Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 18.02.1931, Blaðsíða 4

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins - 18.02.1931, Blaðsíða 4
4 Mngmálafnndur i Vestmannaeyjum. í gærkveldi var haldinn þing- málafundur í Vestmannacyjum. Hófst fundurinn kl. 8 um kvöldið og stóð til kl. 3Va í nótt. Á fimta hundrað manna sótti fundinn. Þar töluðu af hálfu Alþýðu- flokksins: Héðinn Valdimarsson, Ámi Johnsen, Guðlaugur Hans- son o. fl. Af hálfu íhaldsins: Jó- hann alþm., Guðm. Eggerz, Páll Kolka o. fl. Af hálfu Framsókn- ar: Hannes dýralæknif og Hall- grímur Jónasson kennari, og frá kommúnistum ísleifur Högnason og Jón Rafnsson. — Jóhann bar fram 8—9 tillögur, sem allar voru ómerkilegar og gagnslausar fyrir kjördæmið. Voru þær bornar upp til atkvæða án pess að inenn fengju að ræða pær. Kommúnist- ar báru frarn rökstudda van- trauststillögu á rikisstjómina, en Jóhann þingm. kom með breyt- ingartillögu, sem var borin upp. Greiddu um 80 atkv. 'með henni, en 10—12 á móti, á 4. hundrað menn sátu hjá. Loks kl. nær 3Vs vm farið að lesa upp tillögur Alþfl. Var fyrsta tillagan borin upp og samþykt, en þegar átti að fara að bera upp næstu til- Jögu, var í staðinn fyrir hana borin fram tillaga líks efnis frá Jóhanni. Mótmæltu rnenn þessu, en fundarstjóri sleit þá fundi. Hann heitir Hjálmur Konráðsson. Yfirleitt fór fuodurinn vel fraim, að undanteknum óróa, er fund- arstjóri var valdur að með því að leifa ekki umræður um til- lcgur Jóhanns. Veikamannabústað- irnir. Nú hefir bærinn fest kaup á Selsmýri eða túni séra Jóhanns, milli Framnesvegar og Bræðra- borgarstigs. Er lóð þessi talin 29800 fermetrar að stærð. Elns og Héðinn Valdimarsson skýrði frá i grein sinni hér í blaðinu 31. f. m. er enn sem komið er ekki búið að skera úr þvi, hvort hægt verður að reisa verka- mannabústaði þar eða þeirverði^ eingöngu reistir þar, sem melar eru að grunnstæði. Fer það eftir því, hvemig húsin verða bygð. Fangcisi brencur. Um árá^ótin braust út eldur í rikisfangelsinu í Akershus í Nor- egi. Eldsins varð fyrst vart í1 vinnustofunum, sem voru skamt frá fangaklefunum. Slölckvtiiðið kom þegar á vettvang og tókst þvi að slökkva eldinn áður en verulegur skaði yrði. VTKUOTGAFA AU*Y©UBLAÐSÍNS Núpssbólinn. í héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði voru 29 nemendur síð- astliðinn vetur. Eins og að und- anfömu höfðu nemendumir allir og kennarar skólans samedginlegt mötuneyti. Kostaði fæðið á dag kr. 1,54 fyrir pilita, en kr. 1,16 fyrir stúlkur. — Skólastjóri er Bjöm Guðnumdsson, sem verið hefir kennari skólans um langt skeið meðan séra Sigtryggur Guðlaugsson var skólastjóri. Séra Sigtryggur stofnaði skólann og var skóLastjóri hans í 24 ár, þar :til í fyrra haust, að hann lét af skólastjórn. Læbnar stofna jafnaðarmanna- félafl. Enskir læknax, sem aðhyllast jafnaðarstefnuna, héldu nýlega fund í Lundúnum. Var þar rætt um lyfjaokur, læknasamtök. sjúkrahúsaokur o .fl. Þar á meðal var mikið rætt um hið heims- þekta rad.:um-hnsyksli, sem bráð- lega verður sagt frá hér í blað- inu. í Jok þessa læknafundar var samþykt að stofna landsfélag’ meðal allra brezkra lækna, er aðhyllast jafnaðarstefnuna. For- seti félagsins er frægur enskur læknir, dr. Sommerville Hastings að nafni. Ur bloðum. Skinfaxi er nýútkominn. Er hann að þessu sinni að eins helg- aður 25 ára afrnæti U. M. F. í. Ritið er efnismitóð og skemti- legt aflestrar, þótt þar kenni hins vegar misjafnra grasa. M. a. rita í þetta hefti Tryggvi og Jónas ráðherrar, Ásgeir Ásgeirsson, Helgi' Valtýsson, Guðbrandur Magnússon, Þórhallur Bjamason prentari o. fl. — Bezta greinin er tvímælaLaust ritgerð Skúla Guð- jónssonar, sem er svar við spurn- ingum, er forseti U. M. F. í. hafði Lagt fyrir hann og fleiri formenn ungmsnnafélaga. í grein sinni segir Skúli meðal annars: „. . . Æskan getur aldrei að- hyllst hið dauðvona og dauða." Hún á „enga fortíð, að eins fram- tíð, og fyrir framtíðina starfar hún og tifir. Við framtiöina eru bundnar vonir hennar og þrár. — FramtíðlL'n er henni alt. — Þess vegna er mér það nokkur ráðgáta, . hvæ ungniennaféLögin em mótuð af fortiðinni.