Vikuútgáfa Alþýðublaðsins


Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 20.06.1928, Blaðsíða 1

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 20.06.1928, Blaðsíða 1
Utgifa Alhvðnblaðsios II. árgangur. Gefin út af Alþýðnflokknum. Reykjavík, 20. júní 1928. 25. tölublað. Skýpsla forseta Ilpýðusa^- bands f slands, gefin ú sambandsÞlngi. Útdráttur. Félagar! Sambandsstjórnin, sem nú skil- ar aí sér á þessu þingi, hefir setið að eins 1 Va ár. Stafar það af því, að siðasta sambandsþing, sem haldið var haustið 1926, samþykti að halda þingið fram- vegis að vorinu. Þótt þetta tímabil hafi verið ^tutt, hefir það verið talsvert við- burðaríkt, einkum að því er snert- ír stjórnmálastrafsemi flokksins. Vík ég nánar að því síðar. Sambandsþingið 1926 samþykti að AJþýðusambandið skyldi æskja úpptöku í Alþjóðasamband jafn- aðarmanna og verkamanna (II. Intemationale). Sótti sambands- stjómin um upptöku að loknu þingi, og var hún veitt á önd- verðu árinu 1927. Engar stórkostlegar vinnudeil- br hafa komið upp á þessu tíma- bili. Yfirleitt hafa kaupdeilurnar jafnast án íhlutunar sambands- stjómar. Kaupgjald við vegagerð rikissjóðs hefir verið óhæfilega lágt Hefir sambandsstjórnin haft nokkur afskifti af máli þessu og ^eynt að fá hækkun á vegavinnu- kaupinu. Dálítil hækkun hefir fengist, en þó vantar mikið á, að það geti viðunanlegt kallast. Útbreiðslustarfsemin hafir aðal- lega verið rekin í sambandi við líosningaharáttuna í fyrra og bæja og sveitastjórnakosningar. Ai- Þýðuflokksmenn voru í kjöri í allmörgum kjördæmum. Við feng- um á 7. þúsund atkvæða og náð- um 4 þingsætum, auk þess sæt- is, er við unnum við landskjörið, þannig, að nú á flokkurinn 5 full- trúa á þingi. Af kosningunum leiddi það, að íhaldsstjórnin varð að sleppa völdum í ágúst í fyrra. Stjórn Pramsóknarflokksins snéri sér til sambandsstjórnarinnar og spurð- ist fyrir um afstöðu hennar til Framsóknarstjórnar, ef mynduð yrði. Sambandsstjómin ákvað að lofa stjórninni hlutleysi. Var pað loforð engum skilyrðum bundið, cnda um óákveðinn tima veitt, eins og frá var skýrt þá þegar í Alþýðublaðinu. Vitaskuld er öll- uki það ljóst, að Framsóknar- Hokkurinn er okkur andvigur í <ohkar aðal stefnumálum, en h.ann stendur okkur þó nær en íhaldið. Hann er okkur ekki beinlínis fjandsamlegur, en það er íhalds- flokkurinn. Aðstaða okkar á þingi mátti heita góð. Hvorugur stóru flokk- anna hafði þingmeirihluta. Þess vegna gátum við líka haft meiri áhrif á löggjöfina nú en nokkru sinni fyrr. Skal ég nú með ör- fáum orðum drepa á hin helztu þingmálanna. Togimvöka'ögin. 1918 kröfðust sjómenn fyrst lögskipaðrar 8 stunda hvildar á togumm dag hvern. Togaravökulögin voru samþykt 1921, en hvíldartíminn var þar ákveðinn að eins 6 stundir í sólarhring. Á þinginu í vetur fékst hvíldartíminn lengd- ur upp í 8 stundir, og þar með V:ks' uppfylt krafa sjómanna fró 1918. Atvinnmkýrsliir. Síðasta alþingi samþykti lög um að safna skuli reglulega skýrslum um atvinnu- lausa