Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1931, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.10.1931, Blaðsíða 6
48 DÝRAVERNDARINN Vitrar ær. Mig langar aÖ bi'Öja „Dýraverndaránn“ aÖ birta eftirfarandi línur. Þær eru að vísú fáar og fátæk- legar, en segja þó frá tveinmr ám. sem að minni hyggju hafa sýnt óvenjulega vitsmuni, er vel má á lofti halda. I. Laugardaginn 6. maí 1929 var hér, sem víöa annarsstaðar, vonsku norðanbylur, svo að fénað bæöi hrakti og fenti. Morguninn eftir. um ])að leyti, er eg hafði lokið nauðsynlegustu heimastörfum, kom til mín nábúi minn og bað mig og fleiri nágranna að koma sér til hjálpar og bjarga þremur hrossum upp úr skurði, sem þau hafði hrakið í þá um nóttina i bylnum. Brugðum við skjótt við og tókst okkur að bjarga hrossunum. En eitt þeirra var svo mátt- farið að það hélt ekki höfði, og varð að bera það inn í hús og hjúkra því og hlýja. Við ]ætta dvaldist mér svo að eg komst ekki til beitarhúsanna og fjárins fyrr en einni stundu fyr- ir hádegi. Fjárhúsin eru tveir hellar, grafnir i móbergshól. Féð var inni þegar eg kom, því að þangað hafði eg smalað öllu sem eg fann daginn áður. Eg átti hey í öðrum hellinum og fór að leysa ])að, ]>ví að fénu ætlaði eg að gefa. A meðan eg var að leysa hcyið fór alt féð út nema ein ær. Fékst eg ekkert um ]>aÖ en fór að bera á garÖann. En mér til mikillar undrunar tók ærin ekki i heyið, leit ekki við því, heldur elti hún mig inn að hey- stáli og fram að garða, og á meðan eg var að levsa heyið eða gefa á garðan horfði hún svo einkenni- lega fast á mig, að mér virtist. Ekki gat eg annað séð en að hún mundi heilbrigð vera; hún var bæði sty&g °S frísk og furðaði mig því hvernig hún l)ar sig til. Þegar eg var rúmlega hálfnaður með að gefa varð brunnpontan fyrir mér í garðanum; hafði verið látin þar þegar stungið var út. Kastaði eg henni í áttina til brunnsins, en heyrðist ekki betur en að hún félli niður í hann. Furðaði mig á því þar sem brunnurinn átti að vera vel birgður. Fór eg samstundis að athuga þetta betur, en brá ekki lit- ið í brún, er eg sá að brunnurinn var opinn. Kveikti eg ])á á eldspýtu og lýsti niður í hann; sá eg þá aö tveir gemlingar vóru niðrí honum og báðir lif- andi. Fór eg þá að bisa við að bjarga þeim upp úr og gekk það eftir vonum vel. En á meðan eg var að því stóð ærin yfir mér og engu líkara en að hún fylgdist með hverju handtaki minu og hreyf- ingum. Þegar báðir gemlingarnir vóru komnir upp úr röltu þeir að garðanum og fóru að tína í sig. Það gerði ærin líka og át þá með eðlilegum ákafa, eins og titt er um ær eftir sólarhrings inni- stöðu. Og ekki skifti hún sér hið minsta af mér eftir það. Til frekari skýringar verð eg að geta þess, að brunninn hafði eg grafið um veturinn; hann var ekki fullgerður og lítið vatn í honum. En þegar stungið var út, höfðu börnin, án þess eg vissi, tek- iö ofan af honum til þess að skoða hann, en ekki látið hlerann falla í grópið eins og hann átti að gera. II. SíÖan við Eiríkur bróðir minn komum að Ási hefir verið veitt á engjarnar þar. í gróandanum á vorin sækir fénaður mjög í þær, svo að verja verður þær, því þær eru ógirtar á eina hlið. Seint í apríl voriÖ 1929 vóru 2 drengir frá Ási að reka úr engjunum; hóuðu þeir á féð svo það hrökk austur „Þverlækjar 1)akkann“, alt nema ein kind, er snýr aftur við skurð sem liggur i gegn- um bakkann. Þó a'Ö drengirnir hói ákaít og sendi hundinn, fá þeir kindina ekki til að fara af skurðbakkanum; þeir fara ])vi og sækja hana og sjá þá að það er ær frá Eiríki bróður minum. Stendur hún ])ar yfir annari á, frá honum, seir. hafði fallið ofan í skurðinn en ekki haft sig upp úr aftur, því hann er djúpur á lækjarbakkanum. Drengirnir hjálpuðu ánni upp úr skurðinum og hlupu þá báðar ærnar eftir hinu fénu tregðulaust. Flefði ærin ekki tekið sig úr hinu fénu og ekki snúið aftur, hefðu drengirnir ekkert haft af ánni í skurðinum að segja; hefði hún ])á orði'ð eftir í honum og verið þar, hver veit hvað lengi, og ef til vill íaÞzt þar. Guðjón Jónsson. Ási í Holtum.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.