Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 15.08.1928, Page 4
4
VrKUOTGAFA ALÞ ÝÐUBLAÐSINS
Vikuútgáfa AlMöublaðsins
kemur út á hverjum miðvikudegi,
kostar að eins 5 krónur á ári.
Gjalddagi fyrir 1. okt. Úrsögn sé
skrifleg, bundin við áramót, enda
sé viðkomandí skuldlaus. Ritstjóri:
Haraldur Guðmundsson, simi 2394.
Afgreiðsla i AllJýðuhúsinu, Hverf-
isgötu 8, simar 988 ög 2350.
og þá fékk hver, er hafa vildi,
öl eða vín með mataum; og síð-
ar um kvöldið voru allar tegundir
áfengra drykkja veittar, eins og
tíðkast á veitingahúsuni í kon-
ungsríkinu danska.
Á meðan ég dvaldist í Reykjar
vjk, hafði ég heimsótf ýmsa kunn-
ingja mína, er lítils háttar höfðu
vín um hönd, þó öllu væri par
stilt mjög í hóf. Og fanst mér
engin launung vera á höfð, |jó
gætilega væri með farið.
Nú i sumar brá ég mér svo
heim aftur, og vissi ég að vísu,
að einhverjar breytingar voru á
orðnar, en hélt samt ekki, að svo
stranglega hefði verið tekið í
taumana. Áður e>n komið var að
landi í Vestmannaeyjum, gengu
jjjónamir um við morgunverðar-
borðið, er pá var setið að, og
báðu farþega tæma ölfiöskur sín-
ar, jjví að þær mættu ekki sjást
eftir að lagt væri að Jandi, og
síðan höfðu jjeir ekki annað á
boðstóium en létt öl og gosdrykki.
Þótti sumum farþegum það hart,
að geta ekki einu sinni fengið
léttar víntegundir, fyrst selja
mætti j)ær í landi, og kváðu j)að
véra alveg nýja ráðstöfun, er
kæmi þeim á óvart.
Og í landi virtist mér vera á
orðin breyting á líka lund, j)ó
ég ætti ekki mikinn kost á að
athuga það. Menn voru mjög
og um 100 rit, er eingöngu fjöll-
uðu um atvinng- og verklýðsmái.
En þá var Austurríki stórveldi,
saman sett af mörgum þjóðflokk-
um, er alt af riíust og deildu, en
meö friðarsainningunum urðu þtir
hvert fyrir sig sjálfstætt ríki.
Tjekkó-slovakia er eitt af þeim.
Þar eiga jafnaðarmenn 5 dagblöð,
5 blöð, er koma út tvisvar og
þrisvar í viku og 25 vikublöð og
tímarit. Pýzki verkamannaflokkur-
inn í Tjekko-slovakíu á 7 dag-
blöð, 6 sem koma út tvisvar í
viku, og 2 tímarit. Ungversku ja n-
aðannennirnir þar eiga 1 dagblað,
1 vikublað og 1 tlmarit. Kom-
múnistamir eiga 2 dagblöð og
nokkur vikublöð og mánaðarrit.
Ef aliur verkalýður væri sainein-
áður í einum flokki í þessu landi,
væri hann einna bezt búinn að
blöðum af öllum verkiýðsflakk-
urn, en því iniður er hann sundr-
aður, og því er hann ekki það
vald, sem hann ella gæti verið.
(Frh.)
gætnir við vínnotkun, þó þeir
hefðu eitthvað um hönd, og stiltu
neyzlu víns sérlega í hóf. Þessa
daga, sem ég nú stóð við í
Reykjavík, get ég varla sagt að
ég sæi vín á manni, og var ég
þó oft á gangi um götur borgar-
innar, bæði að degi til og síðla
á kvöldum- — Tollskoðun hefi ég
varla orðið var við fyr á íslandi
á þann hátt, er erlendis tíðkast,
en nú sýndist fnér, að hún jafn-
vel væri nákvæmari en í sumum
nágranna 1 öhdunum.......“
Glögt er gestsaugað.
