Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1960, Page 61

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1960, Page 61
A VIÐ OG DREIF Ritstjóraspjall Með þessu hefti líkur 10. árgangi þessa rits. Hann er eins konar tengiliður milli útgáfu Lögmannafélagsins á ritinu og útgáfu Lögfræðingafélagsins, sem tekið hefur við henni frá síðustu áramótum. Vonandi er, að ritið standi nú sterkari fótum en áður, þegar öll lögfræðingastéttin hefur tekið það upp á arma sina. Stórfelldar breytingar munu ekki vera gerðar fyrst um sinn, a. m. k., en reynt verður að koma ritinu reglu- legar út en verið hefur. Kaupendum, sem halda ritinu saman, til leiðheiningar, skal þess gelið hér, að hezt mun fara á því að binda 6 fyrstu árgangana hvern um sig, en 4 hina síðustu (1957—1960) i tvö bindi, enda er hver þeirra aðeins tvö hefti. Héraðsdómaraembætti. Nokkur mannaskipti hafa orðið i embættum héraðs- dómara á þessu ári. Guðbrandur Isberg sýslumaður í Húnavatnssjrslu lét af emhætti 1. júli 1960, en við tók frá sama tíma sonur Guð- brandar, Jón Isberg, er verið hafði fulltrúi hans. Lúðvik Ingvarssyni, sýslumanni í Suður-Múlasýslu, var veitt lausn frá 1. júlí 1960. S. d. tók við embættinu Axel V. Tulinius, hæjarfógeti í Neskaupstað. Öfei gur Eiríksson, fulltrúi bæjarfógetans á Siglufirði, var skipaður bæjarfógeti í Neskaupstað frá 1. nóv. 1960. Norræna dómasafnið. Þótt þessa ritsafns hafi áður verið getið hér i ritinu er rétt að minna menn á það að nýju. Naumast mun val á öðru lögfræðiriti, cr raunhæfara gildi hafi fyrir lögfræð- inga hér heldur en þetta ril — dómasafn Hæstaréttar er ])ó auðvilað undanskilið. Tímarit lögjræðinga 139

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.