Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 19.12.1928, Blaðsíða 4
VIKUOTGAFA ALÞÝÐUBLAÐSINS
gerðarmanna geti verkað í svip-
aða átt og samtök þau, sem
dæmið greinir. (Frh.)
Útlðnd.
Jafnaðarmaður stjórnarfoiseti
i Eistlandí.
Jafnaðarmaðurinn Rei hefir
myndað stjórn í Eistlandi með
pátttöku verkalýðsflokks, nýbýl-
ingaflokks og flokks „kTistilegra
jafnaðarmanna“.
Kosningarnar i Rúmeniu.
Frá Berlín er simað: Þingkosn-
ingar fóru fram í Rúmervíu
fyrir skömmu. Bændaflokkur og
nokkrir minná stuðningsflokkar
Maniu-stjörnarinnar hafa fengið
til samans 75% atkvæða, kringum
365 af 400 þingsætum. Bratianu-
flokkurinn fékk 8% atkvæða eða
12 þingsæti.
Forsetakosning i Sviss.
Frá Bern er símað: Robert
Haab hefir verið kosinn forseti
í Sviss.
Stjórnarskifti i Finnlandi.
Frá Helsingfors er símað: Jafn-
aðarmenn hafa gert fyrirspurn í
þinginu um afskifti „verndarliðs-
ins“ af f msum málum, þar á meðal
skipunum embætta innan pöst-
stjórnarinnar. Eftir langar um-
ræður samþykti þingið van-
traustsyfirlýsingu til stjórnarinn-
ar með 83 atkvæðum gegn 82.
— Stjórnin hefir beðist lausnar.
Fangi kosinn pingmaður.
Frá Antverpen er símað, að dr.
Borms, foringi Flæmingja á ðfrið'-
arárunum, hafi verið kosínn þing-
maður í staðinn fyrir nýlátinn
frjálslyndan þingmann. Til þess
að tryggja kosningu Borms,
greiddu kommúnsitar ekki at-
kvæði. Borms var dæmdur til líf-
láts árið 1919 fyrir landráð, en
var seinna náðaður og lífláts-
dóminum breytt í æfilangt fang-
elsi. Sjðar var símað, að kosn-
ingin væri gerð ögiild.
Fjarðarheiðarvegurinn.
Seyðisfirði, FB., 9. dez.
Bæjarstjörnarfundur samþykti í
gær tillögu borgarafundarins í
Fjarðarheiðarvegarmálinu þannig,
að bærinn skuldbindi sig tilþess
að greiða 40 þúsund krónur gegn
því að byrjað verði á veginum
ekki seinna en 1930 og honum
haldið viðstöðulaust áfram og
fullgerður á 5 árum. Á því ára-
bdli gTeiði bærinn með jöfnum
greiðslum tillag sitt. Samþykt með
5 gegn 4, þelrra íhaldsmanna Eyj-
ólfs Jónssonar, Sigurðar Arn-
grímssonar, Sveins Árnasonar og
verkamannafulltrúans Brynjólfs
Eiríkssonar.
I janúar fer fram kosning
þriggja manna í bæjarstjórn til
eins árs.
Af Vestfjörðum.
Önundarfirði, FB. í nóv.
Veðrátta hefir verið svo göð
hér um langt skeið, að fáir muna
slíka eða betri. Sumarið var með
afbrigðum sólríkt, og bjuggust
menn þó við votu surnri eftir
þurt vor og kviðu hálfgert ó-
þurkum um heyskapartímann.
Sá kvíði reyndist óþarfur, sem
betur fór. Hey nýttust afbragðs
vel, en vegna vorþurkanna var
spretta heldur í lakara lagi.
Heyskapur mun þó víðast hvar
hafa náð meðallagi, sums staðar
enda betri. Haustið hefir líka ver-
ið gott og hefir að eins tvisvar
fölvað á jörð enn sem komið er
(skrifað 22. nóv.) og þó lítið í
bæði skiftin. Má það heita ó-
minnilegt. Eftir sumarið var snjór
í fjöllum fádæma lítill sökum
snjóleysrs í fyrra vetur og jafnr-
ar hlýju sumarsins. Búast nú
sumir við vondum vetri, en aðrir
eru hinir vonbeztu.
