Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1934, Side 8

Dýraverndarinn - 01.06.1934, Side 8
28 DÝRAVERNDARIN N .kemmunni, til ]>ess að ná í slökkvidæluna. Og ]>á bar fyrir hann sjón, sem honum mun seint líða úr minni: Út úr reyknum og eklhafinu kom Vaskur stökkvandi með Önnu litlu i kjaftinum .... alveg eins og hann hafði séð kisu bera ketling sinn. Það kom kökkur upp i hálsinn á Alfreð, og hann langaði að faðma hundinn að sér .... En fyrst varð hann að snúa sér að því að slökkva eldinn. Mann fylti dæluna, og þaut inn í eldhúsið, sem var fult af reyk. Og með aðstoð Karenar og nágrann- anna, sem brátt komu á vettvang, tókst að vinna bug á eldinum og hjarga húsunum. Þó bar öllum saman um, að það væri Vask einum að ]>akka, að svo vel tókst til og að skaðinn varð ekki meiri. .... En án hans .... Karen gat ekki hugsað ]>á hugsun til enda .... Nú lá Vaskur aftur hjá vöggu Önnu litlu, eins c>g ekkert hefði ískorizt. Og Karen kraup niður við hlið hans, og strauk hlýlega um höfuð hans á meðan tárin hundu niður vanga hennar. Alfreð kom og þangað og staðnæmdist einnig hjá vögg- unni. Hann horfði með aðdáun á hundinn, og mælti svo glaðlega: ,,Þó að þú værir maður, Vaskur, gætir ]>ú ekki verið betri en þú ert!“ Benedikt Jakobsson þýddi úr sænsku. Sörli gamli. Árið 1909 átti ég heima hér í Reykjavík, en var um sumarið boðið að koma norður að Ási í Hegra- nesi. Þar bjó þá frændi minn, Guðmundur Ólafs- son, ásamt Jóhönnu konu sinni; vóru þeir bræður Guðmundur og Björn augnlæknir. Þegar ég hafði dvalið um hrið í Ási, kom þang- að Trausti bústjóri á Hólum i Hjaltadal, og bað mig að koma til sin i kaupavinnu. Varð það að samn- ingum, að ég fór að Hólum. í dvalartíma mínum þar, sem mér leið ágætlega vel eins og i Ási, kom það fyrir, að sóknarprestinn, séra Guðbrand Björns- son í Viðvik, vantaði stúlku til heyverka. Vildi bú- stjóri hlaupa undir bagga, og lána þangað stúlku, en er hann nefndi þetta við hinar stúlkurnar, neit- uðu þær allar að fara. Varð þá úr, að ég færi að Viðvik lítinn tíma, og leið mér þar ágætlega. Iðr- aði mig ekki, að hafa orðið við þessum tilmælum bústjórá, er sizt vildi ]>ó biðja mig um að fara, sakir þess, að ég var öllum ókunnug í sveitinni. Þessar vikUr, sem ég var í Viðvik, eignaðist ég nýjan vin. Það var hestur, og aldrei nefndur ann- að en Sörli cjamli. Átti hann mjög virðuleg kona, sem Þórey hét, Árnadóttir frá Kálfsstöðum, og var hún þá i húsmensku í Viðvík; mesta mannkosta kona og einstakur dýravinur. Eitt sinn hafði ég orð á því við Þóreyju, að mig langaði til að skreppa fram að Víðivöllum i Blöndu- hlíf; þar átti ég frændfólk og heimboð hjá því. Þórey bauð mér ]>á Sörla sinn; sagðist sjá að ég væri dýravinur og mundi því ekki misbjóða honum. Sörli var þá á tuttugasta árinu, mikill og fríður á vclli, svo að mjög var eftir honum tekið; vel kepp- inn í samreið, og góður skeiðhestur. Ég lagði af stað á Sörla, og gekk ferðin ágæt- lega. Hafði ég langa stund samfylgd af inörgu fólki. sem var vel ríðandi. Var ]>vi farið all-geyst með köflum, en ekki var Sörla gamla um að vcra á eítir, og var það ekki. Þótti mér ]>á of mikiÖ á hestinn lagt og gisti á leiðinni. Þetta var siðari hluta sum- ars, og dimt um nætur. Segir svo ekki af þessari ferð minni fyrr en ég hélt heimleiðis. Frá Víðivöllum fór ég um kveld, og ferðinni heitið að Ási i Hegranesi; ætlaði ég að gista ]>ar um nóttina, en þangað liggur leiðin yfir eystri Héraðsvötnin. Fru ]>ar í Vötnunum eyj- ur nokkurar og vaðlar á milli, sem vandratað er yfir. Þegar ég kom á eyju eina, sem heyjuð er frá Ási, var svo dimt, að ég viltist, og vissi lítið hvert halda skyldi. Eg réð þó ferðinni, og reyndi að halda áfram eftir beztu getu. En Sörla var vist um og ó að hlýða mér, því að mjög tregur var hann að íara þangað, sem ég beindi honum. Var ég og sjálf all-mjög kviðancli um að hitta vaðið vestur yfir vaðlana. En brátt hvarf sá kviði, þvi að Sörli gamli tók til sinna ráða, reif af mér tauminn, og lét ég hann þá með öllu sjálfráðan. Þar var og ekki neitt hik á framkvæmdúm, lagði hann ótrauður i Vötn- in, og farnaðist vel. Hafði ég fyrir satt, að hann hefði fundið vaðið, ]>ó að ég hefði enga hugmyncl um hvar þess mundi að leita. Mér kom og ekki til lnigar að taka af honum ráðin, er upp úr Vötn- unum kom, enda leið ekki á löngu unz hann hafði skilað mér heim að Ási, Þar vóru allir gengnir til

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.