Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 14
því má telja slíka tillögu eiga minna erindi nú en var fyrir aldarfjórð- ungi, er hún var fram borin, og utanþingsstjórnin, sem sat árin 1942— 1944, mönnum enn í fersku minni. 5, Þingrof. 1 framhaldi af þessu skal næst vikið að þingrofi. Þingrofsrétturinn hefur verið lögfestur í stjórnarskrá landsins frá öndverðu og um hann nú fjallað í 24. gr. Óhætt er að fullyrða, að um fá, ef þá nokkur, stjórnarskrárákvæði hafi staðið eins harðar deilur og um beitingu þessa réttar. Má þar minna á þingrof stjórnar Tryggva Þórhallssonar 1931 og stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1974. 1 eðli sínu má það að þingrofsréttinum finna, að hann sé ólýðræðislegur og óþing- ræðislegur, þar sem ríkisstjórn, sem komin er í minnihluta á þingi, getur notfært sér þetta ákvæði stj órnarskrárinnar til þess að rjúfa þingið og svipta þingmenn umboði sínu, jafnvel strax og þing kemur saman eftir kosningar. Er jafnvel af sumum fræðimönnum talið, að ríkisstjórn sé heimilt að rjúfa þing eftir að vantraust hefur verið sam- þykkt á hana og hún hefur því greinilega glatað trausti þingsins og ber að dómi annarra, að segja af sér samkvæmt þingræðisreglunni, sem er hornsteinn stjórnarfars okkar.8) Margt er rétt, sem fram hefur komið í gagnrýninni á þingrofsrétt- inn, a.m.k. þegar honum, er beitt af stjórn, sem hlotið hefur vantraust, til þess að leysa upp þingið, í stað þess að segja af sér og fá öðrum flokkum stjórnvölinn í hendur. Er þá vissulega höggvið nærri rótum þingræðisins. En hér er einnig á hitt að líta, að hentugt og jafnvel nauðsynlegt getur vefið, að ríkisstjórn sé heimilt að rjúfa þing, þegar t.d. ágreiningur er kominn upp milli þings og stjórnar, deilur standa milli deilda þingsins, ágreiningur er kominn upp innan ríkisstjórnar eða æskilegt talið að kanna hug kjósenda til ákveðins stórmáls, sem kosið yrði þá um. Hefur sú orðið raunin á, að þing hefur verið rofið hér alls sjö sinnum án þess að skylda hafi verið til þess vegna stjórnar- skrárbreytinga, en aðeins tvisvar hefur þingrofið valdið verulegum deilum, svo sem fyrr var greint. Hér verður ekki gerð tillaga um afnám þingrofsréttarins í íslenzku stjórnarskránni. Má þó segja, að ekki sé hann nein grundvallarforsenda fyrir styrkum stjórnarháttum, enda er slíkan rétt ekki að finna í stjórn- arskrám ýmissa ríkja, t.d. Norégs. Eitt er það atriði varðandi þingrofsréttinn, sem ástæða er til þess að nefna hér sérstaklega. Það er hvort ekki sé rétt að taka upp í stjórn- 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.