Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Page 40
tilhögun í svipaðri mynd og nú tíðkast í Danmörku og Belgíu og hér hefur verið lýst. Lögfesting ákvæða um óraðaða lista kemur hér einnig til greina. Sú breyting er einföld að formi en róttæk að efni. Hvort sem menn telja stjórnarskrárbreytingu tímabæra til lagfær- ingar á kjördæmaskipaninni og kosningatilhögun, eða vilja una við þá kosti, sem felast í lagabreytingu, er á það að líta, að ekki er mikill tími til stefnu, þar sem næstu reglulegu alþingiskosningar munu fara fram eigi síðar en í júnímánuði 1978. Hágkvæmast væri að framkvæma breytingar á stjórnarskránni og kosningalögunum í tengslum við þær, þannig að nýmælin væru samþykkt á 99. löggjafarþinginu, þing síðan rofið á venjulegum þinglausnartíma og tillögurnar lagðar fyrir hið nýkjörna þing að kosningum loknum. 1 þeim alþingiskosningum væri unnt að kjósa samkvæmt þeim breytingum, sem þingið 1977—1978 gerir á kosningalögum, og úthluta uppbótarsætum eftir nýjum reglum, sem tækju mið af jöfnum atkvæðisrétti kjósenda. Niðurstöður síðari hluta ritgerðarinnar eru því þessar: Leiðrétta má misvægi atkvæðisréttarins með breytingu á 122. gr. kosningalaganna, þannig að hlutfallið 1:2 náist að mestu milli dreifbýlis og þéttbýlis, miðað við núverandi búsetumynd. Koma má á persónubundnum kosningum með öðrum breytingum á kosningalögunum, þannig að kjósandinn ráði með atkvæði sínu í miklu meira mæli en nú, hvaða frambjóðendur ná kjöri. 1) Kjörnir voru Hannibal Valdimarsson, Gunnar Thoroddsen, Emil Jónsson, Ingólfur Jónsson, Jóhannes Elíasson, Ragnar Arnalds og Sigurður Gizurarson. Við fráfall Jóhannesar Elíassonar 1975 var Tómas Árnason skipaður í nefndina. Á fyrsta fundi nefndarinnar 12. september 1972, var Hannibal Valdimarsson kjörinn formaður og Gunnar Thoroddsen varaformaður. 2) Alþt. 1944 A. bls. 11—12. 3) Alþt. 1946 A II. bls. 1572. 4) Land og lýðveldi. Fyrri hluti bls. 187. 5) Stjórnskipun Islands bls. 124. 6) Alþingistíðindi A 1957 bls. 565—6. 7) Bjarni Benediktsson, Land og lýðveidi. Fyrri hluti bls. 189. 8) Ólafur Jóhannesson, Stjórnskipun íslands, bls. 250. 9) Stjórnlagafræði II. bls. 22. 10) Stjórnskipun íslands, bls. 254. 102

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.