Austfirðingur - 16.12.1933, Side 3

Austfirðingur - 16.12.1933, Side 3
AUSTFflHMNGUR 3 Uppboð veröur haldiö miðvikudaginn 20. þ. rn., kl. 12 á hádegl, í verslunar- búð F. F. Gullfoss hér í bænum, og verður þar seldur ýmiskonar búðarvarningur tilheyrandi þrotabúi Jörgens Þorsteinssonar. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Uppboðsandvirðið greiðist við hamarshögg. Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar, 9. desember 1933. Ari Arnalds. Jðlavörur, nýkomnar m. Esju: Rúsínur, Sveskjur, Þurkuð Epli, Þurkuð Kirsuber, Gráfíkjur. Appelsínur á 10, 15 og 25 aura og stórar steinlausar Jaffa á 35 au. Sukkat, Möndlur, Kókosmjöl, Skrautsykur misl., Síróp og alisk. Krydd. Epli: dönsk, norsk, kalifornisk og Jonathans. Amerískar Perur og Cítrónur. — ísl. Konfekt, laus og í skrautöskj- um, Marcipan, Jarðarberja-Sultutau. — Valhnetur, Hazelhnetur. — Ferskjur í Va dósum, Aprikósur í Va dósum. Liptons The No. 1 og Ceylon The. Seyðísfjarðar Apótek. þyngja baráttu alþýðunnar, heldur létta hana. Enskur botnvörpungur strandaði síðastliðið sunnudags- kvöld við suðurströnd landsins. (Við Svínafelisós í Öræfum). Mann- björg varð, en tveir menn fórust, af þýskum botnvörpungi, er reyndi aö ná skipinu út. Harðindi. Miklir kuldar og ofviðri hafa gengiö yfir Bretlandseyjar. Fjórir menn hafa orðið úti þar. Einnig hafa verið miklar fannkomur og kuldar suður í Italíu og víðar um álfuna. 15/l2. Fiokksmyndun. Blaöið Framsókn flytur í dag ávarp um stofnun bændaflokks. Ávarpið er undirskrifað af Hann- esi Jónssyni, Jóni Jónssyni, Stóra- dal, Halldóri Stefánssyni, Tryggva Þórhallssyni og Þorsteini Briem. í ávarpinu segja þeir, að flokkur- inn muni setja sér stjórn og starfsreglur svo frjálslegar, að ekki þurfi að leggjast bönd á Skoð- anafrelsi og sannfæringarfrelsi flokksmanna. Mótmæli og leiöréttingar. Hannes Jónsson og Jón Jóns- son, Stóradal hafa birt leiðrétt- ingu við yfirlýsingu miðstjórnar Framsóknarflokksins, og mótmæla þeir því, að þeir hafi neitað að styðja stjórn Siguiðar Kristinsson- ar, en hinsvegar hafi þeir neitað, aö ganga að skilyrðum þeim, sem jafnaðarmenn hafi sett o. s. frv. Ennfremur neita þeir þvf, að þeir hafi brotið reglur þingflokks Fram- sóknar. Kenslubók í lestri. Fyrir nokkru síðan barst blað- inu ný lesbók fyrir byrjendur. Lesbók þessi ber nafnið: „Gagn og gaman". Höfundar eru Helgi Elíasson og fsak Jónsson. Bókin er prýdd 250 myndum, sem teikn- að hefir hinn kunni teiknari, Tryggvi Magnússon. Bókin er snið- in eftir nýrri aðferð við lestrar- kennslu, aðferð sem kend er við „hljóðlestur". Bókin er hin prýði- legasta aö ölium frágangi, og virðist mjög álitleg til lestrarkenslu. Nlðurskipun efnis er miðað við þí kennsluaöferð er nota skal, og sýnist vel viö hæfi byrjenda. Austfiröingur hefir ekki fyr bent á bók þessa, vegna þess að hann hefir verið að gefa því gætur, hversu hún gæfist þeim sem reynt hafa. Sú reynsla er auðvitaö stutt og ófulikomin, en bendir ótvírætt til þess, að höfundunum hafi vel tekist að skipa svo efni og máli, að við hæfi byrjenda sé, og líklegt sé til góðs árangurs við lestrar- kennslu. Og Austfiröingur vill jafnframt vekja athygli kennara á því, að ísak Jónsson hefir nýlega gefiðút flokk mynda, sem hann nefnir „hljóðmyndir". Blaðið hefir ekki séð myndir þessar. En eftir aug- lýsingum um þær að dæma, eru þær ætlaðar til að vera kennsluá- hald með þessari kennslubók í lestri, og eiga aö kenna börnum að ná réttum hljóðum, og koma í veg fyrir hinar leiðu „hljóðvillur", sem flestir kennarar þekkja og eiga t sífeldu stríði við. Blaðið vill eindregið mæla með því, að þeir sem lestrarkennslu hafa með höndum reyni þessar nýjungar viö kennsiu í lestri. Bók þessi mun fást í flestum bókaverslunum. Barnabækur. Þá hafa blaðinu nýlega verið sendar tvær prýðiiegar barnabæk- ur, báðar eftir Jóhannes úr Kötl- um kennara. Bækurnar heita: Jól- in kom8, kvæði handa börnum, og Ömmusögur, líka kvæöi handa börnum. Útgefandi bókanna er Þórhallur Bjarnason, sem oft áður hefir gefir úr prýðilegar barna- bækur. Báðar eru bækurnar prýdd- ar skrautlegum myndum eftir Tryggva Magnússon, og eru mjög smekklegar að öllum frágangi. — Bækur þessar eru hentugar til þess að gleðja börnin um jólin og mundu verða skoðaðar og lesnar meö mikilli ánægju. Bækur þessar fást í versluninni „Dröfn" hér á Seyðisfirði. Annarsstaðar hér í blaðinu er minnst lítillega á fjármálastarfsemi hins nýlokna aukaþings. Til frekari rökstuðnings því, sem þar er sagt, er ekki úr vegi, að gefa hér yfirlit yfir það helsta af ábyrgðarbeiðnum og fjár- umsóknum, sem fyrir aukaþinginu lágu- En tekið skal það fram, að blaðið hefir ekki enn fengið líkt því öll þingskjöl. Má því vel vera að eitthvað vanti. Upphæðirnar eru taldar eins og um þær var beöið. Má vera að einhverjar breytingar hafa orðið á þeim, og eitthvað af þeim náði ekki fram að ganga: Ábyrgðir: Síldarbræðsla í Nes- kaupstað...........kr. 70.000 Rafveita í A.-Húnav.s. — 60.000 Bæjarútgerð í Rvík .. — 2.500.000 Tunnuverksm. Aureyri— 70.000 Rafvirkjun Fijótaár handa Sigluíirði ...— 700.000 Rafvirkjun fyrir Hóls- hrepp, ísafjarðars. — 200.000 Samvinnufél. Grímur, Borgarnesi..........— 125.000 Samvinnufél. sjómanna Stokkseyri..........— 85.000 Samvinnufél. í Flatey— 10.000 Dráttarbraut í Rvík ..— 50.000 Viðbót við ábyrgð Út- vegsb. 50 þús. stpd. á 21,15 ............— 1.057,500 Vegna Jóh. Jósefss. Hótel Borg 20 þús. stpd. á 21,15 ......— 423.000 Samtals kr. 5.350,500 Fjárveitingar: Kaup á húsi og ióð góötemplara í Rvíkkr. 200.000 Síldarbræðsla á Norð- urlandi............—1.000.000 Hlutakaup í Sildar- bræöslu Seyðisf. ..— 100.000 Sundhöll i Reykjavík — 100.000 Aðgerð á brimbrjót í Bolungarvík........— 20.000 Meðgjöf með fávitum á fávitahæli.......— 12.500 Lendíngabætur í Flatey— 2.000 Tveir nýir lögreglustj.— 4.000 Samtals kr. 1.438.500 Sigurður Jónasson. Til viöbótar því, sem sagt er í fréttaskeyti um úrsögn Sigurðar Jónassonar úr Alþýðuflokknum, hefir þess verið opinberlega getið, að hann hafi jafnframt sagt sig úr verkamannafélaginu „Degsbrún11 f Reykjavík. Og ioks að hann hafi lýst yfir því, aö hann teldf sig ekki geta haft í hendi trúnað- arstörf fyrir Alþýðuflokkinn í bæjarstjórn Reykjavíkur, og óskar að varamaðúr taki sæti þar, það sem eftir er kjörtímabilsins. Og Alþýðublaðið kvaö vænta þess, að „barátta alþýðunnar" muni verða léttari þegar flokkur- inn er laus við Sigurð þennan úr öllum virðingarstöðum. Miðgtjórn. Framsóknarflokksins hefir látið birta opinberlega yfirlýsingu þess efnls, að ráðherrarnir Ásgeir Ás- geirsson og Þorsteinn Briem sitji ekki í stjórn landsins í umboði Framsóknarflokksins, heldur séu þeir þar vegna þess, að konungur hafi falið þeim stjórnarstörf fyrst um sinn. Verstööin á Hornafirði. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefir keypt verstöðina á Horna- firði. Þessar bygglngar allar og annað það, sem þeim fylgir, hefir um nokkur ár verið í eign Lands- bankans á Eskifirði. Rltstjóraskifti hafa nýlega orðiö við blaðiö Framsókn. Arnór Sigurjónsson hefir látið af því siarfi, en sá sem Til bökunar. Lillu-gerduft. Ekkert gerduft hefir náð öðrum eins vinsældum, meðal hús- mæðra um land alt, sem Lillu- gerduftið. Trygging fyrir því, að baksturinn nái tilætlaðri lyftingu, er að nota Lillu-gerduft. Lillu-eggjaduft. Því meira sem notað er af Lillu- eggjadufti í baksturinn, því meira er hægt að spara eggjakaupin. Lillu-bökunardropar. Því nota þeir, sem ætíö biðja um það besta, og mesta þekk- ingu hafa á vörum til bökunar, ávalt Lillu-bökunardropa? Af því þeir reynast bestir og drýgstir. Viðvíkjandi Lillu-bökunarvörum skal bent á nýútkomna bók, „Brauö og kökur“, bls. 132, eitir Karl O. J. Björnsson. Hf. Efnagerð Reykjavíkur. kem. tekn. verksm. við hefir tekið heitir Árni Þórðar- son. Framsókn mun eiga að verða blaö hins nýstofnaða bændaflokks. Sú nýlunda hefir sést í dag, laugard. auglýst á síma og Ijósastaurum, að þingmaður bæjarins segir verkamönnum þing- fréttir á morgun. Annaðhvort er, að hann telur, að aðra varði ekki um það sem gerist á Alþingi, eöa hann finnur á sér, að ekki borgi sig að „spandera" fréttum á hina. Sfldveiði er að aukast hér við Austur- land. Mikll síld hefir verið á Norð- firði aö undanförnu. Botnvörpung- urinn Ólafur fór þaðan fullfermd- ur síld áleiðis til útlanda í fyrra- dag. í gær fór héðan þýskur botn- vörpungur, sem keypt hafði hér sem svaraði tæplega 1000 tunnum

x

Austfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.