Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 16
samþykkt Alþingis sökum styrjaldarástandsins, sem þá ríkti. I þessum tilvikum myndu engir alþingismenn vera til staðar, ef þingrof væri gengið á undan slíkri frestun kosninga vegna neyðarréttarsjónarmiða. Af þessum sökum telja ýmsir æskilegt að gera breytingu á þing- rofsákvæði stj órnarskrárinnar, sem tryggi að þrátt fyrir þingrofið missi þingmenn ekki umboð sitt. Væri þá unnt að kveðja þing saman, ef nauðsyn krefði að undangengnu þingrofi, þótt fresta yrði kosing- um t.d. vegna ofangreindra neyðai’ástæðna. Og í því tilviki að ríkis- stjórn léti undir höfuð leggjast að boða til kosninga skv. 24. grein myndi gamla þingið þá ótvírætt geta komið saman eftir 8 mánuði frá þingrofinu, þar sem þingmenn héldu umboðum sínum óskertum. Þessu markmiði væri unnt að ná með því að bæta við niðurlag 24. greinar, eins og hún nú er, eftirfarandi ákvæði: „Alþingismenn halda umboði sínu, þrátt fyrir þiiígrof, fram að næstu alþingiskosningum". Með þessari viðbót væri ekki skertur þingrofsréttur forseta. Hann hefði allt að einu rétt til þess að binda endi á störf Alþingis að tillögu forsætisráðherra, hvenær sem tilefni þætti til slíks. En tryggt væri með slíku ákvæði, að alþingismenn væru til í landinu, ef reyndi á þau und- antekningartilvik, sem að framan eru greind. 1 þessu sambandi má geta þess, að hliðstætt ákvæði er að finna í 32. gr. 4. mgr., dönsku stjórnarskrárinnar frá 1953, þar sem segir um þingrof: „Þingmennskuumboðið fellur þó aldrei niður fyrr en fram hafa farið nýjar kosningar". 6. Fjárlög. Hér hefur verið rætt um nokkrar breytingar á þeim ákvæðum stjórn- arskrárinnar, sem fjalla um framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið. Áður en við þann kafla er skilizt er ef til vill ástæða til þess að greina frá tillögu, sem fram kom í stjórnarskrárnefndinni, sem skipuð var 1947, en var ekki afgreidd fremur en aðrar tillögur, sem þar komu fram. Tillaga þessi var sú, að við 42. grein stjórnarskrárinnar, sem fjallar um fjárlög, bætist fyrirmæli um, að Alþingi geti ekki átt frum- kvæði að hækkun fjárlaga, heldur verði tillögur um það að koma frá ríkisstjórninni. I rökstuðningi segir, að í raun réttri sé ríkisstjórninni falið að fara með fjármál ríkisins með þeim takmörkunum, að hún þarf að leita samþykkis til meðferðarinnar hjá Alþingi með setningu fjárlaga. Þess vegna sé það í eðli sínu óheilbrigt, að Alþingi geti lagt fyrir ríkisstjórnina greiðslur, sem hún er andvíg. Verði að ætla, að 78

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.