Fiskafli hefir verið góður í
haust og þar sem verðið er einn-
ig gott, má búast við góðri af-
komu manna. Nokkur atvinna hef-
;ír verið í sumar við síldarbræðslu
á Sölbakka. Getum vér Önfirð-
ingar með sanni sagt, að nú er
góðæri yfir o?s.
Unglingaskólinn að Núpi i
Dýrafirði er í vetur sóttur af
nokkrum Önfirðingum, svo sem
venjulegast endranær. Hann hefir
nú eins marga nemendur og hann
getur tekið á möti, eða 28 tals-
ins. Skölastjórinn er enn áhuga-
samur og ungur í anda, þrátt
fyxri aldur sinn og langt starf.
Trúir hann á framtíð skólans,
vöxt hans og viðgang, eins og
hann er sannfærður um þýðingu
hans og annara slíkra sköla fyrir
þjóðina í heild sinni. Æskir hann
því fastlega, að meiri endurbætur
veTði gerðar á skólanum innan
skamrns, heldur en þær, sem gerð-
ar hafa verið nú undanfarin ár,
þó þær séu hinar myndarlegustú.
Kenslukrafta hefir skólinn góða,
einkum er Björn Guðmundsson
ágætur kennari. Séra Sigtryggur
Guðlaugsson, skólastjórinn, hefir
nú slept kenslu sjálfur, nema
söngkenslu. Er hann hinn hæf-
asti maður í þeirri grein og hefír
hann sjálfur samið sönglög.
Rit Ungmennafélaga Islands,
„Skinfaxi“, er gefið út á Isafirðl
í vetur. Mætti ætla, að Vestfirð-
ingum yrði það til heilla og þá
sérstaklega, að það vekti hreyf-
ingu og framför í ungmennafé-
lögunum í kring um útgáfustað-
inn. Bókaútgáfu hefir heldur ekki
verið til að dreifa á Isafirði und-
anfarin ár.
f önundarfirði eru fimm ung-
mennafélög, en* öll smá, og ekk-
eft á Flateyri. >
Ur Mýrdal.
FB., í dez.
Tíð hefir verið hér einmuna-
góð í sumar og vetur, það, sem
af er, að eins snjóað lítið eitt
í dag (2. dez.).
Þerridauft var síðari hluta slátt-
ar, þar til 18. sept. Gerði þá
góðan þurk, og 21. s. m. munu
flestallir hafa verið búnir að hirða
undan. Heyr víðast með minna
mót-i og sums staðar í allra
minsta lagi. Slátrun sauð-
fjár hér í Vík með mesta
móti í haust eða urn 20 þúsundir,
og þó venju meira flutt af lifandi
fé til Vestmannaeyja og Reykja-
víkur af svæði því, sem hér hefir
látið slátra fé- Sömuleiðis hafa Ör-
æfingar nú slátrað heima hjá sér,
en ekkert rekið hingað-
Töluverð brögð hafa verið hér
að sýkingu (bráðafari) og lítt
stoðað, þótt bólusett hafi verið.
Eftir því, sem næst verður komist,
munu full 300 sauðfjár, mest
lömb, vera dauð úr sýkingu í
haust að eins hér í MýrdaL
Jarðeplauppskera var með allra
bezta möti.
Heilsufar ágætt.
Fyrir skömmu andaðist hér
fullorðinn kvenmaður, Elín Ing-
vadóttir á Skaganesi. Hafði hún
lengi verið heilsuveil.
Frá Akureyri.
Akureyri, FB., 12. dez.
Utsvtfr.
Á auka-bæjarstjörnarfundi í
gær var fjárhagsáætlun bæjarins
fyrir árið 1929 samþykt. Verður
jafnað niður eftir efnum og á-
stæðum 169,343 kr.
Bifreiðarslys
varð hér í gær, er vildi þannig
til, að vörubifreið var ekiö niður
innri bryggjuna, en 3 xnenn stóðu.
