Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.08.1928, Síða 1
VikoAtgifa Alöýðublaðsins
Gefin út af Alþýðnflokknum.
II. árgangur.
Reykjavík, 15. ágúst 1928.
33. tölublað.
íhaldsflokkurinn flýr af hólmi
Miðstjórnin laumar út þingfréttum i eickabréfum sem
trúnaðarmðium.
Stefnuskráin er iika „trúnaðarmdl“.
Til eru óskráð lög um heg’ðan
manna, lög, sem eru svo þýð-
íngarmikil, svo samgróin velsœm-
»s- og réttliætis-tilfinninign þjóðar-
innar, að hún dæmir hvern þann
óaiandi og óferjandi, sem gerist til
þess að brjóta þau. Drengskapar-
reglur, sem skáikar einir og ó-
tnenni leyfa sér að óvirða.
Stjómmálabaráttan er hörð
stundum og óvægin. En eininig
l»r gllda óskráð lög, drengskap-
^rreglur, sem hver sæmiiegur
fflaöur virðir.
Ritvöliur stjórnmálablaða og
stjórnmálatímarita og opinberir
tnannfundiir er sá vettvangur, sem
stjórnmálamennimir eigast við á.
Þar gefst kjósendum kostux á að
hlýða á sókn saka og vörn. Þar
•eru mál'in og máiaflutningurinm
lögð í dóm. Við kjörborðið kveða
svo kjósendur upp dóminn. Á
slíkum vettvangi eiga allir aðilar
jafna aðstöðu. Sé einhver þar
fygum beittur, getur hann hrakið
iýgina. Sé ráðist á hann, stefnu
feans eða starfsemi, er hann þar
íái andsvara. Á þeim vettvangi
eru rök og þekking, ritsnild og
tnælska ómetanieg vopn og verj-
ur, en þó er þar mest undir því
komið, að hafa góðan málstað,
að flytja rétt mál.
Það eru óskráð lög, reglur, sem
allir drengskaparmenn virða, að
& þessum vettvangi eigi stjóm-
tnálamennirnir að berjast.
Hver sá, sem rennur af þess-
Um hóhn-i og ræðst að andstæð-
frigi sinurn eða máistað hans og
starfsemi, án þess að gefa hon-
um færi á að verjast, er ódreng-
Ur og maninleysa. Hann brýtur
drengskaparreglur og velsæmis-
lög. Hann viðurkennir, að má'l-
staður hans sé óverjandi eða mál-
flutningurinn lélegur, nema hvort-
'.tveggja sé.
Fljótt á litið virðist ihalds-
fiokkurinn vera allvel búinin
Undir þessa baráttu. Blaða-
kost hefir hann býsna fyrirferðar-
rnikinn. Stormur, VöTður, ísland,
Isafold hin afturgengna og af-
leggjarar þeiria eru vikuiega fylt
af allskonar ritsmíðum og send
I vættatali út um'iand — gifins
auðvitað. Norðlingnum og Morg-
unblað'nu er útbýtt annan
hvern dag eða daglega, „Morgun-
bl.“ margíöldu á sunnudögum.
Nóg er féð, ekki þarf að spara.
Þá eru flokksmennimir. Ekki
eru þeir óásjálegir. Hæstlaunuðu
embættismennirnir, „máttarstóLpar
þjóðfélagsins", fisk-„grósserar“,
síldar-, grósserar“, semenits-„gróss-
erar“, „sprútt-grósserar" og allra
handa , grósserar“ eru kjaminn í
flokknum. „Heiíi heilanna“, himn
reikningsgiöggi, Shellfélags-for-
maðurinn sparsami, Kveldúlfs-for-
stjórinn orðvari, og fjölmargir
smærri spámenn hafa haft orð
fyrir flokknum á fundum. For-
stjóri Bmnabótafélags íslands,
Vesturheims-sendilierrann frægi,
stýrir blaðkosti þeirra og leiðbein-
ir undirritstjórunum, þegar hann
má vera að því.
Nóg er féð, ekkert þarf að
spara, ekki blaðapappír, svertu
eða blaðritara, ekki fundahöld
eða ferðalög. Með því að spara
kaupið við verkafólkið, fæst nóg
fé til þessa.
En hvað skal rögum manni
langt vopn? Hversu hafa Ihalds-
flokknum dugað þessi vopn: Fjár-
magnið, blaðamergðin og ræðu-
höld íoringjanna?
Lítt.
Við kosningarnar í fyrra sumar
kom árangurinn i ljós. Ihaldið var
dæmt og léttvægt fundið. Sá var
dómur landsmanna kveðinn upp
við kjörborðin.
Hvað veldur?
Tvent:
Aumlegur málflutningur og ill-
ur málstaður.
Ihaldið hefir nú séð þetta og
viðurkent. Það treystist eigi að ná
sigri í drengilegum vopnaviðskift-
um. Það hefir runnið af hólmi.
Nú reynir það að vega að and-
stæðingunum, án þess þeir eigi
þess kost að verjast eða sækja á.
Á þingi f vetur tók svo kölluð
miðstjórn ihaldsflokksins upp
þann sið, að. senda flokksmönn-
um út um land „þingfréttir" í
einkabréfum.
Á bréf þessi var ritað, að þau
væru „trúnaðarmál“ og þar með
brýnt fyrir móttakendum, að láia.
ekki aðra sjá þau en sanntrúaðar
ihaldssálir, sem treysta mætti til
að þegja.
Þingfréttir eru opinber mál. All-
ir landsmenn eiga heimtingu á að
vita, hvað þar gerist, enda flytja
blöðin öll fréttir af gerðum þings-
ins jaínóðum. Sum að vísu, t. d.
