Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 28
nokkur þeirra nefnd hér, án þess að frekar verði um þau fjallað að sinni. 1. Ákvæði um stjórnmálaflokka og þingflokka. 1 stjórnarskránni er gert ráð fyrir að þingflokkar starfi og þá einnig stjórnmálaflokkar, án þess að nánari ákvæði sé þar að finna um starfsemi þeirra. Stjórn- málaflokkar eru svo mikilvægur þáttur í íslenzku lýðræðis- og þing- ræðisskipulagi, að ekki væri óeðlilegt, að á stjórnmála- og þingflokkana væri minnzt í stjórnarskránni, starfsemi þeirra, réttindi og skyldur, þótt nánari ákvæði um þá eigi heima í löggjöf. 2. Sveitarfélögin eru annar meginþáttur stjórnsýslukerfis landsins. Um þau er nú mjög stuttlega fjallað í stjórnarskránni, 76. gr., þar sem segir að „rétti sveitarfélaganna til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón stjórnarinnar skal skipað með lögum“. Full ástæða sýnist vera til þess að setja ítarlegri ákvæði í stjórnarskrá um stöðu sveitar- félaga til þess að tryggja sjálfstæði og f járhagslegt sjálfsforræði þeirra í málum, sem þau annast að öllu eða mestu leyti. 3. Fjárlög. Athuga má, hvort lögfesta eigi í stjórnarskrá ákvæði um, að fjárlög skuli afgreidd frá Alþingi áður en fjárhagsárið hefst, en á því var áður fyrr mikill misbrestur, svo sem kunnugt er. Jafn- framt verði athugaðar leiðir til þess að takmarka útgjaldahækkanir, en á það atriði hefur verið lauslega drepið hér að framan. 4. Breytt verði 35. gr. og samkomudagur Alþingis ákveðinn í október ár hvert, en ekki 15. febrúar, í samræmi við venju undanfarinna áratuga. 12. Kjördæmi og kosningatilhögun. Þá skal vikið að síðara efni þessarar greinar: breytingum á kjör- dæmaskipan landsins og kosningatilhögun. Nærfellt tveir áratugir eru liðnir, síðan núverandi kjördæmaskipan var fest í lög. Var það gert með stj órnarskrárbreytingunni nr. 51, 1959 og nýrri kosningalöggjöf, nr. 52, 1959. Fram að þeim tíma höfðu verið í landinu 21 einmenningskjördæmi, 6 tvímenningskjördæmi og eitt átta manna kjördæmi í Reykjavík. 1 breytingunni 1959 fólst það, svo sem kunnugt er, að niður voru lögð ein- og tvímenningskjördæmin, en öllu landinu skipt í 8 stór kjördæmi, þar sem fimm eða sex þing- menn eru nú kjörnir hlutfallskosningu af listum, en þó 12 í Reykjavík. Tölu uppbótarþingsætanna var haldið óbreyttri eða ellefu. Þegar litið er til reynslunnar af þeirri kjördæmaskipan, sem við höfum búið við síðustu 18 árin, hygg ég að segja megi, að hún hafi 90

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.