunarsaga sjóðsins í fjóra áratugi. Ekki
verður því farið út í það hér að rekja þá
sögu, en í næsta hefti Ægis mun verða
skýrt nokkuð frá hag sjóðsins eins og hann
er nú og fleiru í því sambandi.
Vill Ægir hér með senda Fiskveiðasjóði
íslands beztu árnaðaróskir í tilefni af
þessu merkisafmæli, og er sú ósk jafn-
framt borin fram, að gengi hans megi
vaxa íslenzkum sjávarútvegi til eflingar.
D. Ó.