Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.08.1977, Qupperneq 24

Ægir - 15.08.1977, Qupperneq 24
veiðar í flottroll á þeim tíma sólarhrings, sem rækjan lyftir sér frá botni. Tilraunir þessar hafa ekki borið árangur, og er botntrollið ein- göngu notað við veiðarnar. Oft kom mikið af smáseiðum í troilið. Voru það einkum karfa- seiði. Fengust stundum allt að 20 tonn af seið- um í hali, og virðast verndunarsjónarmið ekki hátt skrifuð á þessum slóðum. Umanaq fer nú í slipp í Flekkefjord í Nor- egi, en þar var skipið smíðað. Verður unnið að breytingum á rækjuverksmiðju skipsins, og ýmislegt annað lagfært, svo sem vindu-útbún- aður og fleira. Skipið hefur nú verið við veiðar í tæplega 7 mánuði, og hefur landað um 800 tonnum af rækju. Til að útgerð skipsins beri sig, er talið að skipið þurfi að afla um 1700 tonn af rækju á ári, og ætti það að reynast auðvelt, ef aflabrögð verða svipuð og undanfarin ár. Þrátt fyri raukna sókn á rækjumiðin við Grænland, virðist afli ekki hafa minnkað mið- að við sóknareiningu. Virðist svo sem afli hafi aukizt ár frá ári. Vitað er að fiskstofnar vio Grænland (þorskur, ýsa, karfi o.fl.) eru í mik- illi lægð um þessar mundir. Ekki er ólíklegt að þessir fiskstofnar hafi tekið sinn toll af rækjunni, meðan stærð og ástand þeirra var eðlilegt, en rækjan hefur ef til vill aukizt vegna þverrandi fiskstofna. Hér við land hafa rækjuveiðar á djúpslóð ekki verið stundaðar svo heitið geti. Þó hefur Bréf til sjávarútvegsráðherra Tillögur stjórnar Fiskifélags íslands um tilhögun síldveiða haustið 1977 Á fundi stjórnax Fiskifélagsins hinn 28. þ.m. var samþykkt að leggja til eftirgreindar ráð- stafanir í sambandi við sildveiðar við ísland á hausti komanda: 1. Gengið verði út frá 25 þús. lesta heildar- afla. 2. Afli þessi skiptist þannig, að herpinótaskip fái heimild til að veiða allt að 17 þús. lest- um og reknetaskip allt að 8 þús. lestum. 3. Veiðitímabil herpinótaskipa hefjist 20. sept. Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dalvík o. fl. stundað rækjuveiðar á djúpslóð með ágæt- um árangri, en sú rækja hefur öll verið unnin í landi. Nú hefur Snorri Snorrason og fleiri aðilar á Dalvík keypt til landsins rækjutogara, sem búinn er tækjum til vinnslu rækjunnar urn borð. Rækjumið á djúpslóð eru lítt þekkt hér við land og má því reikna með að mikill tími fari í leit. Þegar rækjuveiðarnar hófust við V.-Grænland fyrir nokkrum árum var veiðin fremur treg, og mikill tími fór í leit. Með auk- inni sókn breyttist þetta, þekking manna a veiðisvæðunum jókst, og ný veiðisvæði fund- ust, þannig að afli hefur aukizt miðað við sóknareiningu. Ekki er ólíklegt að það taki nokkurn tíma að finna góð rækjumið á djúpslóð hér við land, þar sem raunverulega er aðeins eitt skip sem nú stundar þessar veiðar. Það er því afar mik- ilvægt að þeim aðilum sem standa að útgerð þessa rækjutogara verði gert kleift að stunda leit að nýjum miðum. Nú er fremur lágt verð á óskelflettri rækju, en vonir standa til að verð hækki verulega, vegna þess að nú hefur verið settur kvóti á þessar veiðar við V.-Græn- land og er ekki leyfilegt að veiða meira en 36 þús. tonn, en áður hafði verið veitt helmingi meira. Er því ljóst að framboð minnkar, og verð hækkar og ætti því einmitt að vera goj* tækifæri að hefja þennan veiðiskap hér við land. n.k. og ijúki eigi síðar en 20. nóv. Rekneta- skip verði ekki háð tímabilsmörkum að öðru leyti en því, að veiðitímabil þeirra ljúkr eigi síðar en 20. nóv. n.k. í báðum tilfellum ljúki veiðitíma fyrr, e* ofangreindu aflahámarki er náð. 4. Skip, sem hafa ekki áður fengið heimild til síldveiða með herpinót hér við land undan- farin tvö ár verði að öðru jöfnu látin sit.la fyrir leyfum, þó ekki skip, sem stunda hum- arveiðar á næsta sumri. Skip undir 105 bn rúml. skulu ekki fá leyfi til síldveiða me' herpinót, né skip 350 br.rúml. og staerri- Aflakvóta í herpinót verði skipt milli skipa- 5. Báðum ofannefndum flokkum skipa verði gert skylt að ísa síldina í hillur í stíum> nema í steis, þar verði síldin ísuð í kassa- Stjórn Fiskifélags íslands. 274 — Æ GI R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.