Dýraverndarinn - 01.02.1945, Síða 12
6
I) Ý R A V E R N D A R I N N
Níðst á krumma.
Skammt fiá bæ mínum stendur einstakur
klettur, sejn nefndur er Hrafnabjörg. Dregur
hann nafn sitt af þvi, afi þar urþu brafnar
fyrrum, en langt kvaö vera orðið síðan, enda
er kletturinn orðinn svo veðraður og sléttur
að framanverðu, að eigi virtist fært að gera
]>ar hreiður.
En dag nokkurn i vor, er eg geklv til kinda,
varð eg þess var,að lirafn hafði gert sér lau])
í Hrafnabjörgum, en daginn eftir var bann
kominn niður, svo sem vænta mátti. Eg tók
mig því til, rélti krumma hjálparhönd og
gerði laupinn upp aftur, þótt aðstæður væ)i
slæmar.
Daginn eftir aðgætti eg Iaupinn, og Iial'ði
krummi þá orpið einu eggi. Þá flaug mér i
liug að lauma hænueggi undir krumma, og
gerði eg það fremur af rælni, en að eg bygg-
ist við að sjá J)að aftur. En krummi lét sér
að Jætta var sízt orðum aukið. Eiganda bests-
ins voru setlir tveir kostir: að sæta sakakæru,
eða fella hestinn tafarlaust, og valdi hann
síðari kostinn. I sláturhúsinu í Karlskróna
höfðu menn aldrei augum litið slíka hryggð-
armynd. Og vissa er, að fyrir atbeina dýra-
verndunarfélagsins var J)ar með bundin endi
á ömurlega og kvalafulla æfi þessa vesalings
bests.
Minningargjöf.
Sveinbjörg Jónsdóttir í Heiðarseli á Síðu,
hefir sent Dýraverndunarfélagi íslands eitt
hundrað krcnur til minningar um bleikan
best, sem hún átti og felldur var í fyrra haust,
átján velia gamall. — Myndin er af Bleik og
stendur Sveinbjörg hjá honura.
])etta vel líka og lá á báðum eggjunum.
Laumaði eg þá öðru eggi i laupinn og liðu
svo nokkurir dagar. Rætti krummi svo við
])remur eggjum, svo að þau urðu sex, sem
bann lá á.
En svo stóð á, að eg varð að fara að heim-
an áður en von var á ungum hjá krununa.
Rað eg heimafólk að sækja hænueggin dag-
inn áður en ætla mátti, að kæmi út úr þeim
og láta þau undir hænu, sem lá á eggjum
samtímis. Því að ekki trúði eg krumma jafnvel
fyrir ungunum sem eggjunum.
Á tilsettum degi var viljað um eggin og
vóru þau þá öll brotin, en noklcurar stein-
völur lágu í laupnum er báru vitni um, að
með þeim hefði eggin verið brotin. — Eg
komst að því síðar, hver liafði verið þar að
verki, en hirði ekki um að láta nafn hans
getið að þessu sinni.
Herm. Pálsson, Iljallanesi.
Til kaupenda blaðsins.
Tilgangur Dýraverndunarfélags íslands er
að vernda skepnur gegn illri meðferð, og
vekja hugsun almennings lil skynsamlegrar
og nærgætnislegrar meðferðar á þeim. Þess-
um tilgangi sínum hyggst félagið að ná, fyrst
og fremst, með ])ví að halda úti riti lil fræðslu
og uppörfunar um dýraverndun.