Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.08.1977, Qupperneq 8

Ægir - 15.08.1977, Qupperneq 8
Fiskimálanefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) Nýlega er komið út ársrit fiskimálanefndar OECD um fiskveiðar, framleiðslu og sölu fisk- afurða á s.l. ári. Rit þetta hefur nú komið út um allmargra ára skeið, eða síðan 1968 og nýtur vaxandi vin- sælda, enda eina ritið sinnar tegundar, sem kunnugt er um. Fiskimálanefndin hefur starfað í nær 16 ár. Átti ísland drjúgan þátt í að koma henni á laggimar á sínum tíma. Alls senda 21 ríki full- trúa á nefndarfundi: Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Finnland, Frakk- land, Grikkland, Holland, írland, ísland, ítalía, Japan, Kanada, Noregur, Nýja-Sjáland, Portú- gal, Spánn, Svíþjóð, Tyrkland og Þýzkaland (Sambandslýðveldið). Auk fyrrnefndra ríkja eiga Austurríki, Luxemborg og Sviss aðild að OECD. Starfsemi fiskimálanefndarinnar er og hefur verið margþætt, og hefur hún látið til sín taka flest þau málefni, er snerta framboð og eftir- spurn sjávarafurða. Má nefna fjárfestingu í veiðum og vinnslu með hliðsjón af fjárhags- legri afkomu fyrirtækja, nýtingu fiskstofna og hagnýtingu fiskafla, tolla- og sölumál, nið- urgreiðslur og styrki og hvaðeina, er orsakað getur misvægi á mörkuðum fyrir fiskafurðir. Fleira mætti nefna. Á vegum nefndarinnar hafa komið út ýmis rit og skýrslur með niðurstöðum hinna marg- víslegu athugana og rannsókna, er nefndin hefur beitt sér fyrir. í ritum þessum er að finna beztu upplýsing- ar, sem völ er á um hina margvíslegu þætti sjávarútvegs viðkomandi landa. Nefna má sem dæmi ritið „Þróun fiskveiða og framleiðslu á alþjóðavettvangi", sem út kom á árinu 1973 og varð okkur stoð í baráttunni fyrir stærri fiskveiðilögsögu. Á árinu 1975 var lögð fram tillaga af íslands hálfu þess efnis, að nefndin beitti sér fyrir könnun á styrkjum til sjávarut- vegs aðildarríkja OECD, ekki sízt með tillh1 til stórhækkaðra styrkja ýmissa þjóða á árun- um 1974 og 1975, sökum hækkunar olíuverðs o.fl. Könnun þessi var framkvæmd og gefin ut skýrsla um niðurstöður. Þar að auki var a- kveðið að halda athugunum þessum áfram, 'ata þær ná til hverskonar styrkja. Aukinn vilji er nú fyrir hendi hjá flestum aðildarríkjum OECD að breyta um stefnu í þessu efni °% draga úr eða afnema opinbera styrki til sjav- arútvegs landanna. Eitt af fyrirhuguðum verkefnum nefndar- innar er nú að kanna áhrif almennrar útfærslu strandríkja í 200 mílur á fiskveiðar og fis^' markaði. Hafa fulltrúar Islands í nefndinm beitt sér fyrir, að slík könnun verði gerð. Viðskiptaráðuneytið fer með málefni OECD hér á landi. Fulltrúar fslands í nefndinni hafa jafnan verið Davíð Ólafsson og síðan 19® Már Elísson, auk starfsmanna sendiráðs Is' lands í París. Hafa sendiherrar íslands í Parl® jafnan látið málefni nefndarinnar mikið sín taka. Sjávarútvegur OECD-landa 1976. Ársrit nefndarinnar, sem getið var hér að framan skiptist í tvo aðalkafla. í fyrri kafl- anum er að finna almennt yfirlit um fiskveið' ar, markaði með sjávarafurðir, stefnu stjorn- valda í sjávarútvegsmálum o.fl. Hinn kafhnn fjallar um sjávarútveg einstakra landa innan OECD. Til fróðleiks birtast hér nokkrar almennar töflur um skipastól, fiskafla, inn- og útflutn- 258 — Æ G I R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.