Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 29.01.1930, Síða 2
3
VIKUÚTGÁFA ALÞÝÐUBLAÐ5INS
Sigar verkamanna á
Patreksfirði.
Kaupdeilunni á Patreksfirði
railli verkamannafélagsins [jar á
staðnum og ólafs Jóhannessonar
kaupmanns er lokið með fullum
sdgri verkamanna. Kaupgjald
'peirra hækkar um 15o/o, samning-
urinn er gerður til eins árs, og
sitja meðlimir verkamannafélags-
ins fyrir allri /innu á staðnum,
svo að utanfélagsmenn komast
ekki að vinnu, nema ekki sé hægt
að fá verkamannafélaga. Þetta
gildir þó í raun og veru eingöngu
um sveitameni], því að allir
verkamenn í pessum verzlunar-
stað eru orðnir meðlimir félags-
ins.
Samtökin sigra!
iramótahngleiðinsin od hr.N.N.
Nýjárshugleiðing sú, er Al-
þýðublaðið birti um síðastliðin
áramót, viTÖist hafa komið ó-
þægilega við samvizku auðvalds-
og afturhalds-manna hér í bæ.
Hún hefir líka ef til vill verið ó-
vanalega svefnstygg svona rétt
fyrir bæjarstjórnarkosninguna. En
svörin, sem auðvaldið lætur
þjóna sína gefa, eru í senn au-
virðileg og ógeðsleg. 1 blaðinu
„Vísi“ ber hr. N. N. höfundi
greinarinnar og jafnaðarmönnum
yfÍTleitt guðlast á brýn, sök, sem,
ef sönn reyndist, varðar við lög,
en hann gerir enga tilraun til að
rökstyðja ásakanir sínar. Maður
skyldi þó ætla, að slikur rithöf-
undur, sem gerast vill riddari
hins eina sanna kristindóms,
væri svo vandtir að virðingu
Sinni, að hann tilfærði orð úr
hinni umtöluðu grein, máli sinu
til stuðnings. En á þvi stigi liefir
réttlætiskend og sannleiksást hr.
N. N. ekki staðið. Ritsmiðar hans
eru klaufalegar álygar, vafðar
hjúpi hræsninnar og gegnsýrðar
af hugsunarhætti Faríseans, sem
j>akkaði guði, að hann var ekki
teins og aðrir menn.
En eitt atriði í greinum han#
er ]>ó satt.
Hin um rædda grein vakti eft-
irtekt. Ekki einimgis sökum orð-
listar og andríkis höfundarins,
heldur af því, að í henni var of-
úrlítið ýtt við þeim hugsunar-
hætti ,sem lengi hefir ríkt og
verrið hefir vernd og stoð íhalds-
ins um aldaraðir, — þeim hugs-
unarhætti, að öll eymd mann-
anna: heilsuleysi, fátækt, nekt,
skortur, kúgun og ranglæti, væru
órannsakanlegar og óumflýjanleg-
ar ráðstafanir forsjónarinnar, sem
gagnslaust væri að reyna að af-
stýra, hcldur ættu menn að
beygja sig möglunarlaust fyrir
öííu sliku og bera það með kristi-
legri undirgefni.
I sltjóli þessa hugsunarháttar
hejfir auðvaldið hreiðrað um sig
og óátalið framið þar arðrán sin
ög vinnuþrælkun. — En smám
saman hafa menn séð, að ef til
vill ætti eitthvað af því, sem
mest hefir þjakað mannkynið,
upptök sin hér á jörðinni. Menn
hafa séð, að langi vinnutíminn
og lága kaupið, klæðleysið og
lélega húsnæðið, rakinn á veggj-
unum og Tottumar á gólfinu
væru ekki beinlínis ráðstafanir
guðs, föður vors. — í stuttu
máli sagt: Menn hafa þózt sjá og
staðreyna, að mikið af meinum
mannanna væm ekki ráðstafanir
guðs, heldur ættu þau rót sína
að rekja til kaldrifjaðrar sér-
drægni, blindrar eigingirni og al-
gerðs skilningsleysis auðvaldsins
og á hinn bóginn til samtakaleys-
is, fáfræði og hugsanatregðu al-
þýðunnar. Mönnum hefir skilist,
að fullkomin framkvæmd jafn-
aðarstefnunnar og skipulagsbund-
ið samstarf alþýðunnar sjálfrar
geti orðið bót fleiri meina en
Við vitum nú.
