Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1977, Blaðsíða 26

Ægir - 15.08.1977, Blaðsíða 26
LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð um síldveiðar. 5. ágúst 1977. Nr. 280 1. gr. Allar síldveiðar í fiskveiði- landhelgi íslands eru bannaðar. 2. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr., getur sjávarútvegsráðuneytið veitt sérstök leyfi til veiða á síld í reknet, lagnet og hring- nót. Ráðuneytið getur bundið leyfi þessi og úthlutun þeirra skilyrðum þeim, er þurfa þyk- ir. 3. gr. Lágmarksmöskvastærð rek- neta og lagneta, sem notuð eru til síldveiða, skal vera slík, að þegar möskvi er teygður horna á milli eftir lengd nets- ins, komist flöt mælistika 63 mm breið og 2 mm þykk auð- veldlega í gegn, þegar netið er vott. 4.. gr. Þegar heimild er veitt sam- kvæmt 2. gr. er þó bannað að veiða smásíld, 27 cm að lengd eða minni sé hún verulegur hluti síldarafla fiskiskips. Lágmarksstærð síldar er mæld frá trjónuodda að sporðs- enda. 5. gr. Fái fiskiskip síldarkast, sem bersýnilega er að mestu leyti smásíld, 27 cm að lengd eða minni, þá er skipstjóra skylt að sleppa síldinni þegar í stað úr nótinni. 6. gr. Sé skipstjóri fiskiskips í vafa um hlutfall smásíldar í aflanum, þá ber honum áður en verulega hefur verið þrengt að síldinni í nótinni, að taka sýnishorn af aflanum í smá- riðinn háf og mæla 100 síldir valdar af handahófi. Reynist meira en 50 síldir, 27 cm að lengd eða minni, ber honum að sleppa síldinni þegar i stað. 7. gr. Nú kemur síldveiðiskip eða síldarmóttökuskip með síldar- farm til hafnar blandaðan smásíld og er þá síldarmóttak- anda skylt að ganga úr skugga um, hvert sé hlutfall smásíld- arinnar í aflanum, á þann hátt að tekin skulu þrjú sýn- ishorn valin af handahófi með 100 síldum í hverju. Sé hlutur smásíldar, samanber 4. gr., að meðaltali úr þessum þrem- ur sýnishornum meiri en 55%, skal síldarmóttakandi gera Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða aðvart, sem síðan gengur úr skugga um stærðarhlut- föllin á sama hátt og að fram- an greinir, og gerir sjávarút- vegsráðuneytinu viðvart, sé hlutur smásíldarinnar yfir 55%. 8. gr. Þrátt fyrir ákvæði 4.-— gr. getur sjávarútvegsráðu- neytið veitt að fengnu áliti Hafrannsóknastofnunarinnar leyfi til veiði smásíldar, 27 cm að lengd eða minni til niður- suðu eða annarrar vinnslu tu manneldis eða til beitu. Leyf* þetta má binda skilyrðum, sem nauðsynleg þykja. 9- gr. Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða og eftirlitsmenn ráðu- neytisins skulu hafa eftirh með því, að ákvæðum reglu- gerðar þessarar og ákvæðum leyfisbréfa samkvæmt 2. gr- 8. gr. sé fylgt. 10. gr. Brot gegn ákvæðum reglu gerðar þessarar varða refsmgu samkvæmt lögum nr. 81 á ' maí 1976, og skal með mál u af brotum farið að haetti oP inberra mála. Um upptöku af a fer samkvæmt ákvæðum la^a nr. 32 19. maí 1976, um upP' töku ólöglegs sjávarafla. 11. gr. Reglugerð þessi er sett sarn kvæmt 12. og 14. gr. laga nr; 81 31. maí 1976, um veiðar fiskveiðilandhelgi Islands, 1 þess að öðlast þegar giWi 0 birtist til eftirbreytni þeim sem hlut eiga að Jafnframt er felld úr^ g1 reglugerð nr. 266 16. júlí 1 um síldveiðar. Sjávarútvegsráðuneytið. 5. ágúst 1977. F. h. r. Jón L. Arnalds.___ Jón B. Jónasson- 276 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.