Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Side 31
urland vestra. Af þessu sést glöggt, að kjósendur á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra hafa með atkvæði sínu um fjórum sinnum meiri áhrif á skipan Alþingis en íbúar Reykjavíkur og nærsveita. Taka má fram í þessu sambandi, að Norðurlandskjördæmi eystra er það kjör- dæmi, sem flesta kjósendur hefur að baki hverjum þingmanni fyrir utan Reykjanes og Reykjavík eða 2.446 (sjá töflu 3>. Það er því eðli- legt, að sú gagnrýni hafi komið fram á núgildandi kosningafyrirkomu- lagi, að það hafi ekki í heiðri það sjónarmið, að gildi atkvæða verði sem jafnast hvar sem menn búa á landinu. Jafnframt að óskað sé leiðrétt- ingar á því ástandi, sem í þessum efnum hefur skapazt síðustu 10—20 árin, þar sem nú búa 60% allra landsmanna á suðvesturhorni lands- ins án þess að þingmönnum svæðisins hafi nokkuð fjölgað síðan 1959. Þessi 60% kjósenda kjósa því með öðrum orðum aðeins 17 þingmenn til Alþingis, en þau 40% kjósenda, sem annars staðar búa, kjósa 32 þingmenn. Af þessum tölum má sjá, hve mjög vægi atkvæðisréttarins hefur raskast á síðustu árum vegna búsetuþróunarinnar. Fram skal tekið, að úthlutun uppbótarsæta til jöfnunar milli þingflokkanna breyt- ir þessari heildarmynd nokkuð, en við kosningarnar 3 974 komu 7 upp- bótarsæti í hlut Reykjaness og Reykjavíkur. Tafla 3. Kjósendafjöldi að baki hverjum kjördæmakjörnum þingmanni miðað við kjörskrá 1. desember 1976. Reykjanes ............ 5.443 Reykjavík ............ 4.727 Vesturland ............ 1.692 Vestfirðir ............ 1.208 Norðurland vestra . . 1.271 Norðurland eystra . . 2.446 Austurland ........... 1.479 Suðurland ............ 1.922 Nú er það svo, að flestir landsmenn munu ugglaust telja, hvort sem þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli, að ekki sé óeðlilégt, að gildi atkvæðis- réttar dreifbýliskjósandans sé nokkru meira en þeirra, er búa í Reykja- vík eða nágrenni, í seilingarfjarlægð frá kjötkötlum ríkisvaldsins. Spurningin er hins vegar sú, hvaða misvægi má teljast sanngjarnt og eðlilegt, með þessi sjónarmið í huga. Þessari spurningu sam samtök ungra manna í Framsóknarfl., Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokkn- um svarað í áðurnefndri álitsgerð á þá lund, að það misvægi, sem mest megi vera á atkvæðisrétti í landinu sé 1 : 1.3. Er þá átt við misvægi 93

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.