En þar, sem þessi gamli hugs-
imarháttur hefir verið eitt höfuð-
vígi auðvaldsins, er ekki að kynja
þótt skósveinar þess skræki, ef
stuggað er við gamla hrófinu.
Hitt gegnir meiri furðu, að
þeir, sem öðrum fremur vilja telj-
'ast kristnir, skuli ekki hafa komiÖ
auga á hverra erlndi þeir ganga
í fjandskap sínmn gegn jafnað-
arstefnunni. Eða hvað er það í
þeirra augum að vera kristinn?
Er það að trúa á Krist? Getur
verið, að það nægi til þess að
§eta í sannleika heitið kristinn.
En er það ekki öllu öðru freanur
hitt, að eiga brot af hugarfari
Krists, feta í fótspor hans? En
hver hefir í anda og sannleíka
verið meiri jafnaðarmaður en
hann, meiri alþýðuvinur en hann?
Úr hópi alþýðumannanna valdi
hann lærisveina sína. Alþýðu-
mennina elskaði hann mest og
meðal þeirra var honum kærast
að dvelja. En hverjum varð hann
þyngstur í skauti? Hverjum sveið
sárast undan hinu bjarta sverði
anda hans? — Hverjir áttu upp-
tökin að lífláti hans? Voru það
ekki yfirstéttarmenn þeirra daga,
höfðingjamir og æðstu prestarn-
ir?
N. N. og aðstoðarmenn hans
tala mikið um fridinn. En hverj-
ir hafa verið hættulegustu frið-
fjendur heimsins? Eni það jafn-
aðarmenn? Hverjir komu af stað
heimsstyrjöldinni? Voru það jafn-
aðarmenn? Feta þeir í fótspor
Krists, sem hæst tala um trú,
frið, kristilegt siðgæði og allar
aðrar góðar dyggðir, en berjast
með öllum vopnum, nema góð-
um, gegn framga'ngi jafnaðar-
stefnunnar, sem fáir treysta sé^
þó til að neita að er fegursta og
djarflegasta hugsjónin, sem heim-
inum hefir verið gefin síðan á
dögum hinnar fyrstu kristni, —
hugsjón, sem verða mun hin
voldugasta lyftistöng mannkyns-
ins á seinfarinni braut þess til
fullkomnunar. —
Annað atriði í grein sr. S. E.,
sem senniiega hefir lagst þungt
fyrir brjóstið á auðvaldinu, er
mat hans á peningunum. Álit
hans á dýrð þeirra og mætti lýsir
sér i orðum hans, að ekkert sé
í raun og veru dýrt, sem að eins
kosti peninga. Ég gæti vel trúað,
að Eggert Claessen og Jón Þor-
láksson skildu þetta ekki, og er
Jón þó „heili heiLanna“, eins og
allir vita. Ég gæti meira að segja
hugsað mér, að jafn-sannkristinn
maður og Knud Zimsen er væri
vantrúaður á þetta. En aftur á
móti minna þessi orð greinarhöf.
á orð Jesú frá Nasaret: „Að
hvaða gagni kæmi það mannin-
um þótt hann eignaðist allan
heiminn“ o. s. frv. K. Zimsen á
e. t. v. bágt með að trúa þvi, að
heimurinn með öllum sínum her-
skipaflotum og flughöfnum, bryn-
reiðum og eiturgasverksmiðjum,
öllum sinum olíulindum og gull-
námum sé minna virði en sál
einhvers þiirfamannsins, sem
gengur grátandi frá fátækrafull-
trúunum niður í borgarstjóra-
skrifstofuna. —
Hitt er öllum kunnugt, áð auð-
valdið á tilvist sína og varðveizlu
peningunum að þakka og vald-
inu, sean þeir veita. Við vitum
hvernig það hefir komið af stað
stj'rjöldum og mannvigum, eest
þjóð upp á móti þjóð, bróður á
móti bróður, til þess að varðveita
hallir sínar og hrúgur gulls. Við
vitum líka, hvert voðavald pen-
ingarnir hafa haft. Hreysti lik-
amans og hreinleiki hugans,
trygðir vina og ástir unnenda,
skyldurækni, samvizkusemi, —
alt hefiT það verið fært sem fórn-
ir á altari Mammons.