menn í öllum kaupstö&um landsins. Verklýðsfélögunum er ætlað að safna skýrslum þessum. Þannig á að fá glögt yfirlit yfir atvinnuástandið í landinu, svo að séð verði á hvern hátt bezt verði bætt úr atvinnuleysinu, sem þjak- ar okkur árs árlega. Breyting kjördœimskipunn,rinn- ar, Krafa okkar er um gagngerða breytingu á kjördæmaskipuninni, en að þessu sinni fékst að eins samþykt að skifta Gullbringu- og Kjósar-sýslu í 2 kjördæmi, þann- ig, að Hafnarfjörður yrði sérstakt kjördæmi. Með þessu er örlítið bætt úr órétti núverandi kjör- dæmaskipunar. Fyrir okkur hefir þetta sérstaka þýðingu, því að líkur eru til, að Alþýðuflokkur- inn vinni þar- sæti, þegar næst fara fram kosningar. öreytjng « lögum um kosningu utan kjörstaQa. Uppvíst hafði orð- ið um umfangsmikjl svilc og at- kvæoataisanlr víð kosningar utan kjörstaða. A alþingi í vetur voru lögin smiðuð upp, ýms ákvæði þeirra gerð g’.eggri og ákveðnari og nýjum bætt við. Sýslumönn- um, hreppstjórum og öðrum, sem kjörgögn hafa undir höndum, er gert að skyldu að gera glögg skil á þeim, svo að með sæmi- legu eftirliti á að mega fyrir- byggja atkvæðafalsanir með öllu. Slysatryggingalögin. Þær breyt- ingar fengust á þeim, að slysa- bætumar voru hækkaðar um 59o/0. Þá skal ég drepa á eitt mál, sem einn af þingmönnum Al- þýðuflokksins var meðflutnings- maður að; er það: SJdan ijikvalan. Á hverju þingi síðan 1921 hefir þingmaður Al- þýðuflokksins flutt frv. um áð ríkið tæki að sér einkaisölu á útflutningssíld. Frv. þessu var jafnan lógað á hverju þingi. Ekki af því, að þingið ekki sæi og viðurkendi ólagið á sildarverzl- uninni. Þau árin, sem mest veidd- ist, reyndust oftast mestu taps- árin. Árið 1926 samþ. íhaldið eins konar einkasölu á síld. Þar var félagi útgerðarmanna ætlað að reka einkasöluna, þannig, að fá- einir stærstu ú:gerðarmennim!r hefðu getað ráðið þar lögum og lofum. Lög þessi komust aldre^ í framkvæmd, enda lét íhalds- stjórnin af völdum í fyrrasumar. I vetur flutti ég enn í e. d. frv. um rikiseinkasölu á síld. En þegar fyrirsjáanlegt var, að þáð frv. myndi ekki ná íram að ganga, varð það að samkomulagi, að Erl. Friðjónsson gerðist meðflutnings- maður áð frv. því, sem nú er orðið að Jögum. Með þeim er lögboðinn einskonar samvinnufé- lagsskapur allra síldarútgerðar- manna. Við lítum svo á, sam- bandsstjórn og þingmenn' Al- þýðuflokksins, að það ófarnaðar- ástand, sem síldarverzlunin hefir verið i, sé þjóðinni í heild og verkalýðnum sérstaklega svo stór- bættulegt, að sjálfsagt væri að styðja að hverri þeirri breytingu, sem til bóta væri. Við litum á þetta sem spor út úr verstu ó- göngunum og tvímælalaust til bóta, einkum þegar þess er gætt, að samtimis voru samþykt heim- ildarlög um stofnun síldar- bræðslustöðva. Skattamciin. Þegar ihaldsstjórn- in tók við völdum 1924, voru henni lögð upp í hendurnar tekju- aukalög, verðtollurinn .