„Mgbl.“, viku í frásögn sinni all-
mjög frá götu sannleikans. En
það gátu þá hin blöðin leiðrétt,
og var það gert, eftir þvi sem
hægt var.
En hvers konar „þingfréttir"
gat ihaldsflokkurinn þurft að
senda út, sem ekki mátti birta í
blöðum hans, heldur varð að
senda vissum mönnum sem trún-
aðarmál ?
Svarið liggur í augum uppi.
Það voru „þingfréttir", sem
miðstjórn íhaldsflokksins bjó fil,
sem ekki var hægt að birta í
blöðum fiokksins, af því, að þá
hefðu þær strax verið leiðréttar,
og það ljóst orðið, að þær voru
tilbúningur, svo að mjög vægi-
lega sé tii orða tekið.
Meginefni þessara einkabréfa
var rógur um einstaka menn, stað-
leysur og ósannar fullyrðingar.
Tilgangurinn sá að afflytja and-
ingana, sverta þá í augum bréf-
lesenda. „Trúnaðarmál“ áttu þetta
að vera, svo að þeir, sem svertir
voru og sakbornir, fengju enga
‘vitneskju um það og gætu því
eigi hnekt ósannindunum eða
skýrt frá málavöxtum.
Er til aumlegri viðurkenning
vanmáttar og iils málstaðar?
Er til lubbalegri og ódrengilegt
stjórnmálabarátta en þessi?
Nei.
Þess eru dæmi, að einstakir
frambjóðendur hafi lagst býsna
lágt. Einn frambjóðandi Ihaids-
flokksins lýsti því t. d. yfir við
síðustu kosningar, að hann teldi
þýðingarlítið að halda fundi.
Kvaðst hann heldur vilja ræða
málin við kjósendur einn og einn
í senn. Efalaust hefir honum þótt
þægilegra að þurfa ekki að eiga
orðaskifti við andstæðinginn,
svara rökum hans og verjast
gagnrýni hans á opinberum mann-
fundum.
En þótt þessa séu dæmi um .ein-
staka menn, eru þess engin dæmi
um heila stjórnmálaflokka eða
miðstjórnir þeirra, að þeir' virði
svo að vettugi allar drengskapar-
reglur og velsæmi, renni af hólmi
og taki upp háttu örgustu stiga-
manna, fyrr en nú í vetur, er
miðstjórn íhaldsflokksins tók að
senaa Gróu-sögur sínar sem
„trúnaðarmál" í einkabréfum út
um land .
Enn mun miðstjómin halda
uppteknum hætti. Nýlega vildi
svo slysalega til, að tvö af bréf-
um hennar voru send mönnum,
sem skömmuðust sín fyrir að
geyma slík „trúnaðarmál“. Bréf
þessi hafa nú verið birt.
Má um þau margt segja, skai
það flest ósagt að sinni, en þess
að eins getið, að í þeim báðum
er prentuð starfsskrá eða stefnu-
skrá íhaldsflokksins, sem „trún-
aðarmál“.
Miðstjómin sjálf skammast sin
fyrir stefnuskrána, hún þorir ekkí
að birta hana í blöðum sínum.
Hún laumar henni út til nokkurra
fárra manna, sem ,,trúnaðarmáli“ í
einkabréfi.
Hvílík ómenni.
„Trúnaðarmál“
miðstjórnar íhalösflokksms.
ihaldsflokkurinn hefir ekki til
þessa, svo að menn viti, átt
neina ákveðna stefnuskrá. 1 raun-
inni er þetta ekki óeðlilegt. Þeir
einir þurfa að hugsa um stefnu,
sem færast úr stað, sem halda
áfram. Hinir, sem vilja það eitt,
að halda i, að standa í stað og
spyrna gegn eðlilegri framþróun
og rás viðburðanna, þurfa enga
stefnuskrá. Sannur íhaldsflokkur
er eins og skip, sem liggur við
stjóra. Um stefnu er þar ekki að
ræða, frekar en hjá tjóðruðum
alikálfi.
En íhaldsflokkurlnn, sem setur
Jón Þorláksson og Guðm-und Jó-
hannsson í formann-ssætin, seg-
ist ekki vera venjulegur íhalds-
flokkur, heldur „frjálslyndur í-
haldsf]okkur“. Það mun eiga að
tákna, að hann sé svo „frjáls-
Iyndur", að hann vilji ein-hverj-
ar breytingar frá því, sem nú er.
Þetta má og að vissu leyti tii
sanns vegar færa. Flokkuri-nn
hefix sýnt, að hann viil breyling-
ar, vissar breytingar. Formaður-
inn, sá hinn reikningsglöggi, og
flokkurinn allur vill, að beinu
skattarn-ir á efnamönnunum séu
lækkaðir og tollarnir á alþýðunni
hækkaðir. Kallar sá reiknings-
glöggi þetta íslenzku skattamála-
stefnuna og hefir reiknað út, að
„þjóðinni", það þýðir: efnuðu
mönnunum, sé að henni mikill
hagur. Einnig heíir flokkurinn
beitt sér fyrir því, að hér yrði á
fót kornið, með ærnum kos'.naði,
herliði, ríkislögreglunni svo-
neíndu. Alþýðan átti að borga
kostnað'nn við ríkislö-gregluna og
atvinnurekendurnir að hi:ða gróð-
ann af henn-i, þ. e. kaupgjalds-
lækkun verkafólks'ns. Auk þessa
hefir flokkurinn sýnt, að hann vill
draga úr fjárvei-tingum (il a'þýðu-
fræðslu, berklavarna og flestra
annara nauðsynjamála alþýðu,