Útlðnd.
Þýzkaland.
Síó.’bmm. Nýlega brunnu 50 í,-
búðarhús og 120 hlöður í Efri
Fals. Hlöðurnar voru fullar af
korni og heyi.
Frakkland.
Kommúnistcr og franska mta-
valdiö. Fyrir skömmu reijndm
franskir koinmúnistar að halda
fund í útjaðri Parísarborgar. Lög-
reglan kam í veg fyrir fundar-
haldið og handtók um eitt þúsund
kommúnista.
Bretland.
Ch mberla-n utanrikisráðherra
hefir tekið sér hvíld frá störfum
vegna sjúkleika. Embætti hans
gegnir Cushendun lávarður.
Ítalía.
Slij.s veó flol \æjing< r. Nýlega
sökk ítalskur kafbátur við flat«-
æfingar í Adríahalinu. Öll skips-
höfnin, 31 maður, fórst.
Tsékkóslóvakía.
Tján af bmna.. 1 þorpi einu í
Tsékkóslóvakiu brunnu nýiega
170 hús til kaldra kola og 2000
manns urðu húsvilt.
Jilgóslavfa.
Raditch, hinn frœgi foringi
króatiskra bænda, er nýlega lát-
inn. Banamein hans var sykur-
sýki, en talið er, að óéirðirnar
í þinginu, sem áður heíir veriðj
sagt frá hér í blaðin.u, hafi flýtt
fyrir dauða hans.
Noregur.
Anumdsen hefir enn ekki fund-
ist, en ekki helir þó verið gefist
upp við leitina. Rússar halda
henni enn þá áfram með atfylgi
Frakka og Norðmanna.
Rússland.
Vatmjlóá. 11 þorp hafa eyði-
lagst af vatnsflóði í Rússlandi.
Asía.
Wdiab ]Cr og B et r. Samkomu-
lagið milli Wahabita og Breta hef-
ir farið út um þúfur. Er búist
við nýjum ófriði, þvi að Waha-
bitar hervæðast sem ákafast.
Rok t.ind r í holknzku nýknd-
unni á Austur-Indlcindi hafa gosið
ákaflega. Sex jþwp eyðilögðust,
600 menn fórust og 100 meiddust.
KUwerjw og Japanrir. Japanska
stjórn/'n hefir haft í hótunum við
Kínverja. Kveðst hún verða að
skerast í leikinn, ef þeir reyni
að kúga japanska þegna í Man-
sjúríu til þess að hlýða kinversk-
um lögum.
Bretar og Kínverfrr hafa komið
sér saman um bætur fyrir of-
beldisverk, er unnin voni á brezk-
um borgurum í Nankin.
Aiuerika.
Tjón j fellibyljwn. Felíibyljir
hafa orsakað um 100 m:llj. króna
tjón í Floridafylki í Bandaríkj-
unum.
Afkastamaður.
Frambjóðandi íhtfldsflokksins í
Árnessýslu, sá, sem búsettur er
hér í Reykjavík, er talinn af-
kastamaður. Árið 1926 voru
greiðsiur til hans úr ríkissjóði,
sem hér segir, samkvæmt skýrslu
ríkisgjaldanefndar:
Prófessorslaun kr. 9030,00
Skattstjóralaun 4183,25
Fyrir vinnu fyrir stjórn-
arráðið — 2575,00
Laun í sambandslagan. — 500,00
Fyrir málflutning — 66,93
Fyrir setu- og vara-
dómarastörf — 803,16
Greitt vegna lögbókar
(Lög íslands) — 1500,00
Samtals kr. 18658,34
— átján þúsund sex hundruð
fimtiu og átta krónur þrjátíu og
fjórir aurar —.
Fullnóg starf virðist þetta ein-
um manni, en þó hafði hann
aukreitis enn eitt stárf, sem um er
vitað, erfitt og umfangsmikið.
