Ægir

Volume

Ægir - 15.06.1977, Page 9

Ægir - 15.06.1977, Page 9
EFNISYFIRLIT: Þokkalegt ár Heildaraflinn 1905— 1976 Skipting afla eftir veið- arfærum 1976 Skipting afla eftir skipagerðum 1976 Afli 0g aflaverðmæti árin 1973—1976 Hagnýting fiskaflans árið 1976 Hramleiðsla sjávar- afurða 1973—1976 ■'iagn 0g virði útflutn- ings eftir afurða- Hokkum 1967—1976 ^ ei'ðmæti útfluttra sjáv- arafurða til einstakra markaðssvæða Hvalveiðarnar 1974— 1976 Verðmæti útfluttra s.iávarafurða til ein- stakra markaðslanda k'Oðnuveiðarnar 1976 j... íármunamyndun og ■'armunaeign í sjávar- p. .. Útvegi •l°ldi sjómanna á fiski- skipaflotanum 1976 Piskiskipastóllinn í Tr árslok 1976 ejagllÝting fiskaflans í rstökum landshlutum 0S verstöðvum 1976 Togararnir 1975 185 186 187 187 188 189 191 193 194 194 195 195 196 196 197 199 212 ÚTGEFANDI: fiskifélag (slands höfn. ingólfsstræti SlMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 2000 KR. PR. ÁRG KEMUR ÚT HALFSMÁNAÐARLEGA RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 70. ÁRG. 10.-11. TBL. 15. JÚNÍ 1977 1976 — Þokkalegt ár I þessu hefti Ægis eru birt- ar yfirlitstölur yfir megin- drætti í framvindu sjávarút- vegsmála á síðasta ári. Eins og öll önnur ár reyndist það hafa sínar dökku og björtu hliðar. Ekki er ætlunin hér að draga fram einstakar hliðar en vísað er til talnanna, sem tala sínu máli. Ein er þó sú hlið, sem töl- urnar segja lítið um, en hún er að árið færði okkur vissu um endanleg yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Verði ekki samið um frekari veiði- heimildir er sá dagur innan sjónmáls þegar þessi yfirráð verða að einkarétti til nýting- ar auðlinda innan lögsögunn- ar. Verður þar með lokið hart- nær þrjátíu ára markvissri baráttu fyrir þessum rétti. Er það vel, en í hita bardagans hefur okkur gleymst ýmislegt. Eitt er það að jafnhliða því að við öðlumst þennan rétt fá önnur ríki hann einnig. Allar líkur eru á að þessi nýja skip- an valdi miklum breytingum á fiskveiðum heimsins eink- um og sér í lagi við norðan- vei't Atlantshaf. Ljóst er að ýmis ríki sem nú eru ýmist samkeppnisaðilar við okkur um markaði eða taka við sjáv- arafurðum af okkur fá yfir- ráð yfir geysimiklum auðlind- um. Til að mynda fá Bandarík- in yfirráð yfir botnfiskstofn- um, sem áætlað er að gefi af sér tæplega 3.5 milljónir tonna á ári. Þeirra veiði hefur verið innan við 200 þús. tonn á ári og geta þeir þannig nánast tuttugfaldað sína framleiðslu. Miðað við neyzlu í Bandaríkj- unum gætu þeir flutt út allt að % af þessu magni. Svip- uðu máli gegnir með Kanada- menn að þeir geta aukið sína framleiðslu verulega. Báðar þessar þjóðir eru sér vel meðvitandi um þá mögu- leika sem þeim opnast með aukinni lögsögu og hjá báðum er unnið af fullum krafti við áætlanagerð, sem miðar að hagnýtingu þessara mögu- leika. Hafa þær þegar gefið þessar áætlanir út í frumdrög- um. Samkvæmt Bandarísku áætluninni er t.d. gert ráð fyr- ir að auka botnfiskafla hart- nær fimmfalt eða í tæpa eina milljón tonna á næstu sjö ár- um. Er við það miðað að þessi aukning mæti aukinni eftir- spurn eftir fiski á Bandaríska markaðnum. Augljóst er, að þær breyt- ingar sem verða á næstu ár- um og áratugum koma til með að þrengja okkar kosti í all- ríkum mæli. Það er því fylli- lega tímabært að staldra við og hugsa og reyna að marka heildarstefnu, sem er í sam- ræmi við nýjar áður óþekktar aðstæður.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.