Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1938, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.09.1938, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 35 lánaSi félaginu auk þess endurgjaldslaust híl til norðurfararinnar. Á stjórnarfundum hefir veriö rætt alltnikiö 'uni byggingu skýlis yfir vanhirtar skepnur í staöinn fyrir Tungu, setn seld var á síöasta ári, en eigi hefir þótt fært aö leggja út i byggingu slíks skýl- is aö svo stöddu; taldi stjórnin réttara að leigja húsnæöi hjá einhverjum búanda í nániunda viö bæ- inn fyrst um sinn. Snéri stjórnin sér til (iuöm. bóndá Ólafssonar í Tnngu og samdi viö hann um aö taka aö sér fyrir 350 kr. á ári aö hiröa og hýsa þær skepnur, sem meÖ þyrfti. Hefir þe.tta fyrir- komulag gefist vel, en oröið félaginu ínun ódýr- ara en að reka sjálft stöÖ fyrir eigin kostna'Ö í þess- um tilgangi. Fjárhagsafkoma félagsins hefir verið sæmileg. Skuld félagsins viö Tryggvasjóö hefir verið lækk- uö utn jnisund krónur, og er hún nú 6000 kr. Þá hefir félagið lagt Irlaöinu „Dýraverndarinn" til lið- lega 700 kr. styrk á árinu, en þaö er sá halli, setn var á útgáfu blaösins. Kaupendur blaösins eru nú 211 í Reykjavík og 668 úti á landi, en gjafablöð 86 innanlands og 10 til erlendra félaga. Sú breyt- ing varö á ritstjórn blaðsins, aö Einar E. Sæmund- sen lét af störfum, en viS ritstjórn tók fyrst til bráðabirgða Jón Pálsson fyrv. bankagjaldkeri, en síðar Sítnon Ágústsson dr. phil. Er svo til ætlast, aö dr. Símon flytji nokkur erindi um dýraverndun á árinu i satnbandi við uppeldismál unglinga í út- varpiö, ef þess er kostur. Félagatala er nú 144, þarf af 27 æfifélagar og 1 heiðursfélagi. Á árinu hefir félaginu áskotnast veg- leg gjöf og þýöinga.rmikil fyrir starfsemi þess á komandi árum, en það er Minningarsjóöur Jóns Ólafssonar bankastjóra, að upphæð 2000 kr., setn e'inn af velunnurum Dýraverndunarfélags íslands, Ólafur Ólafsson kaupniaður, gjaldkeri félagsins, færði því. í skipulagsskrá minningarsjóðsins hefir Ólafur ákveöið aö nokkrutn hluta vaxtanna skuli árlega varið til að verðlauna ritgjörðir um dýra- verndunarmál og til verðlauna fyrir góða meðferð á dýrum. Er hér stefnt að sama rnarki og Tryggvi Gunnarsson gjörði, er hann gaf féláginu Tryggva- sjóð. Minningarsjóði Jóns Ólafssonar hafa liorizt gjafir úr ýmsum áttuin og er hann nú þegar um 2400 kr. Vil eg hérmeð fyrir félagsins hönd færa Ólafi Ólafssyni mínar lieztu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf, og óska þess að sjóðurinn megi verða gefandanum til ánægju og félaginu að til- ætluðu gagni. Kosningar. Þá var gengið til kosninga, og var stjórnin end- urkosin, en hana skipa þetta ár: Þórarinn hafnarstjóri Kristjánsson, formaður, Ludvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, ritari, Ólafur kaupm. 6)lafsson, gjaldkeri. Meðstjórnehdur: Björn innheimtumaður Gunn- laugsson og Sigurður lögregluþjónn Gislason. Varaformaður var kosinn frú Unnur Skúládóttir og varameðstjórnendur ísleifur aðalgjaldkeri Jóns- son og Einar E. Sæmundsen skógfræðingur. Endurskoðendur voru þeir kosnir: Ólafur fram- kvæmdastjóri iBriem og Guðmundur deildarstjóri Guðmundsson. í stjórn „Ártíðaskrár dýranna“ voru kosnir: Flosi trésmíðameistari Sigurðsson, Hjörtur kaupm. Hahsson og Einar E. Sæmundsen skógfræðingur. Lagabreyting. Stjórn Dýraverndunarfélagsins bar fram þá breytingu á lögum félagsins, að í stað 3. gr., sem felld skyldi niÖur, kæmi ný grein svohljóðandi: „Félagsmenn geta allir orðið, konur og karlar, er áhuga hafa á þessum málum, og stjórnin eöa lögmætur félagsfundur sainþykkir. Ársgjaldið er kr. 3,00, en æfifélagar greiða 25 kr. í eitt skifti fyrir öll. Nýr félagi öðlast atkvæðisrétt á næsta íélags- fundi, eftir að hann hefir greitt árstillag sitt. Félagsmaður, sem skuldar árstillag frá fyrra ári, hefir ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins á nýju starfsári, fyrr en hann hefir greitt skuld sína“. Var lagabreyting þessi samþykt. Frjálsar umræður. Ýmsir tóku til máls á fundinum, þeirra á meðal Böðvar kennari Pétursson, formaður gæzlunefnd- ar Dýravinafélags barna við Skcrjafjörð og Jón N. Jónasson kennári, formaður gæzlunefndar Dýra- vinafélags barna í Laugarnesskólaumdæmi. Skýrðu þeir frá starfsemi félaganna. Ritari félagsins, Lud- vig C. Magnússon, þakkaði þessum formönnum gæzlunefnda og öðrum gæzlunefndarmönnum starf jæirra í þágu dýraverndunarmálsins. Ennfremur þakkaði ritari Sigurði skólastjóra Jónssyni, for-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.