Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.11.1942, Blaðsíða 2

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 07.11.1942, Blaðsíða 2
M Moii^n/yYXyiion.: 4 n V fjórði Nú er að hef jast spmar vetur annarar heimsstyrjaldarinnar, styrjaldar Hitlers til heimsyfir- ráða. Þóóðirnar munu að vísu horfa framá nýan vetur enn meira hung- urs og kulda en fyrr, en þó með vonarglampa í augum, þvíað veturinn mun að öllu samanlögðu reynast fjandmönnunum þyngri í skauti en þeim sjálfum. Það er reyrídar aðeins eitt, sem gefur mönnum rétt til bjartsýni, en þó nægilega mikilvægt til að byggja von sýna á: það er sem sé varnarþróttur Sovétlýðveld- anna. Nú hafa þau barist í hálft annað ár gegn ofurefli liðs og vopna.övinirnir hafa vaðið yfir lönd þeirra,sem fjölmennari eru en allar Bretlandseyjsr og mörg- um sinnum stærri.Bestu landbún- aðar- og iðnaðarlöndin,sem áður framleiddu meir en helming af hveiti, járni, stáli, alúmíni og kolum allra_ Sovétíýðveldanna, er nú í óvinahöndum. Hin fasist- íska Evrópa,sem keyrð er fram til stríðsþátttöku í einhverri mynd, er þrefalt fjölmennari og þrefalt afkastameifi við vopnasmíðar. Bandamenn þeirra hafa lítt sem ekki barist við Hitler allan þennan tíma. Samt standa Sovétríkin enn óbuguð og ósigruð þrátt fyrir ægilegar fórnir og óbætanlegt tjón. Sumarsókn fasista,er hófst síðla í ;júnú:. má nu te'lja að fjarað hafi út.Árangur hennar er að vísu^stórvægilegur.Donbugðan, Norðurkákasus að mestu leyti, SvartahafsstrÖndin suuaustur fyrir Novorossisk og mikill hlu- ti Stalingradborgar, allt er þetta fallið, En samt er árangur þessi lítill h,iá því sem hann var sumarið áður,- og nægir fas- istum ekki til neirna verulegra sigurvona. Yörn Stalingrad, sem nú liefur staðið vfir meir en 3 mánuði, á vart sinn líka.Minnir hún eink-, um a Verdun-orrusturnar i síðustu heimsstyr'jÖld, en þar blæddi þýska hernum svo, að hann beið þess ckki bætur. Nú virðast fas- istar stöðvaðir í borgarrústun- um, og sömuleiðis að mestu í Kákasuslöndum. í Egyftalandi #r nú frumkvæðið loks hjá Bretum, og hafa þeir þokast ofurlítið firam. Viðureignir standa yfir á Sal- fl f ''U-nn, ómonseyjum og Nýju Gíneu.Veitir Bandamönnum heldur betur. Innrás Breta í Evrópu, sem þeir lofuðu Molotov að gera á þessu ári, hún lætur ekki á sér bæra. En þrátt fyrir allt er ekki líklegt að fasistar verði þess megnugir að dækja fram nokkuð teljandi á þessurn 4. stríðsvetri, vegna yfirburða Rauðahersins í vetrarhernaði. Og þarsem óllk- legt verður að teljast? að Breta- stjórn þori sjálfrar sin vegna að skjóta sér undam þátttöku í Evrópustríðinu lengur en til vor- sins,en barátta fasista vonlaus gagnvart tveim öflugum vígstöðv- um, þá virðist ekki ástæða til að örvænta um gang stríðsins.

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.