*' Afnám tolla á nauðsynjavðrum. Áskorun á alpingi. Á þingmálafundi, sém nýlega var haldinn í Borgarnesi, var svohljóðímdi áskorun á alþingi satnþykt með miklum atkvæða- mun: Fundurinn skoraT á alþingi að lækka og helzt afnema tolla á nauðsynjavörum almennings, en ,yill í þess stað afla tekna ríkis- sjóðs: 1). Með verðhækkunarskatti á lóðum og löndum einstaklinga, er ihækka í verði fyrir aðgerðir hins opinbera. 2} Með hækkuðum eigna- og tekju-skatti, einkanlega á miklum eignum. 3) Með landsverzlun á tóbaki og fleiri vörum. Fiskivelðabanki Damoorku Kaupmannahöfn, 13. febr. United Press. — FB. Stauning forsætisráðherra hefir lagt fyrir fólksþingið frumvarp til laga um stofnun banka, sem hafi það með höndum að efla fiskveiðar iandsmanna. Vextir verðx 41/2% og megi Lán nema alls 20 milljónum króna. Láns- timi má ektó fara fram úr 15 árum. Áltugasamir skíðamenn. Lofsverð víðieytni Siglufirði, FB., 15. febr. Skiða- félag SiglufjarðaT hefir ráðið hingað norskan 'mann til að kenna alt, sem að skiðaíþrótt lýt- ur, sérstaklega þó stökk. Er hann væntanlegur hingað á „Novu" þ. 4. marz. Félagið hefir boðið skíðafélögum að senda hingað mexm til að njóta góðs af kensl- unni. Flæðarmús ihaidsins. Á laugardaginn var kom sarnan hinn svo kallaði „landsfundur" íhaldsins. Þegar fundurinn hófst hljóp upp eitt mesta ofsa- og af- taka-veður, sem komið hefir um langt skedð. Fyrir þessu trúa því margir, að íhaldið sé nú í andar- slitrunum, en hafi áður að sið hinna gömlu maurapúka, er höfðu ofurselt sig Mammoni, slept flæð- armús sinni í sjóinn, og hafi hún valdið þessu óskapaveðri. Hr. Náttúrufræðingurinn heitir tímarit, sem Guðm. G. Bárðarson prófessor og Árni Frið- riksson fistófræðingur eru farnir að gefa út. Á það að flytja stuttar greinar um náttúrufræði- leg efni, ritaðar við alþýðuhæfi. t fyrsta heftinu eru þessar grein- ar: Grýla (með mynd), Helíum (eftir G. B. G.), Eldgosin í ná- grenni Heklu 1913 (eftir G. B. G.) með tveim stórum myndum og tveim uppdráttxmi. Köngu- lærnar (eftir Á. F.). Ritið er mjög eigulegt og kostar 50 aura örkin. Scotland Yard. Nú sem stendur er mikið detit um Scotland Yard í blöðum Lundúnaborgar. Virðist þetta fræga lögreglulið hafa tapað í áliti hin síðari ár, og liggja til þess ýmsar orsakir. Aðallega er árásum Lundúnablaðanna, og þá fyrst og fremst jafnaðarmanna- blaðsins,, Daily Heralds", stefnt gegn yfirforingja lögregluliðsins, Byng ilávarði. Hefir Byng þessi verið foringi liðsins í nokkur ár, og síðan hann tók við því hefir liðinu hrakað í áliti, Byng lá- varður dvelur nú sem stendur í Nizza og hefir verið þar sér til heilsubótar í hedlt ár. Það, sem veldur þvi, að árás- imar á Scotland Yard eru há- væxari nú en áður, er morð eitt, sem framið var fyrir fáum vik- um í Lundúnum — og sem ekki hefir tekist enn að ljósta upp hver framdi. Vinnukona nokkur, kornung, Louise Steele að nafni, fékk frí kvöld nokkurt til að skila bók, er hún hafði að láni, í leigubókasafn. Átti hún að koma við í lyfjabúð einni fyrir h'úsmóður sína. — Vinnukonan kom ekki heim um kvöldið og nóttina, en morgun- inn eftir fann næturvörðniT lík ungVar stúlku við skógarjaðar í úthverfi borgarinnar. Var likiðl alls nakið, nema hvað það var í sokk á öðrum fæti. Lítóð var Ælakandi í sárum, og sýndi rann- sókn, að það hafð: verið skorið með tvieggjuðum hníf. Við nán- ari eftirgrensLan kom í ljós, af/ þetta var lík Louise Steele. — SootLand Yard tók málið þegar til meðferðar, en ekkert hefir upp- Lýst annað en það, að morðið hefir verið framið í bifreið — og að fleiri en einn karLmaður hafa stáðið að því. Þar sem um 20 morð, scm framin hafa verið á nokkmm mánuðum, eru enn ó- upplýst og Scotland Yard getur ekki haft upp á sakamönnunum, stígur óánægjan með hverjum degi; enda hefir stórglæpum fjölgað mjög í Lundúnum upp á siðkastið ,og telja menn að það siðkastið, og telja menn, að það stafi af máttJaysi Scotland Yard, sem er stjórnlaust að mestu. Má Sootland Yard muna sinn fífil fegri, er það var tilbeðið næstum af hverjum manni fyrir slyngni og hugrekki. — En ef til vill vinnur það álit sitt aftur, ef sjútó lávarðurinn verður settur af. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Vikuútgáfa Alþýðublaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikuútgáfa Alþýðublaðsins
https://timarit.is/publication/596

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.