Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 58
Frá Lögmannafélagi Islands UM STARFSEMI LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS STARFSÁRIÐ 1983-1984 Aðalfundur L.M.F.Í var haldinn 30. mars s.l. Formaður, Jón Steinar Gunn- laugsson hrl., minntist í upphafi látinna félagsmanna, þeirra Jóns E. Ftagnars- sonar hrl., Páls S. Pálssonar hrl., Péturs Axels Jónssonar hdl. og Ragnars Jónssonar hrl. Fundarmenn risu úr sætum til að votta hinum látnu félögum virðingu sína. Á starfsárinu voru haldnir almennir félagsfundir sem hér segir: Hinn 13. og 14. apríl stóð félagið að tveimur fundum í Lögbergi með Dómarafélagi íslands og Lögfræðingafélagi íslands. Dr. juris Knut S. Selmer, prófessor við Oslóarháskóla, hélt þar 2 fyrirlestra, hinn fyrri um tölvutækni í þjónustu réttarins (,,lovdata“) og hinn síðari um hugsanlegar breytingar á norrænu vátryggingasamningalögunum. 14. október var haldinn hádegisverðarfundur í Þingholti. Arnljótur Björnsson, prófessor, ræddi um ný lög um samninga um vöruflutninga á landi. 24. nóv. var haldinn félagsfundur ( húsakynnum félags- ins að Álftamýri 9. Helgi V. Jónsson hrl. hafði framsögu um val á rekstrar- formi fyrir atvinnurekstur. 3. febrúar var haldinn hádegisverðarfundur ( Þing- holti. Formaður gerði þar grein fyrir helstu störfum stjórnarinnar. 9. mars var enn haldinn hádegisverðarfundur í Þingholti. Friðgeir Björnsson, borgar- dómari, ræddi um aðalflutning. Þá er ógetið málþings L.M.F.Í og Dómarafélags íslands 4. júní að Hótel Valhöll á Þingvöllum um verðbólguna og lögin. Hefur verið gerð grein fyrir málþinginu áður í Tímariti lögfræðinga. Félaginu bárust 17 erindi, þar sem stjórnin var beðin umsagnar um leyfis- umsóknir til málflutnings fyrir héraðsdómi. Stjórnin mælti með 8 umsóknum og ákvað að mæla ekki gegn öðrum 8 umsóknum, en þar var um að ræða menn í opinberu starfi, sem ber að afhenda dómsmálaráðuneytinu leyfi sín, meðan þeir gegna opinberu starfi. Stjórnin mælti gegn einni umsókn. Nýir félagar frá aðalfundi 1983 voru 16, þar af 12 með útgefin leyfi til mál- flutnings fyrir héraðsdómi. Einn nýr félagi fékk útgefið leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti og einn lögfræðingur án lögmannsréttinda var tekinn á félaga- skrá skv. ákvæði 2. málsliðar 3. gr. samþykkta fyrir L.M.F.Í. Frá síðasta aðalfundi hafa 2 héraðsdómslögmenn fengið réttindi til mál- flutnings fyrir Hæstarétti. Af félagaskrá hafa fallið 15, þar af hafa fjórir látist eins og áður segir, en flestir hinna hafa samkvæmt eigin ósk verið teknir af félagaskrá, enda stunda þeir engin lögmannsstörf. Félagar eru nú alls 265 eða einum fleiri en á aðalfundi 1983. Héraðsdóms- lögmenn eru 150 og hæstaréttarlögmenn 114. Heiðursfélagi er Rannveig 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.