Haim er jafnframt formaður nið-
urjöfnunarnefndar Reykjavíkur og
þyggur fyriT það sæmileg laun
úr bæjarsjóði, árið 1926 2500
krónur.
Kostakjðirin.
Rosenberg veitingamaður leigir
nú stofuhæðina í húsi Þorst.
Schevings lyfsala. Greiðir hann,
að því er Alþýðublaðinu hefír
verið sagt, 11000 krónur í leigu
á ári. Er það nærfelt sama leiga
og bænum er ætlað að greiða
fyrir 2. hæð sama húss og eitt*
herbergi á 3. hæð.
Borgarstjóri telur það kostakjör
að fá leigða til 5 ára 2. hæð
hússins fyrir nærfelt sömu árs-
leigu og nú er greidd fyrir stofu-
hæðina alla.
Áreiðanlega myndi Jón Þorláks-
son, sá reikningsglöggi útí-götu-
hyggingamaður, telja það kosta-
kjör, ef hann fengi jafnmikia leigu
fyrir 2. hæð í nýja húsinu sínu
og hann fær fyrir stofuhæðina,
búðirnar. Það er að segja, „kosta-
kjör“ fyrir sig.
En væru það kostakjör fyrir
leigjendur 2. hæðar?
Sveinn Bjðrnsson
sendiherra í Kaupmannahöfn,
tók við sendiherrastarfinu í byrj-
un júlí 1926. Það ár fékk hann
greitt af opinberu fé, sem hér
segir:
Laun með tilheyrandi í 6 mánuði
d. kr. 22.500,00 ca kr.. 27.0CO.OO
Fyrir ráðunautsstörf
fyrri helming árs-
ins — 3.000,00
Uppbót fyrir húsa-
kaupatjón
d. kr. 10.000,00 ca. — 12.000,00
Ferðakostnaður — 9.561,58
Fyrir Minningarrit
Landsbankans — 125,00
Samtals ísl. kr. 51.686,58
— fimmtíu og eitt þúsund sex
hundruð áttatiu og sex krónur
fimmtíu og átta aurar —.
H. f. Oliuverzlun íslands
bauð í gær bæjarstjóm og
blaðamönnum að skoða oiíustöð
ina við Skúlagötu. Er hún
hin vandaðasta í alla staði, aó
því er leikmerm fá séð. Olíugeym-
arnir eru 4, jafnstórir allir, og
rúma þeir um 2200 smálestir til
samans. Auk þgss eru 2 smágeym-
ar fyrir benzin. Pípur liggja frá
stöðinni niður á hafnarbakka, en
sú vegalengd er 200—300 metrar.
Er oliunni dælt um þær í geym-
ana úr geymaskipunum, sem
ílytja hana hingað til lands og
leggjast við hafnarbakkann. Um
þær má^einnig leiða oliu frá stöð-
jinni i skip, sem í höfninnd eru.
Olíuskip kom tii félagsins í júní
i sumar og lagðist að hafnarbakk-
anum, tók það að eins 11 stundir
að dæla úr því 1700 smálestum
Geymarnir standa á fyllingu, sem
gerð hefir verið á klöppinni fram
undan Völundi. Liggur því sjór að
á þrjá vegu, en meðfram Skúla-
götu er rammleg girðing úr báru-
járni.' Vatnsæðar liggja upp á þak
geymanna, svo að hægt er að
láta vatn renna um þá, ef þurfa
þykir. — Stöðin vfrðist mjög við
hæfi landsmanna; séu geymamir
fyltir 4 sinnum á ári, komast í
þá um 8800 smálestir, en meðal-
innflutningur olíu heíir undanfaró
verið 6—7 þús. smálestir á ári.
Verði ríkiseinkasala á olíu tekin
upp aftur bráðlega, sem vænta
má, mætti vel komast af með að
taka stöð þessa í bili, og með þvi
að stældia upptyllinguna má auka
við hana ’eftir þörfum.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Haraldur Guðmundsson.
Alþýðuprentsmiðjaa.