á bifreiðinni og hölluðust fram á
stýrishúsið- Þegar f remst á bryggj-
una var komið, var ekið dálítið
aftur á bak og undir slá, sem
mennirnir ekki vöruðust, og
klemdust tveir þeirra all-alvarlega
á rnilli slárinnar og stýrishússms,
en sá þriðji slapp ómeiddur. Taláð
er þó, að hinir slösuðu mexm
muni halda lífi og limium.
Vestm.eyjum, FB„ 12. dez.
„Óðimi“ kom hingað í morgun
með botnvörpunginn „Henric Nee-
mitz“ frá Wesermúnde, tekinn að
ölöglegum veiðum við Ingólfs-
höfða. Auk þess er togarinn á-
kærður fyrir að hafa verið innan
landhelgi um daginn, er „Óðinn“
tók „Hanset“ og ,,Koncul Pust“.
Samkvæmt skýrslu skipstjörans á
„Óðni'* hefir botnvörpungiu þessi
sama nafn og númer og sá, er
þá komstr undan. Réttarhöld og
vitnaleiðslur fara fram í dag.
Frá Vestmannaeyjum.
Vestm.eyjum, FB„ 10. dez.
Sjaldan hefir verið farið til
fiskjar undan farna viku. Afli
mjög rýr.
„Inflúenza" hefir stungið sér
niður víða; legst allþungt á suma.
8 ára stúlkubarn fékk taugaveiki
og andaðist um miðja rifðast liðna
vikiL Upptök veikinnar ókunn.
Læknar álíta ekki ástæðu til þess
að óttast útbreiðslu hennar.
Sjómannafélag Vestmannaeyja
og útgerðarmannafélagið hafa
samið hvort sinn kauptaxta.
Samningar ekki gerðir.
Söngskemtun hefir Þorsteinn
Magnússon frá Mosfelli haldið
hér; þykir efnilegur söngvari.
Á föstudaginn var háð árleg
kappglíma; sigurvegari varð Sig-
urður Ingvarsson verzlunarmað-
ur. Hefir lrann unnið þrisvar í Iröð
bikar til eignar.
Aðfaranótt sunnudags fór fram
símakappskák á milli taflfélaga
Vestmannaeyinga og Hafnarfjarð-
ar. Vestmannaeyingar unnu, fengU
61/2 vinning, en Hafnfirðingar 5V2-
Fleiri bátar munu gerðir út á
komandi vertíð en venjulega. —
Nokkrir hugsa til útgerðar í Sand-
gerði á línuvertíð.
íþróttamet staðfest.
Tilkynnnig frá I. S. I. FB„ .14
dez. — Á fundi sambandsstjóm-
arinnar í gær voru þessi íþrötta-
met staðfest: Marp.þonhlaup: 40,2
rastir á 2 klukkustundum 53 mín.
og 6 sek. Magnús Guðbjömsson
(„K. R.“), sett 5. sept. s. 1. — 110
stikm grindahlaup á 20,8 sek.
Ingvar Ölafsson („K. R.“). Met-
hafinn að eins 16 ára, metið' isett
20. júní s. 1. á allsherjarmöti %>
S. í. — Langstökk med atrennu,
6,55 stikur, Sveinbjörn Ingimund-
arson („I. R.“), sett 18. júní s. 1.
á allsherjarmóti I. S. 1. Þrístökk,
12,87 stikur, Sveinbjöm Ingimund-
arson („1. R.“), sett 17. júní s. I.
á allsherjarmóti 1. S. í.
Sýsluglímur.
Stjórn I, S. í. væntir þess, að
ailir íþróttamenn og íþróttavinic
á landinu styðji að því á allan
hátt, að sýsluglímurnar, sem um
ræðir í síðasta Iþröttablaði, verði
sem fjölmerinastar, og að beztu
glímumennirnir verði sendir á
næstu Islandsglímu, sem háð
yerður í Rvík 1929. Þar á þá að
mega sjá glímumannaval okkar
fyrir 1930. FB.
Mentamálaráðið
hefir keypt margar „radering-
ar“ og tvf málverk eftir Guðmund
Einarsson frá Miðdal.
Rítitjórl «g ábyrgðarmaðmi!
Haraldar Gsðmundison.
Alþjjðnprentimlðjan.