Er ekki kominn tími til að
breyta líka þessum hugsunar-
hætti? Fara að líta á peningana
sem meðal, en ekki mark. Við
vitum, að í því þjóðskipulagi,
sem hjá okkur rikir, eru pen-
ingarnir nauðsynlegir, hreinasta
lífsskilyrði, en hinu megum við
heldur ekki gleyma, að aldrei
hefir neitt verið framkvæmt í
þessum heimi efnishyggjunnar,
sem ekki hefir kostað annað og
meira en peninga.
Áöur en ég fleygi pennanum
frá mér a:tla ég að minna hr. N.
N. á eitt atriði úr ritningunni. Þar
er sagt frá þvi, er Kristur gerði
sér svipu og rak út úr musterinu
þá, sem keyptu þar og seldu.
Hann rak prangarana út úr helgi-
dóminum.
Við getum litið í kring um
skkur og þurfum ekki langt að
gæta eða hátt aö horfa til þess
að sjá prangarana sitja á stóli i
helgidómum þjóðarinnar, trúnað-
arstöðum heimar. Við, alþýöan í
þessum bæ, fáum bráðlega ó-
venjugott tækifæri til þeas að
reka prangarana á dyr, — steypa
þenn af stóli. Og.það án þess að
taka okkur þyngri svipu í hönd
en blýantinn, sem ligguT á borð-
inu í kjöTklefanum.
Ég vil að endingu þakka höf-
undi nýjárshjugleiðingarinnar fyr-
ir hana. Hún hefir áreiðanlegai
orðið mörgum hugvekja. Vel
sé honum og vel sé öllum þeim,
er vekja vilja alþýðuna og lýsa
henni á veginum fram til fyrir-
heitna landsins, landsins, þar sem
„sannleikur ríkir og jöfnuður
býr“. 24. janúar.
Ljótunn
Frá Seydisflrði.
Skemdlr af snjóflóði,
Seyðisfirði, FB., 20. jan.
Snjóflóð nokkur gerði hér við
fjörðinn um fyrri helgi og urðu
nokkrar símaskemdir af þeirrá
völdum. Eitt þeirra féll á sunnu-
dagsnótt 12. þ. m. og tók Grhida-
húsin með bryggju í sjó fram.
Gereyðilagðist annað húsið. f
enda hins hússins bjuggu þrir
menn. Björguðust þeir allir. Snjó-
þyngsli eru mikiL Hreindým-
flokkar eru komnir á Út-Hérað.
Umsækjandi um bæjarstjóra-
stöðuna er Hjálmar Vilhjálmsson
lögfræðingur frá Hánefsstöðum.
f bæjarstjóm em allir sömu
menn og áður.
Drnkhnnn.
Nýlega vildi það hörmulegá
slys til á togaranum »Draupni«^
að einn hásetann, Þörarin Hall-
dórsson, úr Reykjavik, (œtt-
aðan frá Litla-Landi i öllusi), tók
út og drukknaði hapn. Þórarinn
heitinn var mjög efnilegur maður.
Hann var að eins 21 árs að aldrL
Slysíð vildi til fyrir Vesturlandi, og
mun veður hafa verið mjög slæmt
t
Frá Noregi.
Khöfn, FB., 18. jan.
Kvennréttindi.
Frá Osló er simað: Norska
stjórnin hefir áikveðið að bera
fram tillögur um að veita konurn
aðgang að öllum embæftum,
einnig sendiherraembættum, liðs-
foringja- o g prests-embættum,
Tillagan mætir mótspymu. Eink-
um er mótspyma gegn þvi, alS
konur fái aðgang að prestsemb-
ættum.
Övenjumikill sildarafli
er í Noregi vestanverðum. Verð-
mæti aflans nemur milljónum
króna daglega.
Dánarfregn.
Björn Sigurðsson, áður banka-
stjóri, andaðist um miðja s. í.
vikn.
Byggingar- og landnáms-sjóður.
Þórður Sveinsson læknir á
Kleppi hefir verið skipaður í
lánveitinganefnd Byggingar- og
landnáms-sjóðs í stað Bjarúa Ás-
geirssonar alþm., eftir að Bjarni
var skipaður Búnaðarbankastjóri..