Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1934, Qupperneq 12

Dýraverndarinn - 01.06.1934, Qupperneq 12
32 D ÝRAVERNDARIN N hlíiiskildi yfir mér þá, eins og svo oft endranær. I Möfnum var mesta þrifnaðarheimili, og hund- um aldrei leyft a'ð liggja uppi ú baðstofulofti. En er ég hafði sagt sögu mína, og með hverjum hætti Doppa mín hefði bjargað mér og leitt mig þangað heila á húfi, vildi húsfreyja ekki annað heyra, en að Doppu væri frjáls vist í baðstofunni. Og þarf ekki að taka það fram, að Doppa lét sér slíka gest- risni vel líka, og lá þar flesum stundum, jiegar ég var þar nærri. Kristín Sigiirðardótlir, Frakkastíg 14, Rvík. Elgsdýrið Æ er stærst af öllum hjartartegundum, oft rúmlega 2,5 m. á lengd og vegur alt að 500 kg. Dýr þessi eru klunnaleg og talin að jafnaði fremur heimsk. Hér koma þó tvær sögur, sem sýna, að þau kunna að meta, það sem þeim er vel gert. Maður nokkur var eitt sinn að sumarlagi einn á ferð yfir öræfin í jötunheimi í Noregi. Heyrði hann þá alt í einu einkennilegt neyðaróp. Hann gekk á hljóðið og kom þar að, sem stór elgur var, og hafði fest annan framfótinn milli steina, og gat ekki losað sig aftur. Maðurinn var á bá'Öum áttum me'Ö hvað hann ætti að gera, því að það gat verið hættulegt að koma nærri ■ elgnum. En maðurinn gat ekki fengið af sér að skilja hann þarna eftir svona á sig kom- inn. Hann gekk því hægt nærri. Elgurinn gerðist fyrst órólegur, en kyrðist jiegar maðurinn fór að tala við hann í vingjarnlegum róm. Og svo tókst mann- inum að velta þungum steini frá fæti elgsins, svo að hann losnaði. En hvað átti hann svo að gera? Hann var vopnlaus, og það er ekkert spaug að verða fyr- ir árás elgs. Maðurinn hopaði nokkur skref aftur á bak, en elgurinn gekk hægt til hans, og sleikti hann. Það var þökkin fyrir hjálpina, og maðurinn komst svo við, að honum lá við að tárast. (Lesbók Mbl.). Skógarvörður nolckur rakst á elgshind fasta í krapi í Gulasteinsánni í Bandaríkjunum. Hún brauzt um, og þreytti sig til þess að komast upp úr, eu árang- urslaust. Skógarvörðurinn réðst í að hjálpa dýrinu, Af DÝRAVERNDARANUM koma að minsla lcosli á 11 a töluhluð ut á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaöiö, sem nú er gcl'iö út hér á landi. ÁrgangUr lians kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upn- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en þaö er su siðbót, sein fram kemur i verndun málleysingja og miskunnsemi við niunaðarlausa. Dýraverndarinn er oí'L prýddur myndum, og i hon- um munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leit- að liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna blaðið. Velunnarar dýraveriidunarstarfseminnar gera mál- gagni hennar, Dýraverndaranuin, mikið gagn með þvi að útvega blaðinu sem l'Iesta kaupendur. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndaran- um, eða fleiri, fá 20% i sölulaun. Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga ógreitt andvirði hans, eru vinsamlega beðnir að gera sldl sem allra fyrst. Afgreiðslumaður íIJÖRTUR HANSSON, Laugavcg 28 (Verzlunin Vaðnes). — Reykjavík. Pósthólf: 5(iö. þó að hann sæi það nokkura hættu. Eftir langa mæðu tókst h'onum að bjarga dýrinu úr ánni. Hindin lét í 1 jós þakklæti sitt með því, að núa höfðinu upp við manniiin, krafsa með framfótunum utan í föt hans, og sýna honum vinahót með ýmsu öðru látæði sínu. (Náttúruvernd I. bók). Ratvís köttur.jý. Það þykir tíðindum sæta, að nýlega strauk kött- ur i Englandi frá kerlingu, sem hafði keypt hann í Grimsby, en býr í Bradford. Það kom í ljós að kötturinn hafði strokið til fyrri eiganda síns, en það vóru 170 kni., sem kisa hafði farið. (Fálkinn). Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. F élagsprentsmiðj an.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.