• og geng- isviðaukinn. Þar við bættist svo góðærið 1924. Fóru því tekjurn- ar 1925 gríðarmikið fram úr á- ætlun. Ihaldið gumaði mjög af „viðreisn fjárhagsins“ og reyndi að telja almenningi trú um, að það hefði með fésýsluviti sínu bætt fjárhag rikisins stórkostlega. Þó varð ástandið ekki betra en það, að nokkur-tekjuhalli varð strax árið eftir, 1926. Árið 1927 varð tekjuhalli aftur um 800 þús. krónur, og þegar íhaldsstjórnin fór frá. völdum, voru aftur farn- ar að safnast lausar skuldir. Var þvi um t/ent að velja á þinginu i vetur, annaðhvort að draga mjög úr öllurn verklegum fram- kvæmdum eða að afgreiða fjár- lögin með verulegum tekjuhalla, ef ríkissjóði ekki yrði séð fyrir nýjum tekjum í staö toilanna, sem ihaldið lækkaði á vörum 11 stór- útgerðarinnar á þinginu 1926. Framsókn bar fram frv. um hækkun kola- og salt-tolls, kom- vörutoll, framlengingu gengisvið- aukans og framlengingu og hækk- un verötollsins. Ihaldinu og Fram- ■soim ber ekki ýkja mikið á milli í skattamálum, bæði vilja held»r tolla en beina skatta. En við jafn- aðarmenn álítum, að rikissjóð»r eigi að fá tekjui sinar af starf- rækslu opinberra fyrirtækja og með beinum sköttum og að nf- nema beri alia tolla á nauðsynja- vörum. Okkur var það Ijóst, að ef and- stöðuflokkar íhaldsins yrðu að skera niður allar verklegar fram- kvæmdir eða afgreiða fjárlögin með stórmiklum tekjuhalla, þá mætti búast við því, að almenn- ingur myndi snúast frá þeim, en það heíði orðið t;l þess að auka gengi íhaldsins, sem er okkar höf- uðóvinur. Varð það úr, að sam- bandsstjórn og þingmenn Alþýðu- flokksins ályktuðu að fallast á nokkur af tekjuaukafrumvörpum stjórnarinnar. Þó ekki komvöru- íollinn og hækkun salttolisins. Skilýrði þau, sem sambands- síjórnin setti, voru þessi: 1) Bein- ir skattar verði hækkaðir, 2) til- fdnnanlegustu neyzluskattar á al- þýðu lækkaðir og 3) kosin, verði milliþinganefnd til að athuga og gera tiilögur til b:eytinga á skattalöggjöfinni. Þingmönnunum Iánaðist að fá þessu til leiðar komið. Tekju- og eigna-skattur var hækkaður um 25%, en tiekjur undir 4000 krónum á ári undan- þegnar hæÁkunirmi. Kafíi- og syk- ur-to lur lækkar um gengisviðauk-' ann, 25%, frá næstu áramótum, og milliþinganefnd var kosin til að athuga skattalöggjöfina. í þeirri nefnd e.'gum við eánn mann. Þetta er í fyrsta skifti, sem al- þingi samt.'mis samþykkir hækkun beinna skatta og iækkun tolla. Má því segja að nokkuð hafi á unnist í skattamálum, þótt ég auðvitað játi, að það var hálfgert neyðarúrræði að þurfa að fa.ll- ast á verðto linn, þótt að eins um tyeggja ára bil sé, en það verður ekki bæði slept og haldiö. Bygging Landssp.t l ns. 3» kvittur kom upp á þingi, að stjórnin hefði í huga að fresta byggingu Landssp'talan?. Þvi bár- um við fram og fengum samþi. þingsályktun í sam. þingi, nnt að skora á rikisstjórnina að hrað* byggingu Landsspitalans og tak» lán til þess, ef þörf krefði, sv* að henni y-rði lokið fyrir 1931V Ekki vegna hát ðahaldanna þá, heidur vegna sjúklinganna, sem ekki geta fengið sjúkrahúsvist

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.