Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Blaðsíða 21
ekki framfærandi í þessu sambandi, sjá 4. mgr. 69. gr., sbr. 1. mgr. 65. gr. 1. nr. 75/1981. Hugsanlegt er, að barn sé ekki á framfæri neins einstaklings í skilningi 6. og 69. gr. laganna og að enginn njóti barna- bóta vegna þess, sbr. 1. mgr. 65. gr. Samkvæmt 32. gr. 1. nr. 53/1966 getur forsjá barns verið í höndum barnaverndarnefndar um hríð eða forsjá þess er falin forstöðumanni uppeldisstofnunar. Eftir 28. gr. sömu laga má koma barni fyrir á vistheimili eða uppeldisstofnun. Þar sem enginn virðist njóta barnabóta, þegar svona stendur á, er ekki að sjá, að nein heimild sé til samsköttunar skv. 1. mgr. 65. gr. 1. nr. 75/1981. Á þá að gagnálykta á þá lund, að slík börn séu sjálf skattskyld að fullu? Ber ef til vill að álykta sem svo, að hvorki sam- sköttun né sérsköttun komi til greina, nema um launatekjur og hlið- stæðar tekjur sé að ræða, sjá 6. gr. 1. nr. 75/1981? Sennilega er sú skýring aðgengilegust, að barnið teljist sjálft framfærandi sinn, njóti barnabóta og greiði skatt (sé skattskylt) af þeim tekjum og eignum, sem að öðrum kosti kæmi í hlut foreldra að greiða, sbr. til hliðsjónar úrskurð ríkisskattanefndar nr. 781/1980. Ef félágsmálastofnun kem- ur barni fyrir á heimili til dvalar gegn greiðslu, má líta á heimilis- ráðendur sem framfærendur, er taki við barnabótum samkvæmt 69. gr. 1. nr. 75/1981, en þær komi síðan til frádráttar greiðslum þeim, er félagsmálastofnun innir af hendi fyrir dvölina. I framkvæmd hafa barnabætur verið látnar falla niður í slíkum tilvikum. Aftur á móti geta þeir, sem taka að sér barn um tíma með ofangreindum hætti, vart talizt foreldrar (fósturforeldrar) þess í skilningi 6. og 65. gr. lag- anna. Heimild til samsköttunar er því naumast fyrir hendi. Ef barn- ið á eignir og hefur tekjur aðrar en þær, sem greindar eru í 1. tl. A- liðs 7. gr. 1. 75/1981, mætti telja barnið framfæra sig sjálft, þannig að það njóti barnabótanna og greiði skatt af tekjum sínum og eign- um, sjá t.d. 18. gr. 1. nr. 80/1947 (framfærslustyrkur), sbr. hins veg- ar 2. tl. A-liðs 7. gr. 1. nr. 75/1981 (barnalífeyrir skattfrjáls). Sé skilyrði 6. gr. 1. nr. 75/1981 um framfærendur fyrir hendi, skulu tekjur barns teljast með tekjum þess foreldris, sem hærri hefur hrein- ar tekjur skv. 1. tl. 1. mgr. 63. gr., ef foreldrar eru skattlagðir sem hjón, en ella með tekjum þess foreldris eða manns, er nýtur barna- bóta vegna barnsins, sjá 1. mgr. 65. gr. 1. nr. 75/1981 og 6. mgr. 23. gr. 1. nr. 73/1980. Um barn sambúðarfólks, sjá 1. mgr. 69. gr., sbr. 3. mgr. 63. gr. 1. nr. 75/1981. Hinn skattskyldi framfærandi nýtur frá- dráttar vegna tekna barnsins eftir almennum reglum 30. gr. 1. nr. 75/- 1981, að svo miklu leyti sem við á, sjá sérstaklega 2. tl. B-liðs 1. mgr. Eignir barns teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni, sem 15

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.