Dýraverndarinn - 01.06.1934, Page 11
DYRAVKRNDARiMN
31
því aÖ óþai-ft þótti, a'Ö hún fylgdi mér i orlofi'Ö,
sem cnginn gat vita'Ö um hve lengi nnindi vara.
Foreldrum mínum varÖ eg aÖ lofa því, a'Ö fá fylgd
yfir svonefndan Digramúla, en næsti bær viö hann.
aÖ austanverðu, eru Víkur. Lagði ég svo af stað,
ein míns liðs, og hafði kollótt prik í hendinni.
Sóttist mér ferðin vel og er ekkert frá henni að
segja, fyrr en ég kom að Víkum. Baðst ég þar fylgd-
ar yfir Digramúla, en einhverra hluta vegna, sem nú
eru gleymdir, gat ég ekki fengið hana. Tafði ég
þá ekki og hélt áfram ferÖinni ein míns liðs ein;
eg áður. En þegar upp á há-múlann kom, l)rast á
iðulaus stórhríð, og þyrlaðist lausamjöllin alt i kring
um mig. Var ég þá uauðulega stödd, hríðin og storm-
urinn beint í fangið, kófiÖ svo miki'Ö og dimrnan, að
varla sást handaskil. Og sjálf var ég ráðvilt, og
gerði mér í svip, enga grein fyrir því, hvað ég ætti
til bragðs a'Ö taka.
.... Aðeins augnablik .... og alt í einu verð
tg ]>ess vör, að Doppa er komin til mín, og fagn-
ar mér með miklum. gleðilátum. Þá hvarf mér kvíði
sá, er að mér hafði sezt, því að kunnugt var mér,
að treysta mátti ratvísi Do])pu. Lét ég liana og öllu
ráða, og rakti slóð hennar, enda virtist hún ákvcðin
og örugg um forustuna. HríÖin hélzt hin sama, og
veðurhæðin, en jafnhliða þyngdist fyrir fæti, og
leiðin ])ví margfalt seinfarnari en ella. Laust eftir
dagsetur var Doppa komin með mig ofan að Kald-
rana. Sá bær er næstur Höfnum, en var þá í eyði,
og vóru þar sauÖabús frá Höfnuin. Ég fór inn i
sauðahúsiÖ, lagðist fyrir í garðanum og Doppa hjá
mér. Hugði ég að láta þar fyrir berast um nótt-
ina, en húsið var hurðarlaust, því að sauðirnir vóru
sjálfráðir um inniveru sína. Oft varð mér litið til
dyra, ]>vi að bæði var mér kalt, og svo var í mér
einbver ónotalegur geigur, sem magnaðist cftir ]iví
sem lengra leiÖ, og gerði mig myrkfælna.
Þegar ég haf'Öi verið ])arna all-langa stund, að
mér fanst, heyrði ég a'Ö veðrið lægði eitthvað. Sá
ég ])á út um dyrnar, aÖ birti í lofti og sópaði frá
tunglinu. Skein það glatt, og lýsti svo upp umhverf-
ið, að spölkorn sá út á Rekavatn. En yfir það lá
styzta leiðin að Höfnum. Er vatn þetta rnjög mis-
djúpt, og var mér kunnugt um, að oft var það með
auÖum vökum, og eins og sjór var þá mikill, mátti
búast við, að skeflt hefði svo í sumar vakirnar, að
þær sæjust ekki. En þó að ekki væri árennilegt, að
leggja út á vatnið í það sinn, fanst mér svo óvist-
legt að húka þarna i íjárhúsgarðanum, aÖ ég gat
ekki til þess hugsað, að verða að dúsa þar til morg-
uns. Tók eg þvi kjark i nrig og lagði að nýju up,
i herrans nafni, og rann Doppa íyrir, eins og fyrr.
Vatnið tók svo að segja strax við, en þegar kom-
iÖ var spölkorn út á isinn, dimdi í lofti, og i sarna
vetfangi skall hann á með engu minni ofsa en áð-
ur, og stó'Ö veðrið og iðulaus hríðin beint í fang
mér. Eg elti Doppu, sem alt aí íór á undan, og
studdi mig við prikið. Eftir skamma stund nam
Doppa staðar og lagðist ni'Öur fyrir fætur mér. Ýlfr-
aði hún svo sárt, að gekk mér að hjarta, dróst á-
frarn á kviðnum, og þvældist einhvern veginn svo
fyrir fótum mér, aÖ ég komst ekkert áfram. Þótti
mér þetta athæfi hennar undarlegt, og leizt ekki
meira en svo á, ef hún ætlaði nú að gefast upp
og hætta leiðsögunni. Varð mér þá fyrir, að fálma
með prikinu fram á isinn, en hrökk við, því að
þar var vök, sem nýskeflt var yfir. Duldist nrér þá
ekki lengur, hvers vegna auntingja Doppa mín bar
sig svo illa; hún var að vara mig við vökinni, sem
ég hefði eílaust fallið í, hefði hún ekki tekið til
sinna ráða, og það svo skyndilega, að ég mátti ekki
stiga einu skrefi framar. Jýg liörfaöi ofurlítiÖ aft-
ur á bali, og reis þá Doppa snögglega á fætur, og
hélt svo áfram. Fylgdi ég lrenni fast eftir, þvi að
á henni var alt mitt traust, og vissi ég ekki fyrr
en vi'Ö komum að vatnsbakkanum. Hafði ég elcki
orðið vör viÖ nema þessa einu völi, sem áður get-
ur, og vóru þær þó margar, eftir þvi sem mér var
sagt síðar.
Á vatnsbakkanum lrvildi ég mig örlítið, og var
veðrið þá ofboðslegt. Skamt var nú til bæjar, en
eftir var þó dýja-mýri með afætum hingað og þang-
að, er mjög var vandratað um í slíku veðri. Þegar ég
lagði upp i siðasta áfangann, treysti ég eins og fyrr
á leiðsögu Doppu, enda tókst lienni að sneiða hjá
cllum afætum, og nam ekki fyrr stáðar, en að ég
rak mig á skemmuhornið í Höfnum. Þá varð ég
fegnari en frá þurfi að segja.
ÞaÖ var li'Öið langt fram á vöku, er ég kom að
Höfnum, eiida var fóllciÖ meira en undrandi yfir
gestakomu í jafn vondu veðri. Fjármenn á Höfn-
um höfðu varla treyst sér ltúsa í niillum, enda frétt-
ist siðar, að veður þetta hefÖið orðið mörgum mönn-
um að fjörtjóni. Og vitanlega lief'Öi það einnig orð-
ið mitt lilutskifti, liefði ekki Doppa kotnið til mín.
Henni átti ég líf mitt að launa, næst Guði, sem liélt