Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1994, Blaðsíða 4

Ægir - 01.02.1994, Blaðsíða 4
Halldór Ásgrímsson, alþing- ismaður og fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra, segir í viðtali við Ægi að vandamálin við stjórn fiskveiða hér á landi séu komin í rembihnút sem erfitt verði að leysa. Menn talist ekki lengur við. Ríkis- stjórnin hafi kosið að halda umrœðunni innan stjórnar- flokkanna og þar með heft nauðsynleg skoðanaskipti um málin. Margt hafi þróast öðru vísi en cetlast hafi verið til í fiskveiðistjórninni, meðal ann- ars vegna þess að menn hafi ekki gœtt þess að taka á vandamálunum í tœka tíð. Halldór segir að hluti afþessu vandamáli sé Fiskistofa því með tilkomu hennar hafi sjáv- arútvegsráðuneytið misst mik- ilvœg tengsl við sjávarútveginn og þá sem þar starfi. Halldór Ásgrímsson segist ekki skilja þá hagfrceði sem liggi að baki tillögum um auðlindaskatt, tneðal atinars í Ijósi þess að sjávarútvegurinn skuldi 110 tnilljarða króna og sé rekinn með tapi. Hann lýsir einnig eftir scegreifunum setn hann veit ekki hvar halda sig. Hall- dór vill hefja hvalveiðar strax í sumar og hann telur fráleitt að hvika frá rétti íslendinga til að nýta auðlindir hafsins í kringum landið, jafnvel þótt það kosti landsmenn fórnir utn stundarsakir. 4 ÆGIR FEBRÚAR 1994 Ráðuneytið missti mikilvæg tengsl við sjávarútveginn með tilkomu Fiskistofu Vibtal: Vilhelm G. Kristinsson. Fiskistofa rýfur tengslin Hvernig þykir þér hafa til tekist í sjávarútvegsráðwieytinu eftir að þú fórst þaðan að lokinni átta ára dvöl sem sjávarútvegsráðherra? „Ráðuneytið breyttist mikið við stofnun Fiskistofu. Hugmyndin um Fiskistofu var nefnd meðan ég var í ráöuneytinu og rnikil krafa uppi um það á Alþingi að skilja stjórn fiskveiða frá ráðuneytinu. Ég var í hjarta mínu aldrei hrifinn af því. Ég vildi koma upp sjálfstæðri úrskurðarnefnd sem væri óháð ráðuneytinu. Ég óttaðist alltaf að ef fiskveiðistjórnin yrði tekin úr ráðuneytinu og inn í almenna stofnun, þá yrði ráðuneytið ekki eins meðvitað og áður um það sem væri að gerast í sjávarútveginum. Mér finnst í reynd sem þessi ótti minn hafi reynst á rökum reistur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.