Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 30.04.1928, Blaðsíða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 30.04.1928, Blaðsíða 1
VMtgáfa Alöýðublaðsins Gefin út af Alpýðnflokknmn. II. árgangur. Reykjavík, 30. apríl 1928. 18. tölublað. Drápsklstianiar. Fær pjóðin velt af sér peim byrðnm, er á hana voru lagðar i stjórnartíð íhaldsins? i. Fáltn Ihaldsmanua. Þriðjudaginn 3. þ. m. birtist grein í „MorgunbiaÖinu" með likri fyrirsögn pg að ofan er rit- uð. Ber greinin öll glögg merki gáfnafars þess, er reit hana, og frámunalegrar ósvífni þes,s, er ■skipaði fyrir um efni hennar. Slikar grelnir er raunar engin ný- lunda að sjá í málgögnum f- haldsflokksins, og það er ekki til að mótmæla þeim blekkingum «g staðleysum, er hún flytur, aðr Þessi grein er rituð, heldur er taekifærið að eins notað til að sýna íhaldsflokkinn nakinn og forkólfa hans berstrípaða fyrir augum alþjóðar. Flestir bjuggust við, að ihaldið myndi ekki í nánustu framtíð hætta sér út á þann ís, er það fyiúrfram gat vitað, að það fengi fikki fótað sig á. En krakkaskap- Urinn er svo mikill í íhaldslið- inU, að það otar í blindni ritpeð- Um sínum út í eina ófæruna ann- ari verri, og svo verða flokksr ttuennirnir, hinir gætnari og glöggskygnari, sí og æ að út ata á því að draga fíflin úr for- aöinu. Þeir, sem þekkja samsetningu og eiginleika íslenzka Ihalds- 'fJokksins, vita, að þar er enginn sameiginJegur vilji, engin forsjálni og engin festa. Alt er þar á ring- ulreið og í tvístringi. Þessu ein- kenni flokksins hefir aldrei verið hetur lýst en á fundi, er íhalds- félagið „Vörður“ hélt rétt eftir að úrslit siðustu kosninga voru kunn. Jón Þorláksson, Magnús fyrrv. dósent o. fl. af forkólfunum niættu harðri andstöðu á þeim fundi. Þeir reyndu að útljsta fyrir Garðari Gíslasyni o. fl„ er illa gátu þolað ósigurinn, að hann væri ekki þeim að kenna, heldur faegi hann í því, hve Alþýðuflokk- urinn væri vel skipulagður, að Jónas frá HrifJu væri svo mikill slægvitringur, og að jafnaðar- menn „héldu svo fjandi vel á málunum". En fundarmenn gátu ekki unað við þessar skýringar. Og frá einum ræðumanninnm kom þessi ágæta lýsing á Ihalds- flokknum og forkólfum hans: >,Þctta eru blekkijigar, ósigurinn er poí ad kenna, ad píð hélduö, að allir huridarnir vœru „mata- dorar“. Þeir . þekkja sína heima- menn, félagarnir í „Verði“, og þeir hafa líka áreiðanlega hitt þarna naglann á höfuðið. En þrátt fyrir það, þótt forkólf- arnir viti, hvaða áljt flokksbræður þeirra hafa á þeim og hve lítið traust er borið til þeirra, þrátt fyrir það, þótt þeini sé ljóst, að þeir mega vel gæta að þvi að reka ekki tungu sína of langt út úr sér, ef ekki á að klippa hana úr munni þeirra með þeirra eigin skærum, þá gaspra þeir hátt og gapa og láta ritara sína og skarn- sveina hvað eftir annað kasta auri sinna eigin afglapa að dyr'um annara flokka, er reyna af fremsta megni að lyfta þjóðinni úr því feni, er íhaldið feldi hana í. Þeir, sem lásu þessa umgetnu igrein í „Mgbl.“, svo og greinarnar um kolatollinn og hækkun tekju- skattsins á háum tekjum, undruð- ust mjög, hve íhaldið er áræðið. En þegar minst er málsháttarins um fífl í foraðtt, þá verður „dirfskan" skiljanleg, — en hlægi- leg um leið. II. Krókódílstár Jóns Þor- lákssonar. „Drápsklyfjar“(!). Það er hart að þurfa að hirta óvita, en það er stundum nauð- synlegt. Þykist auðvaldið hafa lagt létt- ar byrðar á herðar -íslenzkri þjóð meðan það fór með völdin? Þykist það ekki hafa lagt á hana drápsklyfjar ? Nei, ekJd aldeilis! Það eru jafnaðarmenn og „Framsóknar'-stjórnin, sem leggja drápsklyfjarnar á, eftir því, sem „Mgb'l." segir. Og svo breiðir það sig út yfir „drápsklyfjamar“, legst ofan á baggann eins og auðvaldinu er títt — og þyngir á sér svo sem því er unt. Jú, kolatollurinn var „dráps- klyfjar“ á herðar fátækri alþýðu. Og um dálka „Mgbl.“ runnu blóðlituð tár úr augum Jóns Þor- íákssonar. Jaínaðarmönnunum var lýst eins og óþverramönnuim, er væru vondir við fáitæklingana, vildu láta þá vinna rnikið, en gefa þeim lítið að borða, lækna ekki þá, sem væru sjúkir og hýsa ekki þá, sem húsviJtir væru. En svo upplýstist það, að „drápsklyfjarnar" voru ein króna og átáatíu aurar á meðal verka- mannsheimili á ári, en að tollur- inn lenti aðallega á togarafélög- unum. Svo kom hækkun tekjuskatts- ins. Rekið var upp Rama-kvein í herbúðum íhaldsins og „Morg- unblaðið" beinlínis grét yfir vonsku jafnaðarmanna og „Fram- sóknar“ við aumingja fátæku verkamennina og útslitna einyrkja bændur. En uppgerðin og blekk- ingarnar voru svo bersýnilegar, að allur bærinn hló að blaðtetr- inu.' Allir vissu, að daglaunamenn í kaupstöðum og einyrkjar í sveitum hafa ekki nálægt þvi 4000 króna tekjur, og að hækkun skattsins lenti á þeim einum, seim hafa yfir 4000 kr. í árstekjur. Lækkun á kaffi- og sykur-tolli hefir verið þyrnir i augum í- haldsins, og „Mgbl.“ gnístir tönn- um einmitt vegna þess, að með henni er fyrst og fremst létt á þeim drápsklyfjum, er íhaldið lagði á fátækasta hluta þjóðar- innar. Vandræði „Mátturstoð- anna“. Viðreisn fjárhagsins. Hneykslin komast npp. „Drápsklyfjarnar“, sem „Morg- unblaðið talar um, eru blekking- ar frá rótum. Ihaldið montar af því, að hafa farið vel með fjármál landsins í stjórnartíð sinni. Það gortar af því, að hafa minkað skattabyrð- ina og Jækkað skuldirnar. Það þvælir um, að það hafi verið ógæfa fyrir hina íslenzku þjóð, að umbótaflokkarnir sigruðu við síðustu kosningar. Þetta skraf íhaidspeðanna sýnir að eins valdalöngun þeirra, er flokknum ráða, og hve lítt þeir eru vandir að meðulum. Árið 1923 var erfitt ár. ihaldið tók við völdunum#1924 og þóttist ætla að bjarga öllu, en í hverju var svo björgunin fólgin? Hún var fólgin í því, að hlaða skatta- byrðium á fátækasta hluta þjóð- arinnar, en hUfa hinum, er eitt- hvað áttu, og gátu borgað. 1924 og 1925 voru góðæri, en þó gat ihaldiö ekki haldið i horf- inu. Við árslok 1926 höfðu skuldir randsins við útlönd aukist um heila milljón gullkróna, og ekki nóg með það, heldur voru allir atvinnuvegir landsmanna í kaldn koji. Banka- og fjármála-pólitik- in var svo óhagsæl fyrir þjóðina, að það, sem barst upp í hendur valdaflokksins varð að verra en engu. Árið 1926 var meðalár, en í- haldsstjórnin gerði það að harð- æri. Atvinnuleysiið herjaði og skildi alls staðar í alþýðustéttinni eftir sig neyð og eyðileggingu. Fátæklingurinn varð að greiða háan skatt af hverjum kaffisopa og sykurmola, húsaleiguokrið var gífurlegt, og allar vörur tollaðar, en fyrirtæki gæðinga stjórnax- flokksins sluppu við skatta og skyldur. Stærsta auðvaldsfyrir- tæki hér á laindi, „Kveldúlfur“, greiddi engan skatt. „Auðu sætin“ blöstu viðamgum alls staðar. Atvik kom fyrir um áraimótin 1926—1927, er sýnir, hvernig kom- ið var. Ihaldið og íslandsbanki höfðu stjórnað svo bátaútvegi Isíirðinga, að útldt sýndist fyrir, að þeim yrði á komandi vertíð bannaðar allar bjargir til sjávarins: ísfirð- ingar leituðu til íhaldsstjórnar- ánnar um hjálp. En svar hennar var: aðgerðaleysi, ekkert annað. Hún stóð uppi vanmáttug og ráðafá — eða viljalaus. Hún gerði heldur ekkert bókstaf- lega ekkert — til að létta alþýð- unni baráttuna við erfið ár. En það voru aðrir, sem kölluðu að, það voru smalarnir, fylgis- mennirnir, þeir, sem hjálpað höfðu íhaldinu upp í valdastól- ana. Og íhaldsstjórnin var önn- um kafin við að hjálpa þeim, stinga upp í þeirra svöngu munna. Togarafélögin fengu skuldir eft- irgefnar hjá bönkunum. Copland — fiskspekúlantinn — heimtaði eftirgjöf og fékk hana. Hluthöf- um í „Morgunblaðinu“ var gefið eftir af skuldum sinum við hið opinbera. Lofti Loftssyni var bjargað. AIls hafa eftirgjafirnar í stjórnartíð íhaldsins numið um 15 til 20 milljónum króna. Og í- haldið berst nú gegn umbótum á bankalögunum. Atvinnurekendur heimtuðu ríkislögreglu til verndar verkfallsbrjótum. íhaldið brást vel við. Þá var ekki verið að hugsa um að spara. Það barðist fyrir þvi, að „herinn" yrði stofnaður, en það hefði kostað landið hundr- uð þúsunda króna. Það jós út fé í tildur og prjál, krossa og konungsmóttökur, hestahald og veizluT, sem skrifuðust á reikning landhelgisgæzlunnar, og í „vin handa stjórninni“. Það henti 25 þús .krónum í viðgerð á húsf Jóns Magnússonar, sama ár og ráðherrabústaðuninn var , dubbað- ur upp“ fynir álitlega upphæð. Og allir þessir peningar voru teknir úr sama vasanum, vasa fátæk